fbpx
Laugardagur 20.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Kynning

SUMARSKÓLI TBR 2019

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 5. apríl 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarskóli TBR hefur verið starfræktur í um 30 ár. Þetta er alhliða íþróttaskóli og eru fjölmargar íþróttagreinar á dagskrá. Badmintoníþróttin skipar þó veglegan sess, enda er hún aðalíþrótt TBR. Við starfrækjum íþróttaskóla fyrir 6–13 ára börn í sumar. Skipt er í hópa eftir aldri.

Á námskeiðinu er stefnt að því að kynna nemendum helstu grunnatriði badmintoníþróttarinnar, s.s. grip, uppgjöf og háhögg. Kennslan fer bæði fram á leikjaformi og í formi tækniæfinga og skiptist erfiðleikastig þeirra eftir aldri og getustigi þátttakenda. Einnig kynnast nemendur helstu leikreglum.

Við leggjum mikla áherslu á að námskeiðið sé fjölbreytt, ánægjulegt og skemmtilegt og við nýtum okkar frábæra staðsetningu í Laugardalnum og einnig spennandi lóð umhverfis TBR-húsið. Áhersla er lögð á fjöruga leiki og þroskandi og við erum mikið úti við ef veður leyfir. Á hverju námskeiði er m.a. farið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og í sund í Laugardalslaug. Í lok hvers námskeiðs er pylsupartí, leikið í hoppukastala og fleira skemmtilegt gert.

Boðið verður upp á bæði heils- og hálfsdagsvistun, frá kl. 9–13 og 9–16. Möguleiki er á gæslu frá kl. 8–9 og frá kl. 16–17. Þá er boðið upp á léttan hádegisverð fyrir þau börn sem eru í heilsdagsvistun.

Þjálfarar eru m.a. Atli Jóhannesson íþróttafræðingur, Árni Þór Hallgrímsson badmintonþjálfari, Jóhann Kjartansson badmintonþjálfari, o.fl. Öll börn í Sumarskólanum fá jafna viðurkenningu fyrir þátttöku og verðlaunapening eins og stefna ÍSÍ í þjálfun barna og unglinga segir til um.

Námskeið 1 –  11. júní–21. júní      ** 8 daga námskeið

Námskeið 2 – 24. júní–5. júlí         ** 10 daga námskeið

Námskeið 3 – 6. ágúst–16. ágúst    ** 9 daga námskeið

Upplýsingar og innritun eftir 9. maí í síma 581-2266.

Verð á námskeiðum:

8 daga námskeið:
Verð er 11.800  kr. fyrir námskeið kl. 9–13
– 21.200 kr. fyrir námskeið kl. 9–16

9 daga námskeið:
Verð er 13.300  kr. fyrir námskeið kl. 9–13
– 23.900 kr. fyrir námskeið kl. 9–16

10 daga námskeið:
Verð er 14.700 kr. fyrir námskeið kl. 9–13
– 26.500 kr. fyrir námskeið kl. 9–16.

Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur, Gnoðarvogi 1, 104 Reykjavík

Skráning hefst 10. maí í síma 581-2266

Nánari upplýsingar á tbr.is

Netpóstur: tbr@tbr.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Ferðafélag Íslands: Göngur í þágu umhverfisins

Ferðafélag Íslands: Göngur í þágu umhverfisins
Kynning
Fyrir 1 viku

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar: Skíðað í dölunum tveim um páskana

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar: Skíðað í dölunum tveim um páskana
Kynning
Fyrir 3 vikum

Skíðasvæðið í Dalvík: Falin fjallaparadís

Skíðasvæðið í Dalvík: Falin fjallaparadís
Kynning
Fyrir 3 vikum

Stracta hótel: Náttúruperlur til allra átta

Stracta hótel: Náttúruperlur til allra átta