fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Vallarbraut: Öflugur innflutningsaðili landbúnaðartækja

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Föstudaginn 1. nóvember 2019 12:00

SOLIS 26 hefur fengið góðar viðtökur og vekur hvarvetna athygli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vallarbraut ehf. er tiltölulega ungt fyrirtæki og var upphaflega stofnað utan um ræktun á Galloway-holdanautum. Sú starfsemi leiddi síðan til þess að farið var í innflutning á skítadreifurum. Síðan þá hefur innflutningsstarfsemin aukist jafnt og þétt samhliða því sem dregið hefur verið úr kjötframleiðslunni. Í dag er meginstarfsemin orðin innflutningur á alls kyns vélum og tækjum.

Í dag er Vallarbraut til húsa í Trönuhrauni 5 í Hafnarfirði þar sem verið er að leggja lokahönd á sýningarsal og verkstæðisaðstöðu.

 

Tæki bíða nýrra eigenda við Trönuhraun 5

 

 

„Skítverkin“ þeirra fag

„Við erum öflugir í „skítverkum“ og hefur Vallarbraut flutt inn og selt mikið af haugsugum og skítadreifurum frá Belmac,“ segir Jón Valur Jónsson, annar eigenda Vallarbrautar.

„Vallarbraut er eina fyrirtækið hérlendis sem býður upp á drifskaftslausar haugsugur en drifsköft valda oftast alvarlegustu slysunum í landbúnaði. Við getum boðið upp á breitt úrval af stærðum og flesta helstu dráttarvélaliti svo bóndinn geti verið með haugsugu í stíl við traktorinn. Auk þess sem við bjóðum upp á galvaníseraðar haugsugur og skítadreifara.

Vallarbraut er eina fyrirtækið sem býður upp á drifskaftslausar haugsugur og í flestum dráttarvélalitum

 

Skítadreifari af stærri gerðinni

 

Frá Indlandi flytjum við inn SOLIS-dráttarvélar og hafa þær sannað sig sem ódýr og hagkvæmur kostur fyrir bændur og „hobbýbændur“,“ segir Jón Valur. „Nýlega kynntum við nýja og betur búna 50 hestafla vél með vönduðu húsi.

Einnig er vert að minnast á Royal Enfield-mótorhjólin frá Indlandi en nýja 650 cu-hjólið  frá þeim hefur náð þeim árangri að verða eitt mest selda mótorhjólið í Bretlandi. Hérlendis hafa Himalayan-endurohjólin selst best hjá okkur.“

Einstaklega vel heppnaður „kaffirúntari“ frá Royal Enfield

 

Vallarbraut hefur stækkað nokkuð hratt og náði því að verða annað söluhæsta fyrirtækið í sölu á vörubílsvögnum. Síðastliðið sumar valdi EIMSKIP gámagrindur frá Vallarbraut og voru fyrstu 6 grindurnar afhentar fyrir stuttu.

Frá afhendingu á 6 gámagrindum til Eimskipa

Sennilega býður Vallarbraut upp á sterkustu kerrurnar á íslenskum kerrumarkaði og hefur 3.500 kg. sturtukerran frá norðurírska fyrirtækinu NUGENT verið sölhæsta kerran hjá þeim sl. 3 ár. Enda er það kerra sem útbúin er vökvatjakk með 8 tonna lyftigetu.

Nýverið gerði NUGENT samanburð á sínum kerrum og tveimur öðrum merkjum sem eru seld hérlendis. Sett var 5.000 kg. farg á allar kerrurnar og þær látnar standa, eftir 24 tíma var NUGENT-kerran sú eina sem lyfti farginu.

Ein af þeim öflugri frá NUGENT

 

 

Glæsilegar nýjungar

Vallarbraut leitast sífellt við að bæta vöruúrvalið en reynir þó að fara ekki langt út fyrir sitt þekkingarsvið.

„Nýverið hófum við að selja fylgihluti fyrir pallbíla og sendibíla og erum komnir með umboð fyrir TRUCKMAN-plasthús frá Bretlandi og DECKED-pallskúffur frá Bandaríkjunum,“ segir Jón Valur.

 

TRUCKMAN býður upp á fjölbreytt úrval plasthúsa fyrir allar gerðir evrópskra og asískra pallbíla og koma húsin með öllum hugsanlegum aukabúnaði svo sem afturrúðuhitara, inniljósi og „central“-læsingu.

Vandað og stílhreint plasthús frá Truckman

DECKED býður upp á frábærar fullútdraganlegar skúffur fyrir allar gerðir pallbíla og margar gerðir stærri sendibíla. Helsti kostur þeirra er að notkun á palli skerðist ekkert því hægt er að setja 1.000 kg. ofan á skúffurnar. „Ég held að flestir iðnaðarmenn kannist við að þurfa færa til eða róta til drasli til að flytja efni eða vörur,“ segir Jón Valur.

 

DECKED-skúffurnar eru frábær lausn á pallbílinn

 

 

 

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni www.vallarbraut.is eða á Facebook-síðu þeirra Vallarbraut. Svo má einnig geta þess að Vallarbraut er með Youtube-rás sem finna má undir nafninu VALLARNAUT

Auk þess er hægt að heyra í þeim í síma síma 841-1200 og 841-7300 eða í gegnum tölvupóst á vallarbraut@vallarbraut.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum