fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Kynning

Er ný veröld framundan?

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 5. desember 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókin Náttúruþankar eftir feðginin Bjarna E. Guðleifsson og Brynhildi Bjarnadóttur fjallar um ýmis fyrirbæri, stór og smá í náttúru og umhverfi. Lýst er áhrifum mannlegra athafna á náttúruna s.s. gróðureyðingu, loftslagsbreytingum og orkunýtingu. Umfjöllunin er byggð upp í kringum grunnefnin fjögur; jörð, vatn, loft og eld. Bókin er auðlesin, skemmtileg og skreytt viðeigandi ljóðum.
Nú verður gripið lítillega niður í þrjá kafla bókarinnar:

Er ný veröld framundan?

Eftirfarandi mun meðal annars gerast á Íslandi vegna loftslagsbreytinga: Jöklar hopa, jökulár, sem margar eru nýttar til raforkuframleiðslu, vaxa í fyrstu en minnka síðan, landið mun grænka og skógarmörk færast ofar, afrakstur ræktarlands mun aukast, samsetning flökkustofna fugla og fiska mun breytast, sjávarborð hækkar og landris verður mælanlegt. Sú veröld sem var, er önnur en sú veröld sem er og hún er enn ólíkari þeirri veröld sem verður.

Heimurinn/veröldin í höndum mannsins.

Hið ómissandi vatn

Vatnið lætur ekki mikið yfir sér, það er litlaust, gegnsætt, bragðlaust og lyktarlaust, en gegnir samt einu mikilvægasta hlutverki í heimsbúskapnum, mun þýðingarmeira hlutverki en olían, evran og dollarinn. Utan úr heimi virðist jörðin bláleit og er nefnd blái hnötturinn. Það er vatnið, sjórinn aðallega, sem gefur jörðinni þennan lit. Skáldin nefna Ísland landið bláa og Jóhannes úr Kötlum ávarpar það:

Land míns föður, landið mitt,

laugað bláum straumi.

 

Vatnið hverfur ekki, verður aldrei að engu, bara breytir um stað og ástand. Segja má að vatnið sé í senn himneskt og jarðneskt því það svífur um himingeiminn og sígur niður í jarðlögin. Eðli þess er að streyma um jörðina og það velur alltaf auðveldustu leiðina, leið minnstu mótstöðu. Vatnið viðheldur stöðugleika á jörðinni, meðal annars vegna mikillar varmarýmdar. En vatnið getur líka valdið óreglu og tjóni er það ryðst um land. Kristján frá Djúpalæk segir frá þessum öfgum í ljóðinu Jörð:

Í gær hafði þurrkur þjarmað að gróðurlendum:

Þjáning, sorgir, vonleysi, tár og blóð.

Og þúsundum manna og dýra var búinn dauði.

 

Í dag er það flóð. 

Vatnið í höndum mannsins.

 

 

 

Framtíðarlausnir í orkumálum þjóðarinnar

Menn þurfa að leysa áskoranir í orkumálum framtíðarinnar bæði með bættri orkunýtni og meiri orkuframleiðslu með nýjum og náttúruvænni orkugjöfum. Loftslagsbreytingarnar knýja okkur til þess. Það er hlutverk stjórnvalda að leiða þróunina í rétta átt, en einstaklingurinn getur lagt sitt af mörkum. Hann getur dregið úr notkun einkabílsins og notað umhverfisvæna orkugjafa, almenningsfarartæki eða hjól, einangrað húsin betur og reynt að sýna skynsemi í orkunotkun.

Hvergi er notkun endurnýjanlegra orkugjafa á mann meiri en á Íslandi. Íslendingar eru flestum þjóðum gæfusamari í orkumálum vegna þess að þeir hafa gnægð vatnsafls og nýta jarðvarma meira en nokkur önnur þjóð. Svo er hér afar vindasamt og miklir möguleikar á nýtingu vindrafstöðva. Hvorki virkjun vinds, vatnsafls né jarðhita er þó án aukaverkana. Öllum þessum virkjanakostum fylgja kostir og gallar.

Eldurinn í höndum mannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
12.06.2020

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi
Kynning
05.06.2020

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS
Kynning
23.05.2020

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
06.04.2020

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu