fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Teitur Arason einkaþjálfari: Ef þér finnst það gaman þá nærðu árangri

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. september 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef fengið til mín fólk á æfingar klukkan sex á morgnana, fólk sem sá ekki fram á að geta nokkurn tíma vaknað á þeim tíma. En svo eru sömu einstaklingarnir farnir að mæta klukkan sex til að æfa sjálfir þegar þeir eru ekki í tíma hjá mér,“ segir Teitur Arason, íþróttafræðingur og einkaþjálfari, um þá undraverðu breytingu sem verður á lífsstíl og viðhorfi fólks sem ílengist í líkamsrækt.

Teitur starfar í World Class Laugum þar sem hann þjálfar bæði íþróttafólk og almenning. „Ég hef þjálfað fólk á öllum aldri og af öllum gerðum. Af íþróttafólki hef ég mest fengið til mín leikmenn úr fótbolta og handbolta ásamt því að hjálpa keppendum í fitness að undirbúa sig. Síðan koma margir til mín sem vilja einfaldlega bæta heilsu sína og lífsgæði,“ segir Teitur.

En það er margt ólíkt við að þjálfa almenning og íþróttafólk: „Íþróttamenn hafa meiri reynslu og með þeim er maður jafnframt oft að vinna gegn undirliggjandi meiðslum. Auk þess eru þeir oft að æfa með mjög skilgreind markmið í huga varðandi til dæmis hraða, snerpu og sprengikraft á meðan flestir sem stunda ekki íþróttir þurfa ekki að kafa jafn djúpt í markmið sín í líkamsrækt, heldur styðjast frekar við markmið sem miðast við aukið þol, styrk og liðleika.“

Árangur tekur tíma

Af almennum borgurum sem leita til Teits kemur fólk á öllum aldri í alls konar formi. „Ég er til í að vinna með hvaða fólki sem er svo lengi sem það tileinkar sér rétt viðhorf og er tilbúið að leggja sig fram.“

Teitur segir það nokkuð útbreitt hugarfar hjá fólki að vilja árangur strax og það þurfi að átta sig á því að árangur snýst um breyttan lífsstíl og að þetta er langhlaup: „Þetta er algengara hjá yngra fólki sem vill fá hlutina strax en þarf að átta sig á því að maður þarf að vinna fyrir hlutunum og það tekur tíma.“

Teitur segir mikilvægt að leggja upp með skýr markmið. „Margir byrja og hætta fljótt af því þeir hafa engin markmið og ekkert plan, þá er svo auðvelt að detta út. Það er eins og að mæta í skólann með engan penna eða blað og vita ekki í hvaða tíma maður á að fara – þá lærir maður ekkert. En þetta er lífsstíll sem maður tileinkar sér smám saman og líkamsræktin er heimur sem gaman er að vera í.“

Æfingar eiga að vera skemmtilegar

Teitur veitir viðskiptavinum sínum mikinn stuðning og ráðgjöf varðandi mataræði. Farið er yfir matarvenjur í byrjun og byrjað að notast við mataráætlun. Mælingar og vigtun eru síðan fyrir þá sem það vilja og þurfa á að halda. Æfingar þurfa að vera fjölbreyttar og skemmtilegar.

„Æfing er ekki bara æfing og það eru til milljón mismunandi útfærslur. Það þarf að finna æfingar sem þér finnst skemmtilegar því það er einfalt reikningsdæmi að ef þú nýtur þess að æfa þá ertu mun líklegri til að ná árangri.“

Til að fá nánari upplýsingar eða panta einkaþjálfun hjá Teiti er best að senda honum skilaboð á netfangið teiturara14@gmail.com.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Nefstíflur loksins horfnar!

Nefstíflur loksins horfnar!
Kynning
Fyrir 5 dögum

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru

Aflhlutir þjóna sjávarútvegi, fiskeldi og fleiru
Kynning
Fyrir 1 viku

Lumon svalalokunarkerfi frá Ál og Gler: Sumarið er langbest úti á svölum!

Lumon svalalokunarkerfi frá Ál og Gler: Sumarið er langbest úti á svölum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Dropi frá True Westfjords: Kaldunnið vestfirskt þorskalýsi

Dropi frá True Westfjords: Kaldunnið vestfirskt þorskalýsi
Kynning
Fyrir 2 vikum

Volcano Trail Run

Volcano Trail Run
Kynning
Fyrir 2 vikum

Fjögurra skóga hlaupið: Náttúrufegurð og veðursæld

Fjögurra skóga hlaupið: Náttúrufegurð og veðursæld