fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Verkefnið steinliggur með Steypustöðinni

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 4. maí 2019 10:00

Mynd af Boston Antik hleðslusteini.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framleiðsla Steypustöðvarinnar er að stærstum hluta steypa í húsbyggingar, hvort sem um er að ræða innveggi, sökkla, plötur eða útveggi o.fl. „Við erum með einingaverksmiðju í Borgarnesi þar sem framleiddar eru húseiningar, holplötur, steinrör og fleira.“ Að auki býr Steypustöðin yfir flotdeild og er með sérhannaða flotbíla. „Þessir bílar eru algjör bylting í þeim geira,“ segir Viðar Hreinn Olgeirsson sölustjóri – Hellur og múr.

Viðar Hreinn Olgeirsson, við nýja sýningarsvæðið á Malarhöfða.

Þú þarft ekki að leita langt yfir skammt

Þegar kemur að framkvæmdum getur verið töluvert mál að finna rétta aðila til þess að vinna verkin vel og vandlega. Oft þarf að fara á marga staði til að finna rétta efnið og hafa samband við marga til þess að framleiða mismunandi hluta fyrir verkefnið. Steypustöðin hefur ávallt haft það að leiðarljósi að vera lausnamiðað fyrirtæki. „Hjá okkur hefur viðskiptavinurinn gott úrval þegar kemur að því að velja allt frá hleðsluveggjum, hellum og hleðslusteinum, allt niður í skrautmöl í garðinn. Einnig sérsmíðum við fyrir ýmis verkefni ef þess þarf. Við viljum gera allt eins auðvelt og hægt er fyrir viðskiptavini okkar og að þeir þurfi ekki að flakka á milli fyrirtækja. Auðvitað geta komið upp tilfelli þar sem nauðsynlegt er að tala við fleiri en einn aðila, en alla jafna reynum við að leysa verkefnin sjálfir, snöggt og örugglega.“

Sérsmíði

„Sérsmíðin fer aðallega fram í einingaverksmiðjunni í Borgarnesi, en þá bjóðum við upp á alls konar útfærslu á t.a.m. stigum, svölum og mörgu fleiru sem tengt er ákveðnum verkefnum.“

Stolt af verkefnum sínum

„Við í Steypustöðinni erum sérlega stolt af verkefni okkar við Hótel Hamar í Borgarnesi í fyrra. Þar notuðum við hleðslusteina úr nýrri vörulínu hjá okkur. Hleðslusteinninn sem notast var við kallast kallast Megaloc og kemur afskaplega vel út og má sjá mynd af því á heimasíðunni okkar steypustodin.is. Einnig erum við mjög stolt af verkefni sem var gert við Bláa lónið og vann til Steinsteypuverðlaunanna 2019 og JÁ verk var framkvæmdaraðili við.“

Megaloc steinn úr hleðslunni við Hótel Hamar í Borgarnesi.

Glæný vörulína í sumar

„Í sumar bjóðum við upp á glænýja vörulínu í hleðslusteinum. Þá erum við með fallegar og einfaldar lausnir við hellur og hleðslu í t.d. görðum eða við hæðarmismun í plönum. Hægt er að skoða ítarlegan bækling um vörulínuna á vefsíðunni okkar. Einnig er tilvalið koma við á Malarhöfðanum eða Hringhellu til þess að skoða úrvalið og ræða við sölumenn okkar og fá upplýsingar um hinar fjölmörgu lausnir sem Steypustöðin hefur upp á að bjóða. En við erum einmitt að endurnýja sýningarsvæðið okkar á Malarhöfðanum þar sem hleðslusteinar úr nýju vörulínunni okkar verða aðal númerið,“ segir Viðar.

Starfsstöðvar Steinsteypunnar eru fjölmargar:

Malarhöfða 10, 110 Reykjavík

Hringhellu 2, 221 Hafnarfirði

Helguvíkurvegi 3, 250 Garði

Engjaási 2, 310 Borgarnesi

Hrísmýri 8, 800 Selfossi og

Smiðjuvegi, 870 Vík.

 

Hafðu samband í síma 440-0400 eða í netpósti: steypustodin@steypustodin.is

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni steypustodin.is

Facebook: Steypustöðin

Instagram: Steypustodin

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum