Föstudagur 17.janúar 2020
Kynning

1000 Ára Sveitaþorp: Leitaði upprunans í gróðurmoldinni

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stígvél Ársæls má segja að hafi verið á kafi í kartöflugörðunum frá því að hann var bara pínulítill pjakkur og hann hefur tekið eftir ýmsum breytingum gegnum tíðina. „Plastnotkun hefur aukist gríðarlega og ég spurði sjálfan mig hvað ég gæti gert til þess að sporna við þessari þróun. Svarið var sérvaldar og handpakkaðar kartöflur í fallegum, umhverfisvænum umbúðum,“ segir Ársæll Markússon, eigandi fyrirtækisins 1000 Ára Sveitaþorp sem selur ferskar kartöflur í umhverfisvænum pappírsumbúðum.

Breyttu heiminum með góðum kartöflum

„Þetta er óneitanlega göfug hugsjón, en það er ekki nóg að hafa bara plastlausan september. Við þurfum að gera meira, gera allt sem við getum til að minnka notkun á einnota plastumbúðum. Fólk verður að hafa val í sínu nærumhverfi til jákvæðra breytinga. Það eru allir sammála um að hugsa vel um umhverfið, en þegar það er auðveldara að gera það ekki, þá breytist ekkert. Kartöflurnar frá 1000 Ára Sveitaþorpi eru fyrsta flokks íslenskt gullauga sem er án efa vinsælasta kartaflan á Íslandi í dag. Með því að velja kartöflurnar frá okkur stuðlar þú beint að minni plastnotkun á Íslandi og færð í leiðinni góðar og ferskar kartöflur.“

Sneri aftur í Þykkvabæinn

Fyrirtækið er lítið fjölskyldufyrirtæki og nýtur Ársæll aðstoðar foreldra sinna sem eru gamalgrónir kartöfluræktendur úr Þykkvabænum. Ársæll er menntaður matreiðslumaður og hefur starfað í Bandaríkjunum, Frakklandi og Danmörku. „Þegar ég kom heim var gott að leita aftur til upprunans, komast með hendurnar aftur í jörðina, í gróðurmoldina hér í Þykkvabænum,“ segir Ársæll.

1000 Ára Sveitaþorp byrjaði hægt og rólega en hefur heldur betur tekið við sér. „Kúnnahópurinn verður stærri með hverjum deginum. Í fyrstu var ég eingöngu að selja tveggja kílóa poka í verslunum Krónunnar, Nóatúns og Melabúðinni. Nú er ég einnig með til sölu kartöflur í eins kílós umbúðum fyrir minni heimili, sem og 10 kílóa poka fyrir stærri eldhús eins og skólaeldhús, mötuneyti og veitingastaði. Kartöflurnar fást nú, ásamt áðurnefndum stöðum, einnig í verslunum Fjarðarkaupa.“

Nánari upplýsingar á 1000arasveitathorp.is

Fylgstu með á Facebook: 1000 ára sveitaþorp ehf.

Instagram: 1000arasveitathorp

Sími: 859-6197

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Hágæða gluggatjöld frá Bólstraranum

Hágæða gluggatjöld frá Bólstraranum
Kynning
Fyrir 2 vikum

Baðverk.is: Baðherbergið er heilsulind fjölskyldunnar

Baðverk.is: Baðherbergið er heilsulind fjölskyldunnar
Kynning
Fyrir 3 vikum
Dýrin um áramót
Kynning
Fyrir 4 vikum

Hús og mál: Þú þarft ekki að leita lengra!

Hús og mál: Þú þarft ekki að leita lengra!
Kynning
Fyrir 4 vikum

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands