fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Kynning

Húðin Skin Clinic: Heilbrigðari húð og aukin vellíðan

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 3. febrúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húðin Skin Clinic er húðmeðferðarstöð að Hátúni 6b í Reykjavík þar sem veittar eru fjölbreyttar húðmeðferðir og afar fagleg þjónusta. Þar starfa Lára G. Sigurðardóttir, sem er læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, Sigríður Arna Sigurðardóttir, hjúkrunar- og förðunarfræðingur, Drífa Ísabella Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur og Esther Helga Ólafsdóttir, móttökuritari og snyrtifræðingur.

 

Viðskiptavinir Húðarinnar Skin Clinic geta verið vissir um að fá góða þjónustu sem veitt er af menntuðu og þrautþjálfuðu fagfólki. Áhersla er lögð á að halda náttúrulegu útliti og húðinni heilbrigðri og fallegri. Auk fjölda húðmeðferða er boðið upp á einstaklingsmiðaða ráðgjöf.

 

Sársaukalaus háreyðing með laser

Háreyðing með laser er ein vinsælasta meðferðin hjá Húðinni bæði hjá körlum og konum. Rakstur og vax valda oft inngrónum hárum og hverfur það vandamál gjarnan eftir lasermeðferð. Lasermeðferðin eyðir hvimleiðum hárum varanlega eða í langan tíma.

Húðin Skin Clinic

Í janúar erum við með 20% afslátt af laser háreyðingu og því um að gera að stökkva á tilboðið ef þig langar að prófa.

 

Lára G. Sigurðardóttir hjá Húðinni bendir á að margir óttist lasermeðferðir þar sem þær hafa haft orð á sér fyrir að vera sársaukafullar. „Við notum hins vegar lasertæki sem byggir á annarri tækni en þeirri hefðbundnu og hjá okkur er meðferðin ekki sársaukafull heldur beinlínis notaleg. Vissulega eru sum svæði viðkvæmari, til dæmis þar sem eru margir taugaendar.“

 

Frábært tilboð á andlitslyftingu með laser

Önnur vinsæl meðferð er andlitslyfting með laser, sem gengur oftast undir nafninu laserlyfting. „Þetta er andlitslyfting án skurðaðgerðar þar sem laser er notaður til að byggja upp húðina innan frá. Línur minnka og húðin verður þéttari, sléttari, hraustlegri og unglegri.

Húðin Skin Clinic

Okkur langar að gera vel við viðskiptavini okkar og bjóðum því þessa eftirsóttu meðferð með 20% afslætti í febrúar og því ættu vonandi fleiri að geta nýtt sér hana, en verðið hjá okkur er nú þegar í lágmarki.

 

Fyllt upp í djúpar línur með áhrifaríkum hætti

Notkun á Restylane fylliefni til að fylla í djúpar línur í húðinni er önnur vinsæl og áhrifarík meðferð hjá Húðinni. Restylane, sem er gert úr náttúrulegu rakaefni húðarinnar, er sett rétt undir húðina og henni lyft. Þannig hverfa línurnar eða verða minna sýnilegar. Varir minnka oft með aldrinum og einnig er hægt að nota Restylane til að gefa meiri fyllingu í þær. Eftir meðferð með fylliefnum er ekki óalgengt að heyra hve úthvíldur maður er eða líti vel út.

 

Húðslípun til að fríska upp á húðina

Húðslípun (microdermabrasion) er vinsæl meðferð hjá ungu fólki enda vinnur hún gegn bólum og fílapenslum. Notað er demantshúðslípunartæki sem fjarlægir dauðar húðfrumur og örvar endurnýjun ysta lags húðarinnar. Meðferðin gerir húðina sléttari og jafnar litaáferð auk þess sem hún virkar á þurra húð og gefur aukinn ljóma.

Húðin Skin Clinic

Lára segir jafnframt að auk meðferðanna leggi stofan áherslu á hvað fólk geti gert sjálft til að hlúa vel að húðinni enda hefur lífsstíll mikið að segja um hvernig húðin stenst tímans tönn.

 

Gjafabréf að eigin vali

Gjafabréf í húðmeðferð hefur notið mikilla vinsælda á þeim tímum sem við lifum þegar fólk hefur sankað að sér mörgum hlutum og vill kannski frekar fá upplifun eða vellíðan í gjöf.

 

Á vandaðri heimasíðu Húðarinnar, hudin.is, eru ítarlegar upplýsingar um allar meðferðir. Einnig eru veittar upplýsingar í síma 783-2233. HÚÐIN skin clinic er í Hátúni 6b, 105 Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi

Fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Kynning
Fyrir 1 viku

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi

Narfeyrarstofa: Framúrskarandi matur í fallegu umhverfi
Kynning
Fyrir 1 viku

Sundlaug Patreksfjarðar: Stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn og bæinn

Sundlaug Patreksfjarðar: Stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn og bæinn
Kynning
Fyrir 1 viku

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali
Kynning
Fyrir 2 vikum

Græna tunnan: Endurvinnsla framtíðarinnar

Græna tunnan: Endurvinnsla framtíðarinnar
Kynning
Fyrir 2 vikum

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun

Matreiðslunámskeið Dóru: Grænkeramatreiðsla, vegan-lífsstíll og minni matarsóun
Kynning
Fyrir 3 vikum

Stjörnustríð í Hörpu: Bíótónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af!

Stjörnustríð í Hörpu: Bíótónleikar sem enginn kvikmyndaunnandi má missa af!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn

Black Beach Tours: Ógleymanleg upplifun í Þorlákshöfn