fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Kynning

Dyrfjallahlaupið: Ein fallegasta hlaupaleið landsins

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 1. júní 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dyrfjallahlaupið fer fram í þriðja skipti þann 20. júlí í Borgarfirði eystri. Hlaupið er á vegum Ungmennafélags Borgarfjarðar og dregur nafn sitt af hinum ægifögru Dyrfjöllum sem gnæfa yfir Borgarfjörðinn. Dyrfjöllin heita svo vegna skarðs mikils í miðju fjallgarðsins sem minnir á risastórar dyr.

„Dyrfjallahlaupið er haldið á hverju ári og er fyrir þá sem hafa gaman af því að hlaupa í fjölbreyttu og tæknilegu undirlagi. Þetta er kannski ekki ákjósanlegt fyrsta utanvegahlaup fólks þar sem hækkunin er töluverð og undirlendið fjölbreytt en hefur verið lýst sem einhverju fallegasta hlaupi landsins. Því hefur verið heyrt fleygt þegar keppendur koma í mark að þetta sé erfiðasta hlaupaleið landsins en þó virðast allir vera sammála um það að þetta sé ein af þeim fallegri sem fyrirfinnast,“ segir Inga Fanney Sigurðardóttir, verkefnastjóri hlaupsins.

Bæði metin slegin í fyrra

Í fyrsta skipti sem hlaupið var haldið kom Arnar Pétursson fyrstur karla í mark á 02:08:19 og Elín Edda Sigurðardóttir fyrst kvenna á 02:40:26. Í fyrra voru bæði metin slegin og var það Elísabet Margeirsdóttir sem setti nýt brautarmet kvenna á 02:30:27 og Ricky Lightfoot sló brautarmet karla, en hann kom í mark á tímanum 01:58:11 og er jafnframt sá eini sem hefur farið þessa leið á undir 2 tímum.

Hólaland – Stórurð – Bakkagerðisþorp

Leiðin er 23 kílómetra löng og telst hlaupið til utanvegahlaups. „Þetta hefst allt við bæinn Hólaland í innsveit Borgarfjarðar. Þaðan er hlaupið upp til að byrja með eftir gömlum raflínuslóða sem liggur að Sandaskörðum. Þegar komið er langleiðina upp í Sandaskörð er beygt til hægri á merkta gönguleið sem liggur að Eiríksdalsvarpi. Frá varpinu er hlaupið um Tröllabotna, yfir Lambamúla áleiðis að Urðardal þar sem Stórurð liggur undir dyrum Dyrfjalla. Úr Stórurð er hlaupið upp bratta brekku í átt að Mjóadalsvarpi. Á krossgötum ofan Stórurðar er beygt til hægri og hlaupið eftir grófri slóð undir hömrum Dyrfjalla ofan Njarðvíkur og Dyrfjalladals. Leiðin liggur að Grjótdalsvarpi og þaðan er hlaupið að mestu á grónu landi að Brandsbalarétt sem er rétt fyrir innan þorpið Bakkagerði í Borgarfirði. Seinustu 700 metrana er hlaupið á malbiki að fótboltavelli UMFB þar sem hlaupið endar.“

Gullfalleg leið

„Ef maður skráir sig í hlaupið fyrir 31. maí þá er verðið 9.900 krónur fyrir hvern keppanda. En ef keppandi skráir sig á tímabilinu 1. júní–17. júlí fer verðið upp í 10.900. Skráning eftir það kostar 11.900. Það er um að gera að skrá sig sem fyrst og fara að koma sér í gott hlaupaform fyrir Dyrfjallahlaupið. Þetta er gullfalleg leið og gaman að vera úti í guðsgrænni náttúrunni að hlaupa þarna um fjöll og firnindi. Borgarfjörðurinn er náttúrlega einn fallegasti staður á jarðríki,“ segir Inga.

Verðlaun
Allir þátttakendur fá þátttökupening þegar þeir koma í mark. Verðlaun verða svo veitt fyrir þrjú fyrstu sæti karla og kvenna.

Allar nánari upplýsingar um hlaupið má nálgast á dyrfjallahlaup.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum