Mánudagur 30.mars 2020
Kynning

Fyrir liði, vöðva, heila og húð

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 8. maí 2019 10:35

Húð, vöðvar, liðbönd, sinar, augu, innri líffæri, hjarta- og æðakerfi ásamt taugakerfi eru öll móttækileg fyrir astaxanthin, sem gerir það einstaklega virkt meðal andoxunarefna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Astaxanthin frá Algalíf er 100% náttúrulegt hágæða bætiefni, framleitt á sjálfbæran hátt við kjöraðstæður með hreinu íslensku vatni sem tryggir að gæðin skila sér að fullu til neytenda.

 

Astaxanthin er afar öf lugt andoxunarefni sem er gott fyrir húðina og virkar vel á mörg kerfi líkamans. Náttúrulegasta og hreinasta uppspretta astaxanthins, sem er náttúrulegt karótínóíð, finnst í smáþörungum sem kallast Haematococcus pluvialis en þeir framleiða þetta sem varnarefni gegn erfiðum aðstæðum í umhverfinu. Astaxanthin er einnig að finna í dýrum og plöntum sem hafa einkennandi rauðan (bleikan) lit eins og til dæmis í laxi og ljósátu (krill). Astaxanthin getur veitt vörn gegn útfjólubláum geislum og því gríðarlega gott fyrir húðina og það getur einnig stuðlað að heilbrigði augna, heila, hjarta, liða og vöðva.

 

Aukinn árangur í íþróttum

Astaxanthin er eitt af öf lugustu andoxunarefnunum sem fyrirfinnast í náttúrunni. Það berst gegn ferli oxunar og sindurefna sem herja á frumur líkamans með tímanum og hjálpar það því til dæmis við að lækna skemmda frumuvefi. Astaxanthin getur dregið úr myndun mjólkursýru í vöðvum og þreytu, bætt þol og styrk og stuðlað að skjótu jafnvægi í líkamanum eftir æfingar. Það er því mjög gott fyrir íþróttafólk sem vill ná sem bestum árangri. Mikið af astaxanthin er til dæmis í vöðvum laxins og vilja sumir meina að það gefi laxinum þá orku sem hann þarf til að synda gegn straumnum. Húð, vöðvar, liðbönd, sinar, augu, innri líffæri, hjarta- og æðakerfi ásamt taugakerfi eru öll móttækileg fyrir astaxanthin, sem gerir það einstaklega virkt meðal andoxunarefna.

Minni bruni, meiri brúnka?

Ysta lag yfirhúðar ver undirliggjandi lög hennar gagnvart ýmsum efnum, örverum og vatni. Dýpra í yfirhúðinni eru lifandi frumur sem skipta sér stöðugt til að endurnýja ysta lagið og er æviskeið hverrar frumu á bilinu 20-50 dagar. Í yfirhúðinni eru einnig frumur sem framleiða brúna litarefnið melanín þegar sólin skín á húðina en hlutverk þessa litarefnis er að verja kjarna (erfðaefni) húðfrumanna gagnvart útfjólubláu geislum sólarinnar. Bætiefnið astaxanthin getur dregið úr þeim skaða sem útfjólubláu geislar sólarinnar geta valdið húðinni (sólbruni) og ólíkt sólkremum sem borin eru á húðina blokkar Astaxanthin ekki þá geisla sem breytast í D-vítamín í húðinni. Það ver húðina einfaldlega gegn skemmdum og því gott fyrir alla en það hefur reynst þeim sem hafa mjög ljósa húð sérstaklega vel. Bæði ver það húðina betur gegn sólbruna og svo taka margir meiri lit en áður og/eða halda honum betur – sem f lestum þykir góður bónus.

 

Hreint íslenskt astaxanthin

Algalíf er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á þessum Haematococcus pluvialis örþörungum og vinnur úr þeim hágæða astaxantin. Ræktun og framleiðsla fer fram í einangruðum ræktunarkerfum þar sem allir mengunarvaldar eru útilokaðir og eingöngu hreint íslenskt vatn er notað við framleiðsluna. Endurnýtanleg orka er notuð við framleiðsluna og flokkast hún sem sjálf bær iðnaður.

Hrönn Hjálmarsdóttir.

„Astaxanthin getur dregið úr þeim skaða sem útfjólubláu geislar sólarinnar geta valdið húðinni en ólíkt sólarvörnum blokkar það ekki þá geisla sem líkaminn okkar nýtir til D-vítamínframleiðslu.“

Dagleg inntaka

Astaxanthin er 550 sinnum öflugra andoxunarefni en E-vítamín og 6.000 sinnum áhrifaríkara en C-vítamín. Það tekur Astaxanthin 12-19 klukkustundir að hámarkast í blóði þínu og eftir það brotnar það niður á 3-6 klukkustundum. Þess vegna þarf að taka það inn daglega. Til þess að verja húðina gegn sólargeislum, áður en haldið er í gott sólarfrí er gott að hefja inntöku nokkrum vikum áður. Astaxanthin getur einnig verið gott fyrir augun/sjónhimnuna og dregið úr þreytu og álagi á augum og stuðlað að skýrari sjón. Það dregur einnig úr bólgum almennt og nýtist vel gegn nánast hvaða bólguástandi sem er, hvort sem það er í liðum eða annars staðar.

 

Fæst í apótekum, heilsuhúsum og heilsuhillum valdra verslana.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 vikum

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi

Súperbygg: Öflugt byggingarfyrirtæki á Selfossi
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð
Kynning
Fyrir 2 vikum

Reistur frá dauðum með ofurkrafta – Bíómiðar í boði á hasarmyndina Bloodshot

Reistur frá dauðum með ofurkrafta – Bíómiðar í boði á hasarmyndina Bloodshot
Kynning
Fyrir 3 vikum

Ritsmiðja, listasýning og notaleg stemning á Bókasafni Árborgar: „Við erum alltaf með heitt á könnunni“

Ritsmiðja, listasýning og notaleg stemning á Bókasafni Árborgar: „Við erum alltaf með heitt á könnunni“
Kynning
Fyrir 3 vikum

LED húsnúmer geta bjargað lífum!

LED húsnúmer geta bjargað lífum!
Kynning
Fyrir 3 vikum

Lagðar línur, litríkir skúlptúrar og nýtt kaffihús í Listasafninu á Akureyri

Lagðar línur, litríkir skúlptúrar og nýtt kaffihús í Listasafninu á Akureyri
Kynning
Fyrir 3 vikum

Komdu í áskrift hjá Hydra Flot Spa: Nýtt í ár! Hljóðrituð hugleiðsla, Cryo-air andlitsmeðferðir og vinnustaðarnámskeið

Komdu í áskrift hjá Hydra Flot Spa: Nýtt í ár! Hljóðrituð hugleiðsla, Cryo-air andlitsmeðferðir og vinnustaðarnámskeið