fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Kynning

MD Vélar: Þenslutengi, sérhæft fyrirtæki með alhliða þjónustu

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alhliða þjónusta VM Kompensator A/S

Þenslutengi, sem eru einnig kölluð þenslumúffur, þanar eða bara tengi eru notuð víða og er útfærslan af ýmsu tagi. MD Vélar ehf. sérhæfir sig í þenslutengjum og hefur komið sterkt inn á íslenska markaðinn í samstarfi við VM Kompensator í Danmörku sem býður upp á fyrsta flokks þenslutengi. „Sérstaða VM Kompensator er að þeir bjóða upp á alhliðaþjónustu frá A-Ö. Þá fara þeir út í fyrirtækin og mæla, ráðleggja og sérhanna eftir þörfum. Þá bjóða þeir einnig upp á uppsetningu fyrir viðskiptavininn,“ segir Laila Björk Hjaltadóttir, fjármála- og viðskiptastjóri MD Véla.

MD Vélar (One Time)

Sterk tengi sem þola mikið álag

VM Kompensator framleiðir vef- og stáltengi eftir óskum og þörfum viðskipavinarins og er einnig með umboð fyrir gúmmítengi frá Trelleborg. Þann 21. nóvember fékk VM Kompensator ISO 9001. Stáltengin fást frá DN25–DN5000 og hafa þá sérstöðu að öll tengi eru virkjuð, pressuð og teygð til að virkja allar bylgjur í belgnum. Flestir sem hafa unnið með stáltengi kannast við að fyrstu bylgjurnar í hvorum enda eru viðkvæmastar og mæðir mest á þeim og þar slitnar tengið, en með því að nota þessa tækni tekur allur belgurinn við hreyfingu og eykur það endingartíma tengisins til muna. Veftengin eru sérhönnuð eftir þörfum, náið samstarf við viðskiptavininn er lykilatriði til að tryggja að tengin standist þær kröfur og aðstæður sem eru fyrir hendi. Hægt er að hanna tengi sem þola mikið álag frá alls kyns efnum, gufum og hita allt upp í 1000ºC.

MD Vélar

Alhliða þjónusta og ráðleggingar

VM Kompensator hefur það fram yfir marga aðra að veita alhliða þjónustu og liggur að baki margra ára sérþekking starfsmanna. Einnig bjóða þeir upp á þá aukaþjónustu fyrir stærri fyrirtæki að mæla ástandið á þenslutengjum til að koma í veg fyrir tjón og tryggja rekstraröryggi. „Ef svona tengi fara þá getur það valdið gríðarlegu tjóni og þess vegna er það mikilvægt að vera með réttu tengin og skipta þeim út áður en skaðinn skeður. Eigandi VM Kompensators og sölustjóri koma oft til landsins og koma næst í febrúar, þannig að ef þitt fyrirtæki hefur áhuga á að fá heimsókn, kynningu eða ráðgjöf þá ekki hika við að hafa samband við mig,“ segir Laila.

 

Snögg afgreiðsla

MD Vélar var stofnað í byrjun árs 1990 til að annast sölu, ráðgjöf og þjónustu fyrir Mitsubishi-dísilvélar á Íslandi og annan búnað sem tengist þeim. Starfsemin hefur aðallega snúist í kringum sjávarútveginn og veitir fyrirtækið vélaþjónustu, sölu varahluta og viðgerðarþjónustu. „Við erum með umboð fyrir Mitsubishi- og SOLE-dísilvélar frá Spáni. Við erum með stóran varahlutalager en getum einnig útvegað varahluti með stuttum fyrirvara ef þeir eru til á lager hjá birgja, þetta þýðir að ef þú kemur til okkar að morgni og pantar varahlut getur varahluturinn verið kominn í okkar hendur um hádegi næsta virka dag. Við leggjum okkar metnað í að veita okkar viðskiptavinum bestu þjónustu og ráðgjöf,“ segir Laila Björk Hjaltadóttir.

 

Fróðleik um tengi má nálgast hér: mdvelar.is/index.php/is/tengi-2

Nánari upplýsingar má nálgast á www.mdvelar.is

Vagnhöfða 12, 110 Reykjavík

Opnunartími skrifstofu: mán.–fös. 08.00–16.00

Sími: 567-2800

Netfang: mdvelar@mdvelar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
12.03.2021

KS Protect fyrstir á Íslandi með lakkvörn framtíðarinnar

KS Protect fyrstir á Íslandi með lakkvörn framtíðarinnar
Kynning
12.03.2021

Piknik býður upp á áður óséð verð á markaðnum

Piknik býður upp á áður óséð verð á markaðnum
Kynning
10.02.2021

Uppáhaldsmúsin býður í tónlistarferðalag í Eldborg

Uppáhaldsmúsin býður í tónlistarferðalag í Eldborg
Kynning
05.02.2021

Febrúartilboð á Grafín: 20% afsláttur af öllum grafín meðferðum í febrúar

Febrúartilboð á Grafín: 20% afsláttur af öllum grafín meðferðum í febrúar
Kynning
11.01.2021

RAFSENDIBÍLLINN PEUGEOT e-EXPERT, SENDIBÍLL ÁRSINS 2021 KOMINN Í FORSÖLU HJÁ BRIMBORG

RAFSENDIBÍLLINN PEUGEOT e-EXPERT, SENDIBÍLL ÁRSINS 2021 KOMINN Í FORSÖLU HJÁ BRIMBORG
Kynning
11.01.2021

Rjúfðu vítahringinn með Bowel Biotics+ Enzymes

Rjúfðu vítahringinn með Bowel Biotics+ Enzymes
Kynning
19.12.2020

Katla í takt við tímann

Katla í takt við tímann
Kynning
18.12.2020

Kynntist „boochinu“ á tónleikaferðalagi

Kynntist „boochinu“ á tónleikaferðalagi