fbpx
Miðvikudagur 15.júlí 2020
Kynning

Jólahlaðborð Stracta Hótels: Veisla í sunnlenskri náttúrufegurð

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hjarta Suðurlands á Hellu er Stracta Hótel í námunda við einar fegurstu náttúruperlur sem Ísland hefur upp á að bjóða. Út frá hótelinu er tilvalið að skella sér í dagsferðir. Allt hótelið er á einni hæð, að undanskilinni þjónustubyggingu sem er á tveimur hæðum. Þar er að finna stórkostlegt útsýni yfir Suðurland.

Heitir pottar og norðurljós

Í garði í miðju hótelsins eru heitir pottar og gufubað sem stendur öllum gestum til boða. Lýsingu við hótelið er þannig háttað að hún lýsir öll niður svo að hún truflar ekki norðurljósaskoðun gesta sem geta notið þeirra í garði hótelsins og í heitu pottunum.

Jólatilboð

Nú býður Stracta Hótel upp sérstakt jólatilboð. Tilboðið inniheldur gistingu í tveggja manna herbergi með morgunverði ásamt jólahlaðborði og kostar þetta einungis 16.720 kr. á mann.

Jólahlaðborðin eru þessa daga: 23. nóvember og 30. nóvember, 7. desember og 14. desember – sem eru allt laugardagar. Þá verður lifandi tónlist undir borðhaldi.

Girnilegur matseðill
Í aðalrétt er meðal annars kryddhjúpað og grillað lambalæri, ofnbakaður lax í sítrónu og jurtabeði, grænmetisréttur í reyktu tómatmauki og jurtum, purusteik elduð að dönskum hætti og margt fleira. Mikið úrval er af köldum réttum.

Af meðlæti má nefna Waldorf Salat/Epla Salat með vínberjum og ananas, rauðkál, sykurbrúnaðar kartöflur og kartöflur í uppstúf, sveppa- og rauðvínssósu.

Eftirréttirnir eru svo rúsínan í pylsuendanum og verður í boði meðal annars Ris ­à la mande með kirsuberjasósu, ferskir ávextir og dýrindis súkkulaðitrufflur.

Sjá nánar matseðil hér á vefsíðunni stractahotels.is

Stracta Hótel, Rangárflatir 4, 850 Hella.

Upplýsingar og bókanir eru í gegnum netfangið info@stracta.is eða í síma 531-8010.

Facebook: Stracta Hotels

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
23.05.2020

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
06.04.2020

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu
Kynning
19.03.2020

CoreData Solutions: Íslenskt hugvit og fjarlausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir

CoreData Solutions: Íslenskt hugvit og fjarlausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir
Kynning
19.03.2020

Einum gesti á dag boðið á hlýða á ljóðalestur af Stóra sviðinu á meðan samkomubanni stendur

Einum gesti á dag boðið á hlýða á ljóðalestur af Stóra sviðinu á meðan samkomubanni stendur