fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Golfparadísin Hellishólar

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 26. apríl 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil uppbygging hefur átt sér stað á golfvellinum Hellishólum undanfarin ár. Víðir Jóhannsson er þar eigandi og rekstraraðili. „Þegar ég tók við 2004 var hér 9 holu golfvöllur ásamt nokkrum sumarhúsum. Síðan þá hefur verið mikil uppbygging og í dag er á Hellishólum 36 herbergja hótel, 15 herbergja gistiheimili, 24 sumarhús, veitingasalur fyrir 150 manns, leiksvæði fyrir börn, veiðivatn, tjaldsvæði þar sem yfir 60 hjólhýsi hafa fasta setu ásamt stóru tjaldsvæði fyrir þá sem vilja gista stutt. Einnig eru 2 baðhús fyrir gesti okkar ásamt glæsilegum 9 holu golfvelli,“ segir Víðir.

Hvernig er að reka golfvöll úti á landsbyggðinni?

„Frá 2004 til 2008 endurbætti ég golfvöllinn og gerði hann að glæsilegum 9 holu golfvelli. Mikið var um golfmót á vegum GSÍ og voru afrekskylfingar okkar hér með æfingabúðir ár eftir ár. Golfvöllurinn þótti erfiður og sennilega einn af erfiðustu golfvöllum landsins. Árin 2008 til 2010 stækkaði ég golfvöllinn og gerði hann að 18 holu golfvelli ásamt æfingasvæði og einnig lítinn par 3 völl.

Því var hér 18 holu völlur frá árinu 2010 til 2018. Í fyrra ákvað ég svo að breyta vellinum aftur í 9 holu völl. Það fylgir gríðarlegur kostnaður því að reka 18 holu golfvöll. Auðvitað er sárt að þurfa að draga svona saman og horfa á eftir gríðalegri vinnu og peningum við uppbyggingu 18 holu golfvallar og fara niður í 9 holur, en þar liggja ýmsar ástæður á bak við.“

Víðir lætur gosið í Eyjafjallajökli, 2010, ekki stoppa sig í að spila golf.

Sér ekki eftir neinu

„Klúbburinn okkar á Þverárgolfvelli er frekar lítill, einungis 60 meðlimir. Því þurftum við að treysta á golfmót og auglýsingar ásamt styrktaraðilum til að reka hér 18 holu golfvöll. Sú stjórn sem var hjá GSÍ var mikill stuðningsaðili við golfklúbba á landsbyggðinni, en eftir að skipt var um stjórn fyrir örfáum árum hefur áhersla nýrrar stjórnar ekki verið eins. Því misstum við af stórum golfmótum og æfingabúðum frá Golfsambandi Íslands. Þessi stuðningur, sem var forsendan fyrir rekstri golfklúbbsins, hvarf og því var ekkert annað í stöðunni en að fara til baka og gera golfvöllinn að 9 holu velli aftur. Ég sé ekki eftir neinu og bý að mikilli reynslu í rekstri golfvalla.“

Fljótshlíðin er falleg.

Er golfíþróttin á villigötum?

„Engu að síður er golfvöllurinn núna mjög skemmtilegur. Við erum búin að gera hann léttari og þægilegri fyrir hinn almenna golfara. Allavega sjáum við núna brosandi andlit og fáum mikið hrós frá golfurum. Einnig er það mikið umhugsunarefni hvort golfíþróttin sé á villigötum með 18 holu golfvöllum þar sem það tekur heillangan tíma að spila 18 holur og margir kjósa að eyða frítíma sínum meira með fjölskyldunni. 9 holu golfhringur tekur ekki nema um 2 klukkustundir á meðan 18 holur taka 4–5 klukkustundir.“

Golfvöllurinn á Hellishólum er alger fjölskylduparadís

„Árið 2018 var mikið rigningarár og var alls staðar mikill samdráttur í golfi á Íslandi. Ég vona svo sannarlega að 2019 verði okkur Íslendingum gott ár í veðri og vindum og verði golfíþróttinni styrkur í betri aðsókn í golf. Golfíþróttin er mikil fjölskylduíþrótt og góð útivist fyrir alla og mikil heilsubót. Vegna þess að Hellishólar eru mikil fjölskylduparadís er hér margir ferðamenn og fjöldi Íslendinga sem gistir hér á hótelinu, í sumarhúsum eða í eigin hjólhýsum og tjöldum og spila golf,“ segir Víðir.

Hellishólar ehf. – Fljótshlíð – Suðurlandi
Sími: 487-8360
Netpóstur: hellisholar@hellisholar.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum