fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Hlauptu á skýjum: Sportvörur.is  

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 1. júní 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunin Sportvörur Bæjarlind 1–3 Kópavogi býður upp á mikið úrval af vönduðum hlaupafatnaði fyrir nýliða og keppnisfólk. Þegar kemur að íþróttafatnaði leggja Sportvörur áherslu á háþróaðar vörur sem styðjast við umfangsmiklar gæðaprófanir. Þá hefur verslunin verið leiðandi á Íslandi í sölu á æfingatækjum, lyftingabúnaði og bardagavörum.

Eins og að hlaupa á skýjum

Nýjasta vara þeirra eru On skórnir, sem upprunnir eru úr Svissnesku Ölpunum, með það að markmiði að umbylta upplifun hlauparans. Sportvörur eru fyrst til þess að bjóða upp á skóna á Íslandi, en margir af viðskiptavinum þeirra voru kunnugir skónum erlendis frá.

Skórnir byggja á tækni sem nefnist CloudTec® og byggir á mjúkri lendingu sem fylgt er með kraftmikilli fjöðrun.  Að sögn sölumanna Sportvara virkar tæknin líkt og ský. Hefðbundnir hlaupaskór dempa bara upp og niður en On skórnir bæta um betur og dempa afturábak og áfram, sem er áður óþekkt hér á landi.

Að auki búa skórnir yfir annarri nýjung sem nefnist SpeedboardTM, sem er vökvafyllt bretti undir innleggi sólans. Það er þróað af verkfræðingum til þess að lágmarka tap á hreyfiorku milli skrefa og breyta orkunni í hreyfingu framávið. Brettið sveigist eins og þegar bogi er spenntur og skilar þannig aukinni orku til hlauparans. Einnig virkar það eins og jafnvægisbretti og hjálpar hlauparanum að stilla sig af og lenda rétt. Eins veitir það góða vörn ef stigið er á misfellur, en það dreifir álaginu um allan fótinn.

Allir ættu að geta fundið On skó við sitt hæfi, en Sportvörur hafa á boðstólum alhliða íþróttaskó, hversdagsskó og hlaupaskó frá merkinu. Allir eru þeir búnir CloudTec® en er tæknin þó örlítið mismunandi eftir gerðum.

Skemmtileg upplifun fyrir meiðslapésa

Stefán Logi Magnússon, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og verslunarstjóri Sportvara, ber On skónum góða sögu og segir þá ótrúlega létta og þægilega. „Þeir hafa reynst mér vel sem fyrrverandi knattspyrnumanni. Ég hef orðið fyrir miklu álagi á liðþófana og hnén og finn klárlega mun þegar ég nota On skóna. Það hefur verið skemmtileg upplifun fyrir meiðslapésa eins og mig.“ Þá hafa viðskiptavinir Sportvara losnað við beinhimnubólgu, og meðal annars rakið það til þess að hafa skipt yfir í On skóna.

Við kaup á hlaupaskóm er mikilvægt að gefa sér tíma og vanda valið. Í verslun Sportvara geta viðskiptavinir prófað skóna á tveimur mismunandi hlaupabrettum. Öllum er frjálst að máta og prófa, en oft er ekki aftur snúið eftir að hafa hlaupið á skýjunum.

Leiðandi í óháðum rannsóknum á íþróttafatnaði

Að auki bjóða Sportvörur upp á hlaupafatnað frá fyrirtækinu 2XU. Fyrirtækið er leiðandi á heimsvísu hvað varðar óháðar rannsóknir á compressionfatnaði, sem ætlað er að bæta æfingar, frammistöðu og endurheimt. Rannsóknir sýna markverðan mun þegar kemur að þáttum á borð við aukið blóðflæði, minni eymsli og betri árangur. Sem dæmi um sérhæfðar gerðir 2XU má nefna fatnað fyrir hjólreiðafólk, buxur fyrir ófrískar konur, bæði fyrir og eftir fæðingu, og sérstakar compressionbuxur sem flýta endurheimt, meðal annars ætlaðar fyrir flug.

Allir starfsmenn verslunarinnar hafa bakgrunn í íþróttum og því margfróðir þegar kemur að ráðgjöf við val á íþróttabúnaði. Þar er tekið vel á móti öllum og margir fastakúnnar sækja verslunina reglulega.

Nánari upplýsingar:

Sportvörur – Sportvorur.is

Bæjarlind 1–3

201 Kópavogur

Sími: 544 4140

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum