fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Kynning

G-Zero: Það er alltaf gaman að spila tölvuleiki

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 20. júlí 2019 08:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lansetrið G-Zero Gaming hefur frá upphafi verið stór hluti af tölvuleikjasenunni síðan það var opnað vorið 2002 á Ingólfstorgi þá undir nafninu Ground-Zero. „Við opnuðum fyrst með 24 PC tölvur túpuskjái og kúlumýs. Átta árum síðar var húsnæðið nánast sprungið með 56 PC tölvur. Þá fluttum við að Frakkastíg 8. Það húsnæði varð fljótlega breytingum að bráð eins og hálfur miðbærinn.

Mynd: Eyþór Árnason

Í dag erum við svo staðsett að Grensásvegi 16, en þangað fluttum við árið 2015 í glæsilegt húsnæði með næg bílastæði og settum þar upp fimm nýja sali, hvern með sitt þema. Við erum nú með 82 PC leikjatölvur með 144 hz Benq skjám, Sades leikjaheyrnartólum, Sharkoon vélvirk lyklaborð og Logitech leikjamúsum. Við höfum alltaf keppst við að halda verðskránni niðri. Fólk kemur því jafnvel oftar og dvelur lengur án þess að líða eins og á stöðumælataxta í 101. Þannig erum við t.d. með tilboð til 16:00 á daginn sem ekki hefur breyst í 6 ár, eða 800 kr fyrir 2 tíma og 1.000 kr fyrir þrjá klukkutíma,“ segir Sigurður Jónsson hjá G-Zero.

Mynd: Eyþór Árnason

„Elko Zetustofan er vinsæl nýjung í afþreyingu hjá okkur, en hún var sett upp í samstarfi við Elko, þar erum við með PS4 leikjatölvur með 65 tommu skjáum og höfum við nú þegar haldið þar nokkur smærri mót í FIFA og fleiri leikjum. Þar er einnig 135 tommu myndvarpi sem nýttur er m.a. til að sýna beint frá rafíþróttamótum og við kennslu rafíþrótta. Hægt er að taka frá Zetustofuna fyrir ýmis tilefni gegn vægu verði. Önnur skemmtileg nýjung er „The Arena“ en það er í raun og veru þægileg borðstofa með leðurklæddu borði og stólum sem ætluð er fyrir borðspil o.þ.h., fyrir allt að 8–10 manns.“

Mynd: Eyþór Árnason

Frábær afþreying fyrir hópa

Á G-Zero hafa verið haldin fjölmörg mót og viðburðir tengdir tölvuleikjum á liðnum árum, allt frá sérstökum kvennakvöldum til barnaafmæla og hópeflis fyrirtækja og skóla. Viðskiptavinir G-Zero eru afar fjölbreyttur hópur fólks á öllum aldri. „Hingað koma vinahópar og einstaklingar, að jafnaði á aldrinum 12–35+, þeir yngri meira yfir daginn að sjálfsögðu. Og gaman er frá því að segja að sumir viðskiptavina okkar hafa fylgt okkur alveg frá byrjun enda hefur myndast þarna mjög góður félagsskapur í gegnum árin. Þá koma fyrirtækjahópar til okkar reglulega og spila saman. Sömuleiðis er vinsælt að halda steggjapartí hjá okkur sem og afmælisteiti. Þá erum við með sérstaka afmælispakka þar sem hópar eru hér í tvær til þrjár klukkustundir, fá pítsu og drykki og spila svo tölvuleiki að eigin vali. Þetta er mjög þægileg og skemmtileg afþreying fyrir hópa og vinsælt hjá yngri sem eldri og allir skemmta sér konunglega í svona afmælisteitum. Það skiptir ekki máli hvað þú ert gamall, tölvuleikir eru alltaf skemmtilegir.“

Mynd: Eyþór Árnason

Á tánum varðandi tæknina

Tækninni fleygir hratt fram og nýir leikir eru sífellt að koma út. „Við erum alltaf á tánum varðandi nýja tækni og gætum þess að þróast samhliða. Við erum að setja upp nýtt VR svæði með tveimur slíkum vélum. Á næstunni er á dagskrá að stækka tölvuskjána upp í 27 tommur og stækka sömuleiðis músasvæðið til að mæta kröfum varðandi skotleiki. Við erum með yfir 200 tölvuleiki í gagnagrunni okkar og þar erum við að sjálfsögðu með alla þessa helstu eins og CS:GO, LOL, FIFA, Fortnite, PUBG, Rocket League o.fl. o.fl.

Mynd: Eyþór Árnason

Við bætum reglulega nýjum leikjum í safnið eftir vinsældum og óskum. Þá er á döfinni nú í haust að taka þátt í rafíþróttabyltingunni með spennandi samstarfi við Glímufélagið Ármann og Rafíþróttaskólann með námskeið fyrir krakka á aldrinum 10–12 ára og 14–16 ára sem hyggjast leggja stund á og iðka rafíþróttir á uppbyggilegan hátt undir öflugri leiðsögn Rafíþróttaskólans í öruggu og hvetjandi umhverfi á G-Zero Gaming Grensásvegi 16.“

Mynd: Eyþór Árnason

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu G-Zero, gzero.is
Grensásvegur 16, 108 Reykjavík
Sími: 869-1144
Netpóstur: gzero@gzero.is
Fylgstu með G-Zero á samfélagsmiðlum.
Facebook: Gzero Gaming
Instagram: Gzero Gaming

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
22.05.2020

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn

BYKO býður upp á heildarlausnir fyrir sumarbústaðinn
Kynning
08.05.2020

Einstakt sumartilboð á gistingu hjá Hótel Læk: Stíla inn á íslenska ferðamenn

Einstakt sumartilboð á gistingu hjá Hótel Læk: Stíla inn á íslenska ferðamenn
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu
Kynning
21.03.2020

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki

Geislatækni: Laserskurður og ryðfrí smíði í hæsta gæðaflokki
Kynning
19.03.2020

Einum gesti á dag boðið á hlýða á ljóðalestur af Stóra sviðinu á meðan samkomubanni stendur

Einum gesti á dag boðið á hlýða á ljóðalestur af Stóra sviðinu á meðan samkomubanni stendur
Kynning
16.03.2020

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI

GLÆNÝR PEUGEOT 2008 SUV FRUMSÝNDUR HJÁ BRIMBORG 19.-28. MARS Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI