fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Kolabrautin: Eitt glæsilegasta jólahlaðborð landsins með gullfallegt útsýni

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 23. nóvember 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólahlaðborðið hjá Kolabrautinni verður sífellt vinsælla með hverju árinu sem líður og stendur nú gestum til boða til 23. desember. „Á hverju ári höfum við verið að bæta hlaðborðið og lagt síaukinn metnað í að allir fái matarupplifun við sitt hæfi. Árið í ár verður engin undantekning,“ segja Guðni Hrafn Grétarsson og Laufar Sigurður Ómarsson hjá Kolabrautinni.

Gómsætur jólamatur

„Grafinn lax, tvíreykt sauðarlæri, jóla-sashimi, purusteik og svo margt fleira. Einnig verður úrval af réttum fyrir grænkera svo sem hnetusteik, saltbökuð rauðrófa, falafel-bollur og fleira.“ Þessi girnilega upptalning er bara toppurinn á ísjakanum og er víst að borðið hjá Kolabrautinni er hlaðið ýmsum lystisemdum sem gaman er að smakka í aðdraganda jólanna.

Jólahlaðborð og villibráðarhlaðborð

Jólahlaðborðið er nú byrjað og lýkur þann 23. desember. „Einnig verðum við með glæsilegt villibráðarhlaðborð fyrstu tvær helgarnar í nóvember. Það er um að gera að bóka sem fyrst þar sem nú þegar eru nokkrir dagar orðnir fullbókaðir í hlaðborðin hjá okkur.“

Gullfallegt útsýni

Kolabrautin er staðsett á efstu hæð í tónlistarhúsinu Hörpu og er þar af leiðandi með eitt besta útsýnið í bænum. „Staðurinn hentar sérlega vel fyrir stóra sem smáa hópa. Einnig hefur það færst í aukana hjá okkur að vera með móttöku fyrir hópa og fyrirtæki fyrir framan barinn hjá okkur á fjórðu hæðinni, þar sem boðið er upp á skemmtilegan og fjölbreyttan jólapinnamat fyrir jólaviðburði. Þá er sama jólahlaðborð í boði fyrir hópa og fyrirtæki í veitingasölum Hörpu. Fyrirspurnir um jólahlaðborð fyrir hópa og fyrirtæki má senda á catering@khveitingar.is.“

Fjöldi skemmtilegra viðburða er í boði í Hörpu svo sem sinfóníutónleikar, ópera og jólatónleikar. „Við munum að sjálfsögðu vera með tilboð fyrir tónleika- og viðburðargesti Hörpunnar sem ætla að gera sér glaðan dag í Hörpu um jólin.“

 

Borðapantanir fara í gegnum vefsíðu Kolabrautarinnar: kolabrautin.is, í síma 519-9700 eða í vefpósti: info@kolabrautin.is

Fyrirspurnir um jólahlaðborð fyrir hópa og fyrirtæki berist til catering@khveitingar.is

Kolabrautin er staðsett á 4. hæð í Hörpu, Austurbakka 2, 101 Reykjavík.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum