fbpx
Mánudagur 17.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Barnamenningarhátíð í Kópavogi sett í gær!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölbreyttir þátttökuviðburðir og tónleikar fyrir börn á öllum aldri í menningarhúsum Kópavogs.

Menningarhúsin í Kópavogi bjóða börnum í leik- og grunnskólum upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá á Barnamenningarhátíð sem fer fram vikuna 8. – 13. apríl. Auk fjölda smiðja og tónleika verða verk eftir nemendur til sýnis á Bókasafni Kópavogs, Náttúrúfræðistofu og Gerðarsafni en nemendahóparnir hafa unnið að verkunum sem sýnd verða í allan vetur.

Í Salnum fara alls 8 viðburðir fram; tónleikar með Dúó Stemmu fyrir leikskólabörn, fyrir nemendur á miðstigi grunnskólans sýningin The Fluteman Show sem er samstarfsverkefni Menningarhúsanna og Listar fyrir alla og hljómsveitin Mandólín fer á heimshornaflakk með unglingum.

Í Gerðarsafni verður hreyfimyndasmiðja með Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur og Atla Arnarssyni, höfundum Marglitu marglyttunnar, en þau kenna nemendum í 3. og 4. bekk að gera stuttar hreyfimyndir með spjaldtölvum en alls fara fram 10 smiðjur. Á 1. hæð stendur sýningin Fögnum fjölbreytileikanum yfir en unglingar í Vatnsendaskóla unnu í vetur verk undir handleiðslu myndlistarkonunnar Melanie Bonaldo. Verk nemenda fjalla um þeirra upplifun af fordómum.

Á Bókasafni Kópavogs  er  5. bekkingum boðið að kynnast hugleiðslu með jógahjartanu og allir geta tekið þátt í verkefninu HEIMA. Afrakstur vinnu með nemendum sem eru öll af erlendu bergi brotin myndar sýninguna HEIMAsem hægt er að taka virkan þátt í á meðan á hátíðinni stendur.

Í Náttúrufræðistofu verður nemendum í 1. og 2. bekk boðið að skapa sinn uppáhalds fugl eða-fjall en sýning á verkefnum leikskólanema snýst einmitt um fugla og fjöll sem nemendur unnu í samstarfi við verkefnastjóra Menningarhúsanna.

Laugardaginn 13. apríl lýkur Barnamenningarhátíð í Kópavogi með dagskrá í Menningarhúsunum frá klukkan 11:30 – 16:00 sem ætluð er allri fjölskyldunni. Smiðjur líkt og  þær sem nemendur tóku þátt í á Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu og Gerðarsafni verða á dagskrá, tónleikar með Dúó Stemmu í Salnum og bæjarlistamaður Kópavogs, Stefán Hilmarsson, kemur fram í Gerðarsafni ásamt nemendum úr Tónlistarskóla-og Skólahljómsveit Kópavogs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Nefstíflur loksins horfnar!

Nefstíflur loksins horfnar!
Kynning
Fyrir 5 dögum

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru
Kynning
Fyrir 1 viku

Lumon svalalokunarkerfi frá Ál og Gler: Sumarið er langbest úti á svölum!

Lumon svalalokunarkerfi frá Ál og Gler: Sumarið er langbest úti á svölum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Dropi frá True Westfjords: Kaldunnið vestfirskt þorskalýsi

Dropi frá True Westfjords: Kaldunnið vestfirskt þorskalýsi
Kynning
Fyrir 2 vikum

Volcano Trail Run

Volcano Trail Run
Kynning
Fyrir 2 vikum

Fjögurra skóga hlaupið: Náttúrufegurð og veðursæld

Fjögurra skóga hlaupið: Náttúrufegurð og veðursæld