fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Stjörnusnakk: Uppáhaldssnakk allra Íslendinga, og Kanadamanna

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert veisluborð fullkomnað án þess að þar sé að finna skál með brakandi snakki frá Iðnmark. Þetta vita allir Íslendingar. „Stjörnusnakkið og poppkornið okkar sómir sér á hvaða veisluborði sem er, hvort sem um er að ræða barnaafmæli, fermingarveislur, fertugsafmæli, Game of Thrones fjölskyldukvöld eða hvaðeina. Svo er auðvitað algerlega óviðunandi að halda Júróvísjónpartý án þess að bjóða upp á að minnsta kosti þrjár tegundir af snakki frá okkur. Ég mæli sérstaklega með Beikonbitum með paprikuídýfu. Það er tvenna sem klikkar ekki,“ segir Sigurjón.

Snakkgjá á milli íslensku þjóarinnar

„Við hjá Iðnmark framleiðum margar gerðir af snarli eins og Stjörnupopp í ýmsum bragðtegundum. Snakktegundirnar okkar eru einnig fjölbreyttar svo sem paprikustjörnur, ostastjörnur og stjörnur með sýrðum rjóma. Okkur skilst að þjóðin skiptist í þrennt út frá því hvaða stjörnur eru í uppáhaldi. Við staðfestum ekkert um það, enda hafa aldrei verið gerðar neinar rannsóknir á því, en til öryggis mælum við með því að bjóða alltaf upp á að minnsta kosti tvær gerðir af stjörnum í hverju boði. Einnig erum við með stökka beikonbita, ostapuffs, skrúfur og hringi með annars vegar paprikukryddi og hins vegar salt og pipar. Svo er auðvitað hið sívinsæla Partý mix,“ segir Sigurjón.

Hrifin af íslensku snakki

Fyrir ekki svo löngu fengu starfsmenn Iðnmarks skilaboð frá kanadísku pari sem lofsamaði snakkið frá Iðnmark í hástert. „Allar okkar snakktegundir eru auðvitað ljúffengar en kanadíska parið lofaði sérstaklega 4X-Mix með paprikubragði. Sjálfur er ég meira beikonbitamaður en ég skil vel hrifninguna,“ segir Sigurjón. Lestu um Kanadamennina sem kolféllu fyrir íslensku snakki hér.

Ferðamennirnir Jen Goldberg og J. Wallace Skelton með Partý mix í bílnum.

Parið frá Toronto, Kanada, dvaldi hér á landi í nokkra daga og gjörsamlega féll fyrir íslensku snakki. „Skilaboðin frá parinu gladdi okkur hér í Iðnmarki mjög. Og að sjálfsögðu sendum við þeim fullan kassa af uppáhaldssnakkinu sínu,“ segir Sigurjón. Það er ljóst að það eru ekki bara Íslendingar sem hafa smekk fyrir snakkinu frá Iðnmarki. Ferðamenn eru komnir á bragðið og jafnvel farnir að krefjast þess að fá það keypt í búðum erlendis.

Hvað er næst Sigurjón? Heimsyfirráð?

„Enn sem komið er fæst snakkið frá Iðnmarki eingöngu í búðum hér á landi en hver veit. Kannski stefnir Iðnmark á að flytja út íslenskt snakk,“ segir Sigurjón.

Snakkið frá Iðnmark fæst í velflestum matvörubúðum hér á landi. Nældu þér í poka af brakandi snakki. Þú sérð ekki eftir því.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú
Kynning
Fyrir 3 dögum

Filmarinn: Öll alhliða límfilmuþjónusta

Filmarinn: Öll alhliða límfilmuþjónusta
Kynning
Fyrir 4 dögum

Flensborg sýnir Systra Akt: Mikil kómík, skrautlegir karakterar og dásamleg tónlist

Flensborg sýnir Systra Akt: Mikil kómík, skrautlegir karakterar og dásamleg tónlist
Kynning
Fyrir 4 dögum

Bílageirinn: ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR BÍLINN ÞINN

Bílageirinn: ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR BÍLINN ÞINN
Kynning
Fyrir 1 viku

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Tilboð á aukahlutum í KitchenAid í Raflandi!

Tilboð á aukahlutum í KitchenAid í Raflandi!
Kynning
Fyrir 1 viku

Barnaloppan: Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!

Barnaloppan: Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!
Kynning
Fyrir 1 viku

Agu.is: Vönduð og litrík íslensk hönnun

Agu.is: Vönduð og litrík íslensk hönnun