fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. september 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræðurnir Ólafur og Tyrfingur Leóssynir stofnuðu Jeppasmiðjuna árið 1990. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í viðgerðum á sjálfskiptingum og jeppum og varahlutasölu. Fyrir tveimur árum veiktist Ólafur úr krabbameini og þá var starfseminni skipt upp þannig að varahlutainnflutningur og varahlutasala er undir merkjum Jeppasmiðjunnar en viðgerðarþjónustan er rekin af öðrum eigendum undir nafninu Ljónsstaðir.

Ólafur lést í sumar og var öllum harmdauði sem til hans þekktu.

Heimilisfangið er Ljónsstaðir sem eru rétt fyrir utan Selfoss en í vissum skilningi þjónar fyrirtækið öllu landinu. „Við seljum varahluti til verkstæða og almennings um allt land og héðan fara daglega margir pakkar með póstinum og flutningabílum hvert á land sem er. Auk þess fara sendibílar með vörur frá okkur þrjár ferðir á dag til Reykjavíkur,“ segir Tyrfingur Leósson.

Í varahlutainnflutningnum er mikil áhersla lögð á varahluti í bíla sem eru á Bandaríkjamarkaði. „Þar má nefna Ford, Dodge, Chevrolet, Jeep og svo bandarískar gerðir af Toyota, Mazda, Hyundai, Kia, Subaru o.fl.,“ segir Tyrfingur.

Ávallt er mikið til af varahlutum á lager en Jeppasmiðjan pantar aðra varahluti sem vantar hverju sinni jafnóðum og fær tvær sendingar í viku frá Bandaríkjunum. Einnig er Jeppasmiðjan með olíur, frostlög, rúðuvökva og rafgeyma í margar gerðir bíla.

Sem fyrr segir voru viðgerðir á sjálfskiptingum og almennar jeppaviðgerðir helstu sérsvið Jeppasmiðjunnar en einnig hefur fyrirtækið komið mikið að bílabreytingum í gegnum árin. „Við höfum smíðað mjög mikið fyrir þessi fyrirtæki sem eru í breytingum á bílum og þessir breyttu bílar hjá ferðaþjónustufyrirtækjunum eru til dæmis flestir með einhverja hluti sem við höfum smíðað,“ segir Tyrfingur. „En nú hefur verkstæðið Ljónsstaðir, sem er í eigu fimm af okkar fyrrverandi starfsmönnum, yfirtekið þann lið starfseminnar.“

Sem fyrr segir er Jeppasmiðjan til húsa að Ljónsstöðum, skammt fyrir utan Selfoss.

Símanúmer er 480-0120 en nánari upplýsingar eru á vefsíðunni jepp.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund

Vélfang ehf: Þekking, reynsla og rík þjónustulund
Kynning
Fyrir 4 dögum

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll

Barnið: Bílasmiðurinn verður á glæsilegri sölu- og þjónustusýningu í Laugardalshöll
Kynning
Fyrir 1 viku

Það þurfa ekki allir að teygja eins og Jane Fonda, en taktu samt Omega3

Það þurfa ekki allir að teygja eins og Jane Fonda, en taktu samt Omega3
Kynning
Fyrir 1 viku

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð

Hvellur-Reiðhjólaþjónusta allt árið: Gæðamerki, góð þjónusta og gott verð
Kynning
Fyrir 1 viku

Bjórböðin eru einstök heilsulind

Bjórböðin eru einstök heilsulind
Kynning
Fyrir 1 viku

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí

Vorhátíð í Garðabænum 12. maí
Kynning
Fyrir 2 vikum

Gerðu hreint fyrir þínum dyrum!

Gerðu hreint fyrir þínum dyrum!
Kynning
Fyrir 2 vikum

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi

Hvammshólar ehf: Allt að 99% hreinsun á skólpi