fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Girðing.is skapar öryggi

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 26. október 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

http://girding.is/vorur

Fyrirtækið Öryggisgirðingar ehf. er sextán ára gamalt fjölskyldufyrirtæki og býður upp á heildarlausnir í girðingum, hliðum og aðgangskerfum. Fyrirtækið er umboðsaðili fyrir afar virta og leiðandi framleiðendur á þessu sviði, meðal annars Parking-Facilities á Englandi, sem framleiðir hraðhlið.

Slík hlið hafa verið sett upp á ýmsum stöðum hér á landi í seinni tíð, meðal annars við nýja fangelsið á Hólmsheiði og við nýjan inngang hjá Eimskip í Sundahöfn.

 

Öryggisgirðingar

Vandaðir framleiðendur

Að sögn Þórðar Antonssonar, framkvæmdastjóra Öryggisgirðinga, er það lykilatriði í rekstrinum að vera með vandaða framleiðendur á sínum snærum. „Við erum mjög ánægðir með vörurnar frá ítalska fyrirtækinu CAME sem Öryggisgirðingar ehf. er með umboð fyrir, en það er leiðandi framleiðandi í hliðbúnaði, bílastæðahliðum og aðgangsstýringu.“ Það verður sífellt vinsælla að fólk vilji geta stýrt aðgangi að einkalóðum eða vegum, hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Með CAME-hliðunum er slíkt afar einfalt í framkvæmd því hægt er að opna þau og loka í gegnum síma.

Sjálflokandi leikskólahlið

Öryggisgirðingar ehf. smíðar sjálflokandi leikskólahlið, en „það er nýjung sem eykur mjög öryggi barnanna okkar,“ segir Þórður.

Hljóðlausar girðingar fyrir íþróttavelli

Öryggisgirðingar ehf. er líka með umboð fyrir hollenska fyrirtækið Deciwand og enska fyrirtækið Zaun sem framleiðir grindur hvort sem er eftir máli eða hönnun og er einnig með svokallaðar hljóðlausar girðingar – sem henta einstaklega vel fyrir íþróttavelli.

Járnsmíði

Fjölbreytt járnsmíðavinna er hjá Öryggisgirðingum ehf. þar sem boðið er upp á sérsmíði á flestu sem viðskiptavininum dettur í hug, t.d. hliðum, handriðum og stigum. Auk þess fást ýmsir íhlutir til hliðasmíða svo sem læsingar, lamir, hurðarpumpur, rafmagnstjakkar o.fl. sem gera hliðasmíði létta og skemmtilega.

Öryggisgirðingar ehf.

Suðurhrauni 2

210 Garðabær

Sími: 544-4222, fax: 544-4221

Heimasíða: www.girding.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum