fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Kanadískir ferðamenn elska íslenskt Stjörnu Partý mix: „Ómögulegt að borða þetta snakk hægt“

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 09:30

Ferðamennirnir Jen Goldberg og J. Wallace Skelton með Partý mix í bílnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má með sanni segja að Íslendingar kunni að búa til ljúffengt snakk enda snarlmenningin innlimuð í íslenskt DNA. Þetta hlýtur Kári Stefánsson að geta staðfest. Einnig kannast velflestir Íslendingar við hið rammíslenska Stjörnusnakk sem fólk á öllum aldri og kynjum elska, enda ljúffengt snarl og algerlega ómissandi á mannamótum.

Ómögulegt að borða snakkið hægt!

„Við fengum skemmtileg skilaboð frá kanadískum ferðamönnum um daginn þar sem snakkið okkar var lofsamað í hástert,“ segir Sigurjón. Ferðamennirnir eru kanadískt par að nafni Jen Goldberg og J. Wallace Skelton. Það virðist sem þau hafi gjörsamlega fallið fyrir snakkinu hér á Íslandi og ákveðið að grípa nokkra poka með sér aftur til Kanada. Svo virðist sem þau hafi orðið uppiskroppa með snakkbirgðir og segjast þau í skilaboðinum vera sorgmædd yfir að eiga ekki lengur íslenskt snakk. Einnig biðla þau til Iðnmarks um að vinsamlegast veita upplýsingar um hvort hægt sé að kaupa snakkið einhversstaðar í Kanada. Þeim virðist mjög í mun að verða sér úti um fleiri poka af íslensku snakki.

 

 Það er sorg að segja frá því að við vorum að klára síðasta pokann (sem tók alls ekki langan tíma – það er ómögulegt að borða þetta snakk hægt!)

 

Í öðrum skilaboðu frá þeim segja þau:

Við vorum að klára síðasta snakkpokann sem við fluttum með okkur til Kanada og langar til þess að vita hvort varan ykkar sé fáanleg einhversstaðar í Kanada…

 

Beikonbitamaður í húð og hár

„Við framleiðum margar gerðir snakki og poppkorni eins og Stjörnupopp í ýmsum bragðtegundum. Snakktegundirnar okkar eru einnig fjölmargar svo sem paprikustjörnur, ostastjörnur og stjörnum með sýrðum rjóma. Einnig erum við með stökka beikonbita, skrúfur og hringi með annars vegar papriku eða salt og pipar. Svo er hið sívinsæla Partý mix. Allar þessar snakktegundir eru auðvitað ljúffengar en kanadíska parið lofaði sérstaklega Party 4X-Mix með paprikubragði. Sjálfur er ég meira beikonbitamaður en ég skil vel hrifninguna,“ segir Sigurjón.

Parið sendi Iðnmarki tvenn skilaboð, annars vegar í netpósti og hinsvegar á facebook og var greinilega mjög í mun að við vissum hversu gómsætt þeim þætti snakkið.

 

Hér má lesa bæði skilaboðin í fullri lengd:

Besta snakk í heimi!

„Þetta snakk er besta snakk í heimi! Við borðuðum það í tjaldferð okkar um Ísland í ágúst 2018 og fluttum nokkra snakkpoka með okkur til Kanada. Það er sorg að segja frá því að við vorum að klára síðasta pokann (sem tók alls ekki langan tíma – það er ómögulegt að borða þetta snakk hægt!) Er einhver dreifingaraðili fyrir vörurnar ykkar hér í Kanada? Getum við pantað snakk frá ykkur og fengið það sent hingað? Gerið það, hjálpið okkur! Takk fyrir að búa til svona ljúffengt snakk. Við elskum Ísland svo mikið og getum ekki beðið eftir að koma aftur með restina af fjölskyldu okkar. Ástarkveðjur, Jen og Jon. Toronto, Kanada.“

Jen Goldberg á facebook

„Við vorum á Íslandi síðastliðinn ágúst og gjörsamlega féllum fyrir snakkinu ykkar! Við keyrðum hringinn á fimm dögum, sváfum í tjaldi og gæddum okkur á snakkinu ykkar alla leiðina. Við vorum að klára síðasta snakkpokann sem við fluttum með okkur til Kanada og langar til þess að vita hvort varan ykkar sé fáanleg einhversstaðar í Kanada eða hvort við gætum pantað meira snakk. Uppáhaldið okkar er 4x mix með papriku. Svoooo gott! Vinsamlegast látið okkur vita ef þið getið hjálpað okkur. NAAAMMMM.“

Eins og sést á skilaboðunum hér að ofan fara kanadísku ferðamennirnir ekki í launungar með hversu gott þeim þótti snakkið frá íslenska snarlframleiðslufyrirtækinu Iðnmark. Í milljónaborginni Toronto er hægt að komast í fjöldann allan af ljúffengu snakki og snarli, en parið kanadíska féll gjörsamlega fyrir 4x-Mixinu frá Iðnmark. „Það segir augljóslega töluvert um gæði snakksins okkar. Ætli hér á Íslandi fáist besta snakk í heimi? Það finnst allavega uppáhalds kanadísku ferðamönnunum okkar,“ segir Sigurjón.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 dögum

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú

Vaka: Þjónusta númer eitt, tvö og þrjú
Kynning
Fyrir 2 dögum

Filmarinn: Öll alhliða límfilmuþjónusta

Filmarinn: Öll alhliða límfilmuþjónusta
Kynning
Fyrir 3 dögum

Flensborg sýnir Systra Akt: Mikil kómík, skrautlegir karakterar og dásamleg tónlist

Flensborg sýnir Systra Akt: Mikil kómík, skrautlegir karakterar og dásamleg tónlist
Kynning
Fyrir 3 dögum

Bílageirinn: ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR BÍLINN ÞINN

Bílageirinn: ALLT Á EINUM STAÐ FYRIR BÍLINN ÞINN
Kynning
Fyrir 1 viku

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!

LED húsnúmer: Geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Tilboð á aukahlutum í KitchenAid í Raflandi!

Tilboð á aukahlutum í KitchenAid í Raflandi!
Kynning
Fyrir 1 viku

Barnaloppan: Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!

Barnaloppan: Einfalt og þægilegt fyrir þig – og umhverfið allt!
Kynning
Fyrir 1 viku

Agu.is: Vönduð og litrík íslensk hönnun

Agu.is: Vönduð og litrík íslensk hönnun