fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

GKG – „Sumar allt árið“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 26. apríl 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG, tekur vel á móti nýjum félögum og býður upp á heilsársþjónustu hjá. GKG hefur yfir að ráða 18 holu keppnisvelli sem og níu holu velli sem hentar kylfingum á öllu getustigi. Einnig er þar æfingasvæði fyrir lengri og styttri högg og, ekki síst, fullkomin inniæfingaaðstaða bæði í Íþróttamiðstöðinni og í Kórnum. Veturinn hefur verið mildur og er búist við að vellirnir komi vel undan vetri, því verður hægt að hefja leik fyrr en oft áður. Veðurfarið þegar líður nær vori ræður þó öllu um það.

Öflugt félagsstarf

Skemmtilegt félagsstarf tryggir góða stemningu meðal félagsmanna og í GKG er starfrækt mikið og gott félagsstarf. Kvennanefnd GKG stendur fyrir viðburðum allt árið sem og öldunganefndin sem stendur einnig fyrir æfingum og viðburðum. Í GKG er öflugt mótahald sem kröftugur hópur mótanefndar sér um. Starf dyggra sjálfboðaliða er ómetanlegt í GKG.

Metnaðarfullt barna- og unglingastarf

Í GKG er rekið heilsársuppbyggingar- og afreksstarf og hvergi í heiminum eru fleiri börn og unglingar sem stunda golf hjá sama golfklúbbnum! Af 2.000 félögum eru um 600 börn og unglingar. „Af öllum golfklúbbum á landinu telur GKG flest ungmenni yngri en 16 ára. Það er mjög ánægjulegt að hafa úr svo miklum efnivið að moða til framtíðar,“ segir Úlfar Jónsson íþróttastjóri.

Fyrir byrjendur 6–12 ára henta sumarnámskeiðin vinsælu mjög vel. Fyrir þau sem vilja taka næsta skref og jafnvel æfa allt árið er boðið upp á æfingar utandyra á sumrin og innanhúss í Íþróttamiðstöðinni og í Kórnum.

Fyrir félagsmenn 8–21 árs eru í boði æfingar rúmlega 10 mánuði á ári. Vetraræfingar hefjast í byrjun nóvember ár hvert og sumaræfingum lýkur um miðjan september. Vikulegu golfleikjanámskeiðin á sumrin hafa verið gríðarlega vinsæl undanfarin ár og reynst vel sem fyrsta skrefið í að kynnast golfinu.

Afrekskylfingar

GKG á fjölmarga kylfinga í fremstu röð með Birgi Leif Hafþórsson í fararbroddi. Afrekskylfingar GKG landa Íslandsmeistaratitlum af miklum móð og sá grunnur sem lagður er í heilsársþjálfun ungra kylfinga gefur fyrirheit um bjarta framtíð á afrekssviðinu.

Æfingaaðstaða með því besta sem gerist á landinu

„Æfingasvæðið okkar er stórt og við erum mjög stolt af inniaðstöðunni sem gerir okkur kleift að stunda íþróttina allt árið um kring. Þar er hægt að pútta, vippa, æfa og spila golf í fullkomnum Trackman-golfhermum. Öll aðstaða til golfiðkunar á svæði klúbbsins er með því sem besta sem gerist á landinu. Við leggjum áherslu á að vera í fararbroddi í aðbúnaði og atlæti, jafnt gagnvart afreksfólki og þeim sem skemmra eru á veg komin. Við höfum líka lagt áherslu á að fjölga stúlkum sem leika golf og hefur það skilað góðum árangri,“ segir Úlfar og hvetur áhugasama til þess að fylgjast með GKG á Facebook.

Trackman-golfhermar

Golf er svo sannarlega heilsársíþrótt í GKG, en með fullkomnum golfhermum geta kylfingar leikið á mörgum af frægustu völlum heims. Upplifun þeirra sem spila er nánast eins og að vera úti á golfvellinum í 20 stiga hita og logni. Allt umhverfið er til fyrirmyndar og eru golfhermar GKG því góður valkostur fyrir alla, hvort sem ætlunin er að æfa, spila nokkrar holur eða setja upp mót.

Hvernig byrja ég í golfi?

Hefur þig langað að byrja í golfi en veist ekki hvernig þú átt að bera þig að? Best er að skrá sig á námskeið og læra grunnatriðin. Með því að gerast félagsmaður GKG færðu aðgang að nýliðanámskeiði sem stendur yfir einu sinni í viku, frá miðjum maí til lok júlí. Fjölbreytt styttri og lengri námskeið fyrir kylfinga af öllum getustigum, sem og einkakennsla, eru í boði hjá PGA-kennurum GKG. Þessi námskeið eru opin öllum, fyrir félagsmenn eða þá sem eru utan félagsins. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu GKG, en einnig er hægt að hafa samband við Úlfar, ulfar@gkg.is.

Fleiri námskeið

Að sögn Úlfars Jónssonar bjóða kennarar klúbbsins upp á fjölbreytta þjónustu eins og t.d. einkatíma, hóptíma og hjónatíma. Ýmiss konar námskeiðahald fer fram allt árið en oftast er um að ræða kvöld- og helgarnámskeið, auk æfingahópa sem hægt er að taka þátt í.

Veitingastaðurinn Mulligan

Boðið er upp á ljúffengan hádegismat á sanngjörnu verði alla virka daga og hefðbundna rétti af matseðli. Einnig sýnum við boltann í beinni og að sjálfsögðu frá stærstu mótaröðunum, PGA og LPGA.

Svæði félagsins er annars vegar í landi Garðabæjar og hins vegar í landi Kópavogs – eins og nafnið ber með sér. Vallarstæðið er í Vetrarmýri í landi Vífilsstaða í Garðabæ og í Leirdal ofan við Salahverfi í Kópavogi.

Nánari upplýsingar má nálgast á www.gkg.is og Facebook: GKG

Pantanir í golfherma: 565-7373

Aðalnúmer: 570-7373

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla

Parketslípun Meistarans: Ástríða, þekking og reynsla
Kynning
Fyrir 2 vikum

Opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn alla verslunarmannahelgina: Forspáar hænur, ný leiktæki og verkalýðsdrottningar

Opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn alla verslunarmannahelgina: Forspáar hænur, ný leiktæki og verkalýðsdrottningar
Kynning
Fyrir 3 vikum

Saffran 10 ára: Opnar aftur í Glæsibæ og á Dalvegi eftir glæsilegar endurbætur

Saffran 10 ára: Opnar aftur í Glæsibæ og á Dalvegi eftir glæsilegar endurbætur
Kynning
Fyrir 3 vikum

Kynlífstækjaverslunin Hermosa.is: „Engin þörf á að feika það“

Kynlífstækjaverslunin Hermosa.is: „Engin þörf á að feika það“
Kynning
Fyrir 3 vikum

Arctic Barley: Ný og poppuð íslensk heilsufæða

Arctic Barley: Ný og poppuð íslensk heilsufæða
Kynning
Fyrir 3 vikum

Smartfix snjalltækjaþjónusta: Góð þjónusta og sanngjarnt verð

Smartfix snjalltækjaþjónusta: Góð þjónusta og sanngjarnt verð
Kynning
Fyrir 3 vikum

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Kynning
Fyrir 4 vikum

RÍSÍ: Rafíþróttir – Miklu meira en bara að spila tölvuleik

RÍSÍ: Rafíþróttir – Miklu meira en bara að spila tölvuleik
Kynning
Fyrir 4 vikum

Leiktu þér betur með Pennanum

Leiktu þér betur með Pennanum