fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Kynning

Leitin að vorinu: Æsispennandi þríleikur eftir nýjan höfund!

Kynning
Kynningardeild DV
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilbúinni veröld Norðurheims hafa íbúar sívaxandi áhyggjur af því að veturinn virðist ætla að verða endalaus eitt árið. Tvær ólíklegar hetjur, Húgó og Alex, veljast til að reyna að komast því hvernig standi á þessu. Þær þurfa að leggja á sig langt og erfitt ferðalag, berjast við kynjaskepnur og skrímsli og sigrast á ýmsum vanda. Ævintýrinu lýkur þó ekki í bráð því Leitin að vorinu er aðeins sú fyrsta af þremur í sagnabálkinum Ferðin á heimsenda.

Ævintýri fyrir nútímabörn

Höfundurinn Sigrún Elíasdóttir er líka móðir tveggja nútímabarna sem hafa úr miklu magni afþreyingarefnis að velja. Ef athygli þeirra er ekki náð á fyrstu blaðsíðunum, fara þau bara að gera eitthvað annað. „Synir mínir hafa kennt mér hvað sé mikilvægast í barnabók; hröð atburðarás, húmor og nóg af skrímslum. Aðallega þetta með skrímslin samt.“ Báðir synirnir eru miklir lestrarhestar og hafa lagt sitthvað til málanna við skrif bókaflokksins.

 

Norrænar þjóðsögur

Í bókinni er að finna margar furðuskepnur sem sumar eru hannaðar af eldri syni höfundar en aðrar eru byggðar á þjóðsögum eða goðsögulegum fyrirbærum í Norðurheimi. Höfundur leitaði í sagnabrunn Grænlendinga, Orkneyja, Norðmanna og ekki síst Íslendinga til að fá hugmyndir að ólíkum verum þó að sumum þeirra hafi verið breytt töluvert.

 

Aldrei nóg af myndum

Myndskreyttar íslenskar barnabækur áttu verulega undir högg að sækja á tímabili vegna kostnaðar. En vegna átaks hins opinbera til að fá íslenska teiknara til að skreyta íslenskar bækur, hefur þeim sem betur fer fjölgað á ný. Leitin að vorinu státar af frábærum myndskreytingum eftir hinn hæfileikaríka Sigmund Breiðfjörð. „Því miður hef ég aldrei hitt Sigmund en hann las söguna yfir og gerði tillögur að myndum. Þær voru svo merkilega líkar því sem ég hafði séð fyrir mér að það var eiginlega ótrúlegt. Það er ómetanlegt að hafa aðgang að svona hæfileikafólki,“ segir Sigrún um samvinnu hennar við myndskreyti bókarinnar.

Öldungurinn eftir Sigmund Breiðfjörð.

Fátt skemmtilegra en að lesa fyrir börnin sín

„Það er fátt skemmtilegra en að lesa skemmtilegar bækur fyrir börnin sín. Gæði bóka skipta ekki aðeins máli fyrir börnin sem hlusta, heldur líka fyrir foreldrana sem þurfa að lesa þær. Í góðum fjölskyldubókmenntum er gott að hafa undirliggjandi boðskap til að skapa góðar umræður milli barna og fullorðinna. Furðusögur með sína tilbúnu heima, samfélög og leikreglur eru tilvaldar til að setja hversdagslega hluti í örlítið annað samhengi en við erum vön að sjá dagsdaglega. Þá verður misskipting eða óréttlæti svo fráleitt að við getum ekki annað en fordæmt það,“ segir höfundur.

 

Enginn getur allt

Aðalpersónurnar eru ekki dæmigerðar hetjur heldur líka meingallaðar hvor á sinn hátt. Allir ættu alltaf að hafa í huga að enginn getur allt en allir geta eitthvað. Það sem einum gæti þótt galli á manneskju, gæti líka reynst vera hennar stærsti kostur. Það er nokkuð sem á alls staðar við, hvort sem er í ævintýrum eða raunheimi.

Fæst í öllum helstu bókabúðum og matvöruverslunum sem selja bækur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
27.05.2020

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið
Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
20.05.2020

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist
Kynning
09.04.2020

Núna er tíminn fyrir Skanva!

Núna er tíminn fyrir Skanva!
Kynning
09.04.2020

Sorptunnuhreinsun: Þarftu á sorpklefaþrifum að halda?

Sorptunnuhreinsun: Þarftu á sorpklefaþrifum að halda?
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum
Kynning
20.03.2020

Sterkara ónæmiskerfi með hollum og næringarríkum, heimsendum mat frá Preppup

Sterkara ónæmiskerfi með hollum og næringarríkum, heimsendum mat frá Preppup