Fimmtudagur 12.desember 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Computer.is: Hjálpar þér að hefja tölvuleikjaferilinn

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 19. júlí 2019 14:00

InWin Gamer Evolution.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Computer.is er ein virtasta tölvuverslun landsins með fjölbreytt úrval af tölvum og tölvuíhlutum fyrir leikjaspilara og aðra tölvunotendur. Ólíkt því sem margir halda þá er auðvelt og nokkuð ódýrt að koma sér upp sæmilegri leikjastöð heima. Það þarf ekki endilega að fjárfesta í öllum nýjustu og fínustu græjunum, sérstaklega þegar um byrjendur er að ræða. Þegar fólk finnur svo áhugann vaxa er alltaf hægt að uppfæra einstaka íhluti og annan búnað síðar meir. „Við hjá Computer.is leggjum mikla áherslu á að viðskiptavinir okkar fái vöru sem uppfyllir væntingar og kröfur hvers og eins. Það er því mikilvægt að taka gott samtal áður en ákvörðun er tekin varðandi val á búnaði og þarna gegnum við lykilhlutverki sem söluaðili,“ segir verslunarstjóri Computer.is.

En hvað á að velja?

„Í fyrsta lagi er mikilvægt að velja tölvu sem ræður við þá leiki sem á að spila. Ef ætlunin er að spila leiki á borð við League of Legends (LoL) eða CS:GO, sem eru frekar léttir í keyrslu, þá er auðvelt að spila þá á öflugri fartölvu. Við bjóðum upp á Lenovo Legion leikjafartölvur sem eru einstaklega vel smíðaðar og fallegar.

Lenovo Legion.

Borðtölvurnar hafa þó yfirleitt vinningin þegar kemur að leikjaspilun og eru möguleikarnir fleiri, t.d. varðandi uppfærslu- og eða viðgerðarmöguleika þegar fram líða stundir. Þá mælum við sérstaklega með InWin Gamer leikjatölvunum en þær koma með þriggja ára ábyrgð og eru smíðaðar af okkar færustu tæknimönnum af mikilli ástríðu. Svo þarf að velja skjá sem hentar tölvunni. Því til viðbótar er vissulega nauðsynlegt að vera með lyklaborð, mús og hátalara/heyrnartól. Við getum ráðlagt hverjum sem er þegar kemur að öllu þessu vali.“

InWin Gamer.

Fyrir lengra komna

„Við höfum tekið eftir því undanfarið að spilarar eru í auknum mæli farnir að velja leikjaskjái með hærri endurnýjunartíðni en það þýðir að skjáir geta sýnt fleiri ramma á sekúndu og nýta því gjarnan vélbúnaðinn enn betur fyrir stóraukin afköst í leikjum. Með því að huga að svona atriðum verða spilarar sigurstranglegri í FPS leikjamótum eins og í CS:GO. Leikjaskjáir eru yfirleitt með 144–240Hz endurnýjunartíðni í stað 60Hz sem tíðkast í hefðbundnum tölvuskjáum.“

Sturlaðir stýripinnar og geggjað lyklaborð

„Fyrir þá sem stunda bíla- og flugvélaleiki mælum við með stýrum og stýripinnum frá Thrustmaster. Þessi framleiðandi gerir ekkert annað en að framleiða einmitt slíkan búnað, hann býr að áratuga reynslu og gerir það einstaklega vel. Undanfarin misseri hafa Logitech-leikjalyklaborðin selst vel hjá okkur. Þar má einna helst nefna Logitech G213, G413 og G PRO. Við mælum með mús og músarmottu í stíl frá sama framleiðanda til að fullkomna leikjaaðstöðuna.“

Stýri og stýripinnar frá Thrustmaster.

Rafíþróttir njóta sívaxandi vinsælda hér á landi og þróunin hröð. Það er óhætt að segja að tölvuleikjabransinn hafi sjaldan eða aldrei verið í jafnmiklum blóma og hann er einmitt núna. Starfsmenn Computer.is finna mikið fyrir þessu t.d. í aukinni sölu á PC-tölvum, en þær virka best þegar kemur að tölvuleikjaspilun. „Eins og flestir vita hefur fólk á öllum aldri stundað tölvuleiki í áratugi en það er ekki fyrr en núna sem þetta sport fær virkilega jákvæða umfjöllun hjá flestum íþróttafélögum. Í dag fær félagslega hliðin einnig að blómstra þar sem krakkar og unglingar koma saman og spila á mótum og deila reynslu sinni. Þá hafa íþróttafélögin sem og Rafíþróttaskólinn tekið upp á því að bjóða upp á námskeið í vinsælustu leikjunum. Þessi þróun er mjög jákvæð og það eru spennandi tímar framundan,“ segir verslunarstjóri Computer.is.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefversluninni computer.is

Verslun og verkstæði Computer.is er að Skipholti 50c, 105 Reykjavík

Vefpóstur: info@computer.is

Sími: 582-6000

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 

Cyber Monday: Viðskiptavinir Hermosa.is breiða út boðskap um gleðileg kynlífstækjajól! 
Kynning
Fyrir 1 viku

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár

Ástarsögudrottingin er ennþá með ódýrustu jólabækurnar eftir 35 ár
Kynning
Fyrir 2 vikum

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf

ISR Matrix: Gefðu ástvinum þínum styrk og öryggi í jólagjöf
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“

Jói kassi og rammíslenskt jóladagatal: „Þetta er mín Toy Story“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna

Jens: Við hjálpum þér að gleðja nákomna