fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Kynning

Queen tónleikaveisla í apríl: Er þetta Freddy Mercury endurfæddur?

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 10. október 2019 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Queen aðdáendur nær og fjær. Tvennir tónleikar með raddtvífara Freddy Mercury, Marc Martel og hljómsveitinni The Ultimate Queen Celebration, verða haldnir í apríl 2020.

Ef þú sást og heillaðist af kvikmyndinni Bohemian Rhapsody sem tröllreið öllu hér fyrir stuttu þá máttu alls ekki missa af þessari RISA Queen tónleikaveislu! Marc Martel var sá sem léði söngrödd sína til kvikmyndarinnar og ásamt leikaranum Rami Malek sem lék Freddy Mercury, endurholdgaði hann meistarann á ógleymanlegan hátt. Útkoman varð ótrúleg. Það var líkt og Freddy sjálfur með húð, hári og sinni einstöku rödd væri hér mættur í kvikmynd um sjálfan sig.

Nú tekur Marc Martel höndum saman með The Ultimate Queen Celebration. Dæmi hver fyrir sig, en það er næstum óhugnanlegt hversu mikið Marc Martel minnir á Freddy!

Fullkominn raddtvífari

Sem raddtvífari Freddy Mercury er þó þrennt sem Marc Martel neitar að gera fyrir tónleikana. Hann mun ekki klæðast gula jakkanum sem einkenndi Mercury heitinn, hann mun ekki notast við hálfan míkrafón stand og hann mun ekki láta sér vaxa alskegg. Marc Martel syngur með hljómsveitinni The Ultimate Queen Celebration á tvennum tónleikum í Laugardalshöll apríl.

Sjáðu sjálfa drottningu ballöðunnar, Celine Dion, tárast yfir flutningi Martels á Queen smellinum „Somebody to Love“.

https://www.youtube.com/watch?v=Atb5AMkWHks

„Ég hélt þetta gæti orðið skemmtileg karíókíbrella“

Marc Martel á dygga stuðningsmenn og aðdáendur út um allan heim og meðal þeirra eru liðsmenn Queen sem hafa lofsamað Marc og segja hann syngja ótrúlega líkt meistaranum. Fyrsti maðurinn til þess að benda á hæfileika Martels, og líkindi raddar hans við hina ómþýðu raust Mercurys, var Glenn Lavender, bassaleikari hljómsveitiarinnar Downhare. Marc tók þessu hrósi með semingi, enda vildi hann allra síst vera ófrumleg eftirmynd stórstjörnu. En svo fór hann að kynna sér betur tónlist Queen í von um að læra eitthvað af meistaranum. „Ég hélt kannski að þetta gæti orðið skemmtileg karíókíbrella,“ segir Marc í viðtali við New York Times sem birt er í heild sinni hér.

Martel heldur áfram: „Ég er ekki frá Bretlandi eins og Freddy og ég er ekki með sömu tennur sem gerir það að verkum að náttúrulega eru essin mín ekki jafn stingandi og hans. En þegar ég er ekki að reyna að hljóma eins og Mercury segist fólk samt sem áður heyra hann í rödd minni. Það er sama hvað ég geri. Ég hef þennan furðulega hæfileika að hljóma eins og Freddy Mercury, af hverju ætti ég ekki að nýta mér það?“

Hið stórgóða Tina Turner Power Show með Bryndísi Ásmunds mun hita upp fyrir Marc Martel – Ultimate Queen Celebration. Með raddtvífara Freddy Mercury, Marc Martel í broddi fylkingar, má búast við óviðjafnanlegum tónlistarfagnaði sem enginn unnandi Queen má láta framhjá sér fara.

 

Tónleikarnir fara fram dagana 8. og 9. apríl 2020.

Miðasala hefst þriðjudaginn 15. október, en póstlistáskrifendur midi.is fá forskot á sæluna degi fyrr, þann 14. október.

Tónleikarnir verða sitjandi og því um takmarkaðan miðafjölda að ræða.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum