fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Bílasprautun og réttingar Auðuns: Fagurkeri sem réttir bíla og tekur ljósmyndir

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 24. ágúst 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílasprautun og réttingar Auðuns er gæðavottað réttingaverkstæði af Bílgreinasambandinu og tryggingafélögunum. „Við bjóðum upp á tjónamat, bílaréttingar og bílasprautun. Einnig koma til okkar einstaklingar með bíla sem þarf að rétta og tökum við að sjálfsögðu alltaf vel á móti öllum viðskiptavinum með bros á vör,“ segir Jón Grétarsson, einn eigenda fyrirtækisins.

Fyrirtækjaafsláttur

„Starfsemi okkar gengur aðallega út á að þjónusta tryggingafélögin með sprautun og réttingar á tjónabílum, en við sjáum líka um bíla fyrir fyrirtæki. Þá fá fyrirtækin afslátt af þjónustu okkar sem og starfsmenn fyrirtækjanna fyrir einkabíl sinn.“

 

Laða að sér viðskiptin alls staðar að af landinu

Fyrirtækið er byggt á gömlum grunni en það var upphaflega stofnað 1968. „Nýr eigandi kom inn í reksturinn árið 2013 og rekum við þetta nokkrir saman núna. Sjálfur er ég með meistarapróf og áratuga reynslu í bílaréttingum og bílasprautun. Við erum fimm sem störfum alla jafna á verkstæðinu. Við erum tveir með meistarapróf, tveir eru með sveinspróf og svo er einn lærlingur. Það er alltaf nóg að gera í þessum bransa og við erum líka að fá viðskiptavini alls staðar að af landinu. Hingað kom maður t.d. alla leið frá Raufarhöfn með bílinn sinn. Fólk er einnig að koma frá Ísafirði, Höfn, Egilsstöðum og víðar. Við tökum þessu að sjálfsögðu sem hrósi.“

Ljósmyndun og bílaréttingar: hin fullkomna tvenna

Þess má geta að Jón er ekki bara bílaréttingamaður af Guðs náð heldur hefur hann hæfileika á fleiri sviðum. „Sjálfur er ég mikill fagurkeri og áhugamaður um ljósmyndun. Ég ferðast um landið með hópi áhugaljósmyndara og tek ljósmyndir af náttúrunni.“ Margir hafa undrast það að á vefsíðu fyrirtækisins, bilasprautun.is er að finna dálk með fallegum ljósmyndum af íslenskri náttúru. „Ég er stoltur af þessum ljósmyndum og fannst liggja beint við að hafa þær með. Svo tek ég auðvitað ljósmyndir af verkefnum okkar þegar við á og þær má einnig sjá á síðunni. Þetta gerir vefsíðuna skemmtilegri og ég hef líka séð að dálkurinn hefur góð áhrif á viðskiptin.“ Ljósmyndir Jóns má sjá á vefsíðu fyrirtækisins.

Nánari upplýsingar má nálgast á bilasprautun.is

Auðbrekka 27 – Dalbrekkumegin, 200 Kópavogur
Sími 554-2510

Netfang: bilasprautun@bilasprautun.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum