fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Komdu á flug með KVAN

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 09:30

Jón Halldórsson framkvæmdastjóri og þjálfari hjá KVAN.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið KVAN hefur heldur betur stækkað á síðustu árum frá því það var stofnað árið 2017. „Við erum lítið en á sama tíma stórt fyrirtæki og erum með stóran hóp af menntuðum þjálfurum sem vinna alla daga vikunnar að því að þjálfa fólk á öllum aldri í að öðlast betra aðgengi að styrkleikum sínum. Allir þjálfarar KVAN fara í gegnum sérstakt þjálfunarferli hjá fyrirtækinu áður en þeir fara að þjálfa viðskiptavini KVAN. Fyrirtækið byrjaði með fjóra starfsmenn en í dag eru þeir orðnir tólf talsins,“ segir Jón Halldórsson framkvæmdastjóri og þjálfari hjá KVAN.

„Það er ekkert leynarmál að ástríða okkar liggur í að vinna með unga fólkinu og við viljum styrkja þau í vináttuþjálfun, stuðla að bættum samskiptum og vinna markvisst að því að hafa áhrifa á og koma í veg fyrir einelti. Við vinnum einnig með fullorðnum, hvort heldur er einstaklingum eða starfsmönnum fyrirtækja.“

Jón stofnaði KVAN ásamt konu sinni Önnu Steinsen, Vöndu Siggeirsdóttur og Jakobi Frímanni Þorsteinssyni. „Það myndaðist sterkur grundvöllur fyrir okkur að vinna saman enda erum við með breiðan bakgrunn í tengdum fræðum, þó svo grunnur okkar sé ólíkur og við sjálf með mismunandi skoðanir, þá er það uppsprettan af öllu því sem að við gerum“ segir Jón sem er menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og ACC vottaður markþjálfi. Anna Steinsen er með BA í Tómstunda og félagsmálafræði ásamt því  að vera í meistaranámi í  Háskóla Íslands í sömu fræðum, Jakob er aðjúnkt á menntavísindasviði í Háskóla Íslands og stundar doktorsnám  og Vanda er lektor á menntavísindasviði í Háskóla Íslands og stundar doktorsnám þar sem viðfangsefnið er einelti. „Við vegum hvort annað upp og styrkjum.“

KVAN stendur fyrir orðin kærleikur, vinátta, alúð og nám. „Þetta eru allt hugtök sem við erum að vinna markmvisst með hér í fyrirtækinu. Við bjóðum upp á námskeið sem við fjögur, stofnendur KVAN, höfum hannað frá grunni. Námskeiðin eru fyrir börn, fullorðna og fyrirtæki og stuðla alltaf að því hjálpa hverjum einstaklingi fyrir sig að vinna í eigin áskorunum og tengja þær við þau viðfangsefni sem viðkomandi er að takast á við í sínu einkalífi og starfi,“ segir Jón.

 

Sjálfsstyrkingarnámskeið og vináttuþjálfun

KVAN er með sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir unglinga á aldrinum 13-15 og 16-19. Þar er unnið að því að byggja þau upp og hjálpa þeim að efla sig í námi, íþróttum, tónlist eða hverju öðru sem þeim hugnast.

Einnig býður KVAN upp á vináttuþjálfun fyrir börn á aldrinum 7-9 ára og 10-12 ára. Námskeiðið er sérstaklega gagnlegt fyrir þau börn sem eiga í félagslegum vanda eins og einangrun, vinaleysi, einelti og höfnun. „Við kennum þá börnum sem eiga í vináttuvanda hvernig megi eignast vini og hvernig þau geta haldið vinum. Samhliða starfinu vinnum við með foreldrunum til þess að hjálpa þeim að styðja við krakkana svo þau nái árangri.“

Baráttan gegn einelti

„Við viljum vera leiðandi í baráttunni gegn einelti á Íslandi og það er staðreynd að einelti fer ekki minnkandi. Því er mikilvægt að taka á vandamálinu hjá sem flestum aðilum þegar vinna þarf gegn þessu hvimleiða vandamáli. Við erum þá með námskeið og fræðslufundi fyrir fullorðna sem nefnist Verkfærakistan. Þar kennum við fagaðilum í skólum leiðir til þess að greina félagsleg vandamál innan bekkjanna sinna og veitum þeim verkfæri til þess að vinna gegn einelti og öðrum félagslegum vandamálum sem geta komið upp þar. Það hafa hátt í 700 kennarar tekið þátt í Verkfærakistunni með okkur nú þegar. Einelti er flókið vandamál sem krefst þess að allir; börn, foreldrar og kennarar, takist á eitt við að uppræta og vinna gegn.“

Námskeið og fyrirlestrar á vinnustöðum

Undanfarin 12 ár hafa Jón og Anna Steinsen komið mikið að þjálfun stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja. Þetta er orðinn stór partur af veltu og vöruframboði KVAN.

„Við höldum nokkur hudruð fyrirlestra á hverju ári í fyrirtækjum og stofnunum og eru efnistökin misjöfn en miða þó alltaf að því að tengja við þann raunveruleika sem starfsmenn eru að eiga við hverju sinni. Við höfum einnig unnið að sérsniðnum þjálfunarlaunum m.a. tengt liðsheild, sölu og þjónustu ásamt því að vera mikið í að þjálfa starfsmenn í tjáningu, starfsmenn sem vinna daglega við það að koma fram fyrir hönd síns fyrirtækis. Það er ótrúlega gefandi og gagnlegt að ná að tengja alla þá vitneskju sem að Jakob og Vanda hafa úr akademíunni og koma því efni til skila á faglegan og skemmtilegan máta til fyrirtækja.

Námskeiðið Verkfærakistan er stærsta verkefni KVAN til þessa Námskeiðið er fyrir starfandi kennara og annað fagfólk, eins og starfsfólk frístundaheimila, félagsmiðstöðva, íþróttaþjálfara og aðra sem eru að vinna með börn, unglinga og ungt fólk. Markmið námskeiðsins er að veita kennurum og öðru fagfólki verkfæri til að takast á við einstaklinga sem eiga í félagslegum vanda annars vegar og hópa sem glíma við samskiptavanda hins vegar. „Við höfum þjálfað yfir 700 kennara og aðra fagaðila í þessu námskeiði og á þessu ári mun fjöldi þeirra sem sótt hafa námskeiðið fara upp í 1000 aðila.“

KVAN Travel

Árið 2018 stofnaði KVAN ferðaskrifstofuna KVAN Travel. „Við sérhæfum okkur í náms- og endurmenntunarferðum erlendis með kennara og annað fagfólk. Hver ferð er sérsniðin að þörfum hvers hóps, en í grunninn erum við að vinna með skólaheimsóknir, námskeið og fyrirlestra sem hvoru tveggja eru kennd af okkur í KVAN ásamt erlendum gestakennurum sem við höfum sterk tengsl við.
Við bjóðum uppá marga mismunandi áfangastaði s.b.r. Toronto, Washington, Edinborg, Valencia, Berlín, Helsinki og fleiri staði. Í sumar eigum við sv von á fyrstu erlendu hópunum sem eru að koma í endurmenntunarferðir til Íslands, en það er ótrúlega spennandi að fá að kynna fyrir þeim hvernig fagaðilar á Íslandi starfa.“

„Ferðirnar erlendis hafa gengið ótrúlega vel og hafa fjölmargir hópar farið á okkar vegum. Við sendum alltaf þjálfara og fararstjóra með í ferðirnar okkar til þess að tryggja þau gæði sem að við hjá KVAN Travel viljum að einkenni okkar ferðir.“

KVAN er rétt að byrja, við erum með stóra og sterka framtíðarsýn og munum láta mikið að okkur kveða á komandi árum, segir Jón.

Nánari upplýsingar um námskeið, fyrirlestra, námsferðir hjá KVAN má nálgast á kvan.is

KVAN er staðsett að Hábraut 1a, 200 Kópavogi.

Sími: 519-3040 eða 789-6000

Netpóstur: jon@kvan.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum