fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Persónuleg þjónusta í Fiskbúð Fúsa

Kynning
Þuríður Elín Sigurðardóttir
Föstudaginn 28. júní 2019 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi handboltakappinn Sigfús Sigurðsson opnaði Fiskbúð Fúsa í nóvember 2018 ásamt systur sinni.  Búðin er við Skipholt 70. Systkinin sjá bæði um reksturinn, Sigfús um rekstur búðarinnar en systir hans um fjármálin, enda segist Sigfús ekki vera sterkur þar. Sigfús er eini starfsmaðurinn í fullu starfi við verslunina þótt hann sé með mann sem komi og hjálpi sér á álagstímum. Árið 2013 hætti Sigfús, betur þekktur sem Fúsi, í handboltanum og þurfti að leita sér að vinnu en þá bauðst honum starf hjá Fiskikónginum. Eftir nokkurra ára starf þar ákvað hann að opna sína eigin verslun þó að það hafi ekki alltaf verið draumurinn. „Mér líkaði svo rosalega vel við að vinna í fiskbúð. Þetta á vel við mig, að standa bakvið borðið, tala við fólk og bara vera ég,“ segir Sigfús. Fólk getur búist við persónulegri þjónustu í Fiskbúð Fúsa. „Mikið af fólki kemur inn og spjallar um daginn og veginn, hvað það var að gera um helgina og hvað það var að gera í dag. Þetta er alls engin færibandavinna,“ segir Sigfús.

Uppáhaldið – saltfiskur með kartöflum og hamsatólg

Sigfús líkir versluninni við kaupmanninn á horninu og segir sjálfur að hann segi oft meira heldur en minna og að hann sé opinn og segi hlutina bara eins og þeir eru, þá sérstaklega um fiskinn, en hann vill að verslunin sé á persónulegum nótum. Uppáhaldsfiskur Sigfúsar er saltfiskur með kartöflum og hamsatólg, en honum finnst saltaðar gellur algjörlega frábærar líka, reykta ýsan sé æðislega bragðgóð og  bleikjan sem þau eru með í fiskbúðinni ótrúlega góð líka.  Í búðinni er allt til alls, segir Sigfús, og því oft erfitt að gera upp á milli hvað sé best. En nú þegar sumarið er gengið í garð er vinsælt að koma og kaupa sér eitthvað á grillið. Fólk grillar ýmislegt eins og humar, bleikju, lax og þorskhnakka en segist Sigfús ekki mæla sérstaklega með því að grilla ýsu, þó sé nú vissulega hægt að grilla allt. Eftir vitundarvakningu sem hefur verið undanfarin ár talar Sigfús um að Íslendingar séu duglegri að borða fisk og tekur hann sérstaklega eftir því að ungt fólk með krakka komi og kaupi fisk vegna þess að krökkunum þyki gott að fá fisk í skólanum og leikskólanum. „Mánudagar eru vinsælustu dagarnir en jafnframt eru föstudagarnir líka vinsælir en þá er fólk kannski að kaupa lax eða bleikju til að skella á grillið eða í ofninn.“

 

Verslunin er, eins og fyrr sagði, í  Skipholti 70 í Reykjavík og er opin alla virka daga frá 10–18.30. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á https://fiskbudfusa.com/ og á https://www.facebook.com/fiskbudfusa/

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum