fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Mýrin vatnsleikfimi: Heilsuefling í vatni

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir og Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. ágúst 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vatnsleikfimi er frábær líkamsrækt sem hentar bæði fullfrísku fólki og fólki með ýmis stoðkerfisvandamál, bakverki, vefjagigt eða slitgigt. Jóna Örlygsdóttir íþróttakennari hefur um árabil boðið upp á hressandi og skemmtilega vatnsleikfimi  í Mýrinni í Garðabæ (TM-höllin).

„Vatnsleikfimin hjá mér er ætluð fólki á fjölbreyttum aldri, eina skilyrðið er að njóta þess að hreyfa sig á sínum forsendum,“ segir Jóna en hennar þjálfun byggist upp á fjölbreyttum æfingum til að auka liðleika, styrk og úthald. Áherslan í leikfiminni er lögð á að nýta vatnið sem mótstöðu til að bæta hreyfigetu og auka líkamlega færni. Margir sem mæta eru með gigtarvandamál, bakverki  og önnur stoðkerfiseinkenni, aðrir eru tiltölulega heilsuhraustir og er leikfimin þá góð viðbót við aðra hreyfingu. „Maður getur svo margt í vatni sem ekki er gott að gera á þurru landi og ávinningurinn af því hafa vatnið sem mótstöðu er mikill. Meiðslahætta er nánast engin og líðanin eftir hreyfingu í vatni er alveg dásamleg.“

Jóna kennir vatnsleikfimi fimm daga vikunnar og er yfirleitt með tvo til þrjá hópa á dag. „Ég gæti þess að hafa hópana ekki of stóra, það er nauðsynlegt að hver einstaklingur fái leiðbeiningar samkvæmt sinni getu,“ segir Jóna. „Ég legg líka mikið upp úr því að kynna mér ástand hvers og eins og hafa þjónustuna eins persónulega og hægt er. Ég hef mikla og góða reynslu af þjálfun, starfaði til dæmis lengi á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, hef starfað á líkamsræktarstöðvum og undanfarið hef ég líka verið í samstarfi við starfsendurhæfinguna VIRK.“

Næstu námskeið í vatnsleikfiminni fara í gang þann 11. september og hægt er að nálgast allar upplýsingar á Facebook-síðunni Mýrin vatnsleikfimi.

Skráning er hafin og skal skrá sig með því að senda skilaboð á Facebook eða senda tölvupóst á netfangið g-jona@internet.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kennarasleikjan
Kynning
Fyrir 4 dögum

Frumsýning á afmælisútgáfunum Citroën C3 Aircross Orgins og Citroën C4 Cactus Orgins

Frumsýning á afmælisútgáfunum Citroën C3 Aircross Orgins og Citroën C4 Cactus Orgins
Kynning
Fyrir 4 dögum

Frumsýnt í Kassanum 19. september: Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)

Frumsýnt í Kassanum 19. september: Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílageirinn: Alhliða þjónustuverkstæði fyrir bíla

Bílageirinn: Alhliða þjónustuverkstæði fyrir bíla
Kynning
Fyrir 1 viku

Betra Grip: Frábær dekk fyrir íslenskar aðstæður

Betra Grip: Frábær dekk fyrir íslenskar aðstæður
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílalökkun Kópsson ehf: Gott orðspor er besta auglýsing sem völ er á

Bílalökkun Kópsson ehf: Gott orðspor er besta auglýsing sem völ er á
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílaréttingar Sævars: Gamalgróið fyrirtæki sem býr að áratuga reynslu

Bílaréttingar Sævars: Gamalgróið fyrirtæki sem býr að áratuga reynslu
Kynning
Fyrir 1 viku

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali
Kynning
Fyrir 1 viku

GLÆNÝR MAZDA CX-30 FRUMSÝNDUR LAUGARDAGINN 14.SEPTEMBER!

GLÆNÝR MAZDA CX-30 FRUMSÝNDUR LAUGARDAGINN 14.SEPTEMBER!