fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Sandkorn

Kennarasleikjan

Kynning

Spriklandi ferskur fiskur beint á veitingastaði

Kynning
Þuríður Elín Sigurðardóttir
Föstudaginn 28. júní 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ferskir þorskhnakkar og þorskbitar eru vinsæl afurð frá okkur, sem við sækjum nú daglega í ferskfiskvinnslu Skinneyjar  Þinganess í Þorlákshöfn. Þar veiða menn og vinna hágæða ferskan fisk alla daga frá bátum útgerðarinnar. Humarsalan býður viðskiptavinum sínum upp á þessa brakandi fersku afurð sem við dreifum daglega inn á veitingastaði og mötuneyti um allt land,“ segir Jakob Hermannsson, sölustjóri Humarsölunnar.

 

Spriklandi ferskur fiskur

Humarsalan sérhæfir sig í sölu á spriklandi ferskum fiski, humri og öðrum skelfiski fyrir verslanir, veitingahús, veisluþjónustur og einstaklinga. „Humarinn og fersku þorskhnakkarnir eru langvinsælastir en við erum sérfræðingar í sjávarfangi og bjóðum aðeins upp á hágæða hráefni,“ segir Jakob.

Spriklandi ferskur humar

 

Fyrsta flokks hágæðahumar

Humarsalan var stofnuð í janúar 2004. „Markmið okkar hefur ávallt verið að bjóða upp á fyrsta flokks fisk allt árið um kring og veita fyrirtaks þjónustu,“ segir Jakob. Fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins var viðskiptavinum einnig boðið upp á steinbíts- og skötuselskinnar, sem njóta gríðarlegra vinsælda. „Orðstír fyrirtækisins hefur vaxið jafnt og þétt og má með sanni segja að merki Humarsölunnar sé tákn um gæði,“ segir Jakob.

 

Íslenskt hráefni í hæsta klassa

„Við bjóðum aðeins upp á hráefni í hæsta klassa frá öflugustu humarútgerð landsins, en það hefur löngum loðað við Hornafjörð að þar sé besta humarinn að fá,“ segir Jakob. Humarsalan selur einnig aðrar afurðir Skinneyjar  –Þinganess. „Steinbítskinnar og léttsaltaðar þorsklundir njóta orðið sífellt aukinna vinsælda og finnum við fyrir miklum áhuga á íslensku sjávarfangi jafnt hjá veitingastöðum og hinum almenna neytanda.“

Mikið af nýjungum í gegnum árin

Humarsalan býður upp á mjög mikið úrval af humri með skel og án skeljar og hefur skelfletti humarinn orðið sífellt vinsælli. „Fólk er farið að nota skelfletta humarinn í ótrúlegustu matargerð eins og t.d. ommelettur, pitsur, samlokur og margt fleira. Einnig hafa aðrar íslenskar sjávarafurðir eins og steinbítskinnar, skötuselskinnar, léttsaltaðar þorsklundir, ásamt innfluttu sjávarfangi eins og risarækju, hörpuskel, túnfiski og fleiru verið mjög vinsælar. Á vörulista Humarsölunnar hafa verið að bætast við nýjungar í gegnum árin og koma viðskiptavinir Humarsölunnar víða að. Við erum því bjartsýn og sjáum mikið af tækifærum,“ segir Jakob að lokum.

Hvað hljómar betur en humarommeletta?

 

Í vefverslun fyrirtækisins, www.humarsalan.is, er að finna gott yfirlit yfir vöruúrvalið. Einnig má finna þar fjölmargar uppskriftir af humar- og fiskréttum.

Sími: 867-6677

Netfang: humarsalan@humarsalan.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Frumsýning á afmælisútgáfunum Citroën C3 Aircross Orgins og Citroën C4 Cactus Orgins

Frumsýning á afmælisútgáfunum Citroën C3 Aircross Orgins og Citroën C4 Cactus Orgins
Kynning
Fyrir 5 dögum

Frumsýnt í Kassanum 19. september: Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)

Frumsýnt í Kassanum 19. september: Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílageirinn: Alhliða þjónustuverkstæði fyrir bíla

Bílageirinn: Alhliða þjónustuverkstæði fyrir bíla
Kynning
Fyrir 1 viku

Betra Grip: Frábær dekk fyrir íslenskar aðstæður

Betra Grip: Frábær dekk fyrir íslenskar aðstæður
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílalökkun Kópsson ehf: Gott orðspor er besta auglýsing sem völ er á

Bílalökkun Kópsson ehf: Gott orðspor er besta auglýsing sem völ er á
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílaréttingar Sævars: Gamalgróið fyrirtæki sem býr að áratuga reynslu

Bílaréttingar Sævars: Gamalgróið fyrirtæki sem býr að áratuga reynslu
Kynning
Fyrir 1 viku

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali
Kynning
Fyrir 1 viku

GLÆNÝR MAZDA CX-30 FRUMSÝNDUR LAUGARDAGINN 14.SEPTEMBER!

GLÆNÝR MAZDA CX-30 FRUMSÝNDUR LAUGARDAGINN 14.SEPTEMBER!