Fimmtudagur 23.janúar 2020
Kynning

Swisstrax: Hágæða gólflausnir fyrir fyrirtæki og einstaklinga

Kynning
Hildur Hlín Jónsdóttir
Föstudaginn 25. október 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Straxgólf.is er umboðsaðili Swisstrax á Íslandi.  Swisstrax er heildstætt gólfflísakerfi – með 8 flísategundum sem allar geta tengst saman innbyrðis. Notkunarmöguleikarnir eru því nánast endalausir!

Svissneskt hugvit

Swisstraxgólfflísarnar eru kenndar við samnefnt fyrirtæki, sem á uppruna sinn í Sviss – en öll hönnun og þróun flísanna er unnin af svissneskum verkfræðingum. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í heiminum í framleiðslu PP-gólfflísa og starfrækt framleiðsluverksmiðjur í Bandaríkjunum í yfir 15 ár, sem og í Kanada og Frakklandi. Swisstrax  er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði á heimsvísu og nýtur mikilla vinsælda um allan heim – og eru flísarnar nú loks fáanlegar á Íslandi. Swisstrax er með samninga við fjölmörg stórfyrirtæki og opinbera aðila, s.s. Ford, General Motors, Mercedes, John Deere, slökkvilið New York-borgar, Bandaríkjaher og marga fleiri.

Swisstrax-flísarnar eru gerðar úr hreinu polypropylene, sem er gríðarlega þolið gegn sliti, miklum þunga, olíum, sýrum, leysiefnum og fleira og er auk þess hálkufrítt í bleytu. Flísarnar þola allt að 30° frost og 120° hita, auk þess að standast allt að 32 tonna yfirkeyrsluþyngd. Flísarnar eru auðveldar í samsetningu og getur nánast hver sem er sett upp Swisstrax-gólf án aðkomu iðnaðarmanns, en þannig sparast jafnan drjúgur aukakostnaður vegna uppsetningar. Að sama skapi er auðvelt að fjarlægja þær af gólfi, t.d. við flutninga.

Swisstrax hefur einkaleyfi á 24-punkta tengikerfinu, sem tryggir þéttustu samtengingu PP-flísa sem völ er á. Flísarnar eru einfaldlega lagðar yfir það gólf sem er fyrir, hvort sem það er steingólf, steinflísar, gólfdúkur, epoxy- eða viðargólf og þeim er svo smellt saman skv. uppsetningarleiðbeiningum. Einfalt er að sníða til flísarnar uppi við vegg, en það eina sem þarf er rafmagnssög með fíntenntu sagarblaði. Swisstrax býður einnig upp á aukahluti, s.s. brúnir sem smellast á kanta flísanna þar sem það á við, til dæmis við bílskúrsop. Auðvelt er að smella upp einstökum flísum, hvaðan sem er úr fulllögðu gólfi.

Swisstrax-flísarnar eru 100% umhverfisvænar og endurvinnanlegar og hafa hlotið fjölmargar grænar vottanir og verðlaun, auk margra gæðavottana – meðal annars frá Evrópusambandinu og Ástralíu. Flísarnar fást í mörgum litum. Allar hafa þær innbyggða sólarvörn, jafnt í grunnefninu sem og litarefninu; og eru auk þess algerlega hálkufríar í bleytu og kulda. Swisstrax-flísarnar gefa ekki frá sér neinar óæskilegar lofttegundir, gagnstætt t.d. PVC-gólfflísum. 20 ára verksmiðjuábyrgð er á öllum Swisstrax-flísum.

Margar tegundir og endalausir möguleikar

Swisstrax býður upp á 8 tegundir af flísum sem allar hafa sama smellukerfi. Þær geta því tengst saman eftir hentugleika og með auðveldum hætti.

RIBTRAX er vinsælasta tegundin. Ribtrax er sjálfdrenandi með grófum ristum og kjósa flestir Ribtrax á grófgerðari svæði, s.s. bílskúra, bílageymslur, verkstæði o.s.frv. Ribtrax hentar jafnframt vel sem öryggis- og hálkuvarnargólf utan- sem innandyra, t.d. á stakkageymslur skipa, á útistigapalla fjölbýlishúsa, sem öryggisgólf í sturtuklefa o.fl. Einnig má nefna bíla- og mótorhjólamottur, bílskúra, bílasýningarsali og bílasölur, en Ribtrax hentar einnig vel á sýningarsvæði verslana, sölubása o.s.frv. Ribtrax fæst í 10 litum.

SMOOTHRAX hefur svipaða eiginleika og Ribtrax, nema sléttara yfirborð og meiri mýkt. Smoothrax er vinsælasta tegundin á sólpalla, svalagólf, verandir, sundlaugarsvæði o.fl.,  en hentar líka á önnur svæði, s.s. vinnusvæði veitingastaða o.fl. Einnig vinsælt sem sérsniðnir körfubolta- og tennisvellir, vegna mýktar sinnar og fjöðrunar. Fæst í 6 litum.

VINYLTRAX eru vinyl-parketflísar, sem eru magnaður valkostur fyrir þá sem vilja gólf með parketútliti, en eiginleikum Swisstrax-flísanna. Skrifstofuhúsnæði, sýningarsvæði verslana, tækifærisgólf á viðburðum, dansgólf o.m.fl. Hentar einnig vel þar sem fágað útlit er í öndvegi, en mikil áníðsla er á gólfum – t.d. á skemmtistöðum og líkamsræktarsölum. Fæst í 6 „viðartegundum“.

MARBLETRAX er glæný afurð frá Swisstrax, sem kom á markað nú í byrjun hausts. Marbletrax eru vinylflísar með marmaraútliti. Marbletrax fæst í tveimur litatónum – ljósgráum og svörtum.

DIAMONDTRAX eru gegnheilar flísar, með flottri áferð og henta vel á þurrari svæði, til dæmis skrifstofugólf, kjallaragólf, heima-gym, sýningarsvæði verslana o.m.fl. Fæst í 7 litum.

TURFTRAX eru gervigrasflísarnar í seríunni og henta til dæmis á sýningarsvæði verslana, á gæludýrasvæði, sem minigolfbrautir  o.fl.

LOGOTRAX eru logo-flísar. Hægt er að fá logo viðkomandi fyrirtækis prentað á sérstakar flísar sem smellast eins og aðrar flísar hvar sem er inn í Swisstrax-gólfið. Stærð logos getur verið frá einni flís og upp úr.

LIGHTRAX eru LED-flísar, sem eru lýstar upp með LED-lýsingu, og eru þær væntanlegar á markað á árinu 2020. Með Lightrax munu opnast ótrúlegir möguleikar eins og t.d. að lýsa upp gangvegi í gólfinu, lýsa upp logo og margt fleira.

 

Auðvelt í umgengni og þrifum

Allar Swisstrax-flísategundirnar eru einstaklega auðveldar í þrifum, en það eina sem þarf er vatnsslanga, ryksuga og sápa.

Ribtrax og Smoothrax eru sérlega þægilegar í þrifum og umgengni. Sjálfdrenandi, vegna ristanna á yfirborðinu, og bleytan/óhreinindin skolast gegnum rásirnar neðan á flísunum, í átt að niðurfalli.  Ryksugan virkar líka vel á laus óhreinindi. Gegn vökvahringjum eða óhreinindaummerkjum má nota hvaða hreinsiefni sem er, enda er viðloðun við flísarnar mjög lítil. SWISSTRAX er þolið gegn hvers kyns olíu, gasi, sýrum og leysiefnum, þar með talið skydrol og alkalis – einum mest tærandi vökvum sem þekkjast. Þolir einnig logsuðu.

Þrívíddarhönnunarforrit Swisstrax

Á aðalheimasíðu fyrirtækisins www.swisstrax.com,  má finna frábært hönnunartól til þess að hanna sitt eigið Swisstrax-gólf í þrívídd, blanda saman litum og flísategundum, velja fyrirframgefin mynstur eða hanna sitt eigið. Einnig er sá möguleiki að bæta inn á myndina aukahlutum s.s. bíl, mótorhjóli, dyrum, gluggum, hirslum o.s.frv., þannig að útkoman verði sem raunverulegust. Hönnunartólið er að finna undir flipanum: „Floor designer“ á heimasíðunni www.swisstrax.com.

Nánari upplýsingar um Swisstrax-flísarnar má finna á heimasíðunni: www.straxgolf.is, og einnig er hægt að hafa samband í síma 781-0999, eða með því að senda tölvupóst á straxgolf@straxgolf.is.   Straxgólf.is er einnig á facebook, undir myllumerkinu: #straxgólf.

Einnig er hægt að koma við hjá söluaðilum Swisstrax, og kíkja á úrvalið. Söluaðilar eru eftirfarandi:

Reykjavík: Classic Detail, Bíldshöfða 16, s: 777-5674

Akureyri: Dekurbílar, Fannagili 3, s: 822-1337

Reykjanesbær: AD Company ehf., Hafnargötu 50, s: 848-8454

Húsavík: Birkir Viðarsson ehf., s: 854-2115

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

FRUMSÝNING Á PEUGEOT 208!

FRUMSÝNING Á PEUGEOT 208!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hleypur í gegnum hindranir eftir Dale Carnegie

Hleypur í gegnum hindranir eftir Dale Carnegie
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hágæða gluggatjöld frá Bólstraranum

Hágæða gluggatjöld frá Bólstraranum
Kynning
Fyrir 2 vikum

Baðverk.is: Baðherbergið er heilsulind fjölskyldunnar

Baðverk.is: Baðherbergið er heilsulind fjölskyldunnar
Kynning
Fyrir 3 vikum

Framtíðarbókhald Uniconta: Það hefur aldrei verið ódýrara að skipta um bókhaldskerfi!

Framtíðarbókhald Uniconta: Það hefur aldrei verið ódýrara að skipta um bókhaldskerfi!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Dýrin um áramót

Dýrin um áramót
Kynning
20.12.2019

Hús og mál: Þú þarft ekki að leita lengra!

Hús og mál: Þú þarft ekki að leita lengra!
Kynning
20.12.2019

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands

Landi: Framúrskarandi herrailmur úr jurtum sem vaxa í náttúru Íslands