fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Shine: Fólskufríar snyrtivörur á viðráðanlegu verði

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 12. mars 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húð- og snyrtivöruverslunin Shine í Glæsibæ hefur heldur betur fengið make-over yfirhalningu eftir að Xailette Bustamante tók við rekstrinum í desember síðastliðinn. „Við lokuðum versluninni í eina viku í janúar og breyttum algerlega um útlit verslunarinnar. Einnig höfum við tekið inn ný merki til þess að sinna fjölbreyttari kúnnahóp. Í dag erum við með yfir 20 snyrtivörumerki,“ segir Xailette, sem er frá Venezuela og er fatahönnuður að mennt og með mikla reynslu af tískubransanum. Einnig er hún útskrifuð sem förðunarfræðingur úr Reykjavík Makeup School. Shine rekur að auki snyrtivöruverlsun á netinu á heimasíðunni shine.is.

Fólskufríar snyrtivörur eru ekki prófaðar á dýrum

Snyrtivöruverslun Shine er þekkt fyrir að vera með cruelty free snyrtivörur eða merki sem gera ekki prófanir á dýrum og hefur verið staðsett í Glæsibæ í um eitt ár. „Við tókum inn töluvert af nýjum snyrtivörum hvaðanæva að sem allar eru cruelty free eða fólskufríar, en eru sumar hverjar einnig lífrænar og vegan. Með því viljum við þjónusta sístækkandi kúnnahóp sem gera kröfur um cruelty free snyrtivörur. Auk þess er okkar metnaður að valda sem minnstum skaða á umhverfi okkar og því veljum við eingöngu snyrtivörur sem uppfylla þessi skilyrði.“

 

Enn fjölbreyttara vöruúrval

„Einnig erum við með kóreskar snyrtivörur, en kóreumenn eru þekktir innan snyrtivöruheimsins fyrir að vera afar framarlega í húðumhirðubransanum. Við viljum halda áfram með að taka inn nýjar vörur allstaðar að úr heiminum til þess að geta boðið upp enn á fjölbreyttara vöruúrval. Einnig leggum við áherslu á að taka inn snyrtivörur sem eru á viðráðanlegu verði fyrir flesta. Við viljum að allir sem hafa áhuga, hafi efni á því að fjárfesta í góðum snyrtivörum.“

Kvöldnámskeið í förðun

Í versluninni er boðið upp á helgarnámskeið í förðun á laugardögum frá 14:30-19:30 eða á sunnudögum frá 14:00-17:00. „Það eru fjórir á námskeiðinu í senn og því getum við sniðið námskeiðið að því sem kúnninn vill læra. Sumir vilja læra auðvelda dagförðun sem hentar þeirra andlitslagi, aðrir vilja fullkomna eyeliner fyrir sitt augnalag og enn aðrir vilja læra skyggingu eða contour-highlight tæknina. Förðunarfræðingurinn kennir þá út frá því sem kúnninn er að leitast eftir.“

 

Förðun fyrir hvers kyns tilefni

„Við bjóðum einnig upp á förðun fyrir hvers kyns tilefni, hvort sem um er að ræða dagförðun, giftingarförðun eða jafnvel fyrir karníval. Við sjáum um þetta allt og hægt er að panta hjá okkur í gegnum síma 773-4877 eða netpóst: shine@shine.is.

 

Við getum alltaf lært af ólíkum menningarheimum

„Ég er frá Venezuela og hef búið á Íslandi í þrjú ár. Þann tíma hef ég verið heimavinnandi að sjá um börnin og fjölskylduna. Bakgrunnur minn er í fatahönnun og á sýningum er ég vön að sjá um að hanna heildarútlitið. Þá sé ég um að mála fyrirsæturnar og fleira. Því hef ég öðlast fjölbreytta reynslu í förðun. Í dag er ég að gera það sem ég elska að gera og mig langar að miðla þekkingu minni til Íslendinga, því ég trúi því að við getum alltaf lært af ólíkum minningarheimum. Helsti munurinn á milli Íslands og Venezuela er sá að í Venezuela er fegurðarbransinn aðeins öfgakenndari en hér á Íslandi. Sjálfri finnst mér mikilvægt að hafa gaman af förðun og að draga fram með henni náttúrulega fegurð hvers og eins. Því það sem er mikilvægast af öllu er að njóta sín til fullnustu,“ segir Xailette.

Shine.is er netverslunin okkar og býður upp á gott vöruúrval af cruelty free snyrtivörum. Frí heimsending er á pöntunum yfir 6.000 kr. um allt land.

Shine er staðsett að Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík.
Sími: 773-4877
Netpóstur: shine@shine.is
Facebook: Shineiceland
Instagram: shine.is
Snap: shine.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum