fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Fóru úr 60 kílóum á mánuði niður í 140 grömm!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 7. september 2019 16:00

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldan á Álftanesi hefur vakið athygli fyrir ótrúlegan árangur í minnkun á sorpi. Þau halda úti stórskemmtilegri bloggsíðu sem og Facebooksíðu þar sem þau ræða skrefin sem þau tóku og eru enn að taka í sorpminnkun. Eftir að hafa unnið markvisst að ruslminni lífsstíl þegar þau bjuggu í Sviss, fluttu þau aftur heim í júlí síðastliðinn og héldu uppteknum hætti. „Í Sviss náðum við að minnka óflokkaða sorpið okkar úr 60 kílóum á mánuði niður í 140 grömm. Og eftir fyrsta mánuðinn okkar á Íslandi náðum við sama markmiði. Hins vegar var mikil aukning í pappír í endurvinnslutunnunni sem kom mestmegnis til vegna auglýsingapésa sem flæða inn um lúguna,“ segir Þóra Margrét Þorgeirsdóttir.

 

Minnka plastmagnið enn meir fyrir Plastlausan september

Íslendingar skilja eftir sig eitt mesta magn af sorpi í heimi og er augljóslega margt sem má betur fara. Fimm manna fjölskylda á Íslandi lætur frá sér um 13 kíló af plasti á mánuði. „Við náðum plastmagninu niður í 1,5 kíló og ég veit að við getum gert betur. Okkar plast samanstendur mikið til af skyrdollum, snakkpokum og nammibréfum. Í september getum við minnkað þetta með því að poppa meira og kaupa frekar sælgæti úr nammibarnum. Einnig ætlum við að setja upp límmiða á bréfalúguna til að afþakka allan fjöldapóst.“

Þóra með flokkunardallana.

Mannskepnan framleiðir gífurlegt magn af rusli og neyslan hefur bein neikvæð áhrif á vistkerfið. Það kostar orku að framleiða, flytja og endurvinna allar þær umbúðir sem falla til við kaup á einni mjólkurfernu. Við sjáum eingöngu hluta framleiðsluferlisins þegar við setjum fernuna í endurvinnslutunnuna á meðan annað er falið. Þar má telja til plastið sem mjólkurfernurnar koma í á leiðinni í búðina, orkan sem fer í að fæða nautgripina, flutning á vörunni og margt fleira. Það er ekki nóg að flokka rusl og endurvinna, heldur þarf að ganga einu skrefi lengra og byrja á að minnka sorpið sem fellur til við neyslu heimilisins.

 

Hvað er hægt að gera?

„Það er þrennt sem þarf að hafa í huga þegar kemur að því að minnka sorpið. Hætta að kaupa óþarfa, minnka umbúðir og hætta að kaupa einnota. „Ef þessar þrjár reglur eru hafðar í huga við innkaup þá minnkar ruslið sjálfkrafa, í öllum sorptunnum heimilisins. Það fer vissulega aukinn tími í skipulagningu búðarferða við að leita uppi umhverfisvænni eða umbúðarlausar vörur, og stundum eru þessar vörur örlítið dýrari. En það borgar sig þegar upp er staðið, bæði fyrir umhverfið og líka budduna. Sérstaklega ef við setjum okkur þau markmið að kaupa frekar notað það sem vantar. Internetið gerir okkur auðvelt með að gefa húsgögnum, raftækjum, fötum og fleiru framhaldslíf og í leiðinni spörum við ótrúlegar fjárhæðir. Í leiðinni komum við í veg fyrir allt það magn af umbúðum og flutningi sem hefði farið í það að kaupa þetta allt nýtt. Við sáum líka stórkostlega breytingu þegar við byrjuðum að nota taubleyjur á yngsta fjölskyldumeðliminn í stað einnota plastbleyja.“

Þetta er ekkert vandamál

Það er auðvelt að tileinka sér sorpminni lífsstíl. „Það þarf að byrja smátt og taka viðráðanleg skref í lærdómsferlinu. Hægt er að byrja á að taka 3–5 atriði í einu og bæta svo við smátt og smátt. Svo fer maður að sjá enn fleiri tækifæri til þess að minnka sorpið. Þetta kemur allt með kalda vatninu og við getum þetta öll,“ segir Þóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum