fbpx
Laugardagur 25.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Snyrtistofan Eva dekrar við þig: Þú átt það skilið!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 18:00

Ragna Björg Arnardóttir, Kristín Sigursteinsdóttir, Anna Lind Friðriksdóttir og Elísabet Hólm Júlíusdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snyrtistofan Eva er notaleg og hlý snyrtistofa sem kappkostar að skapa rólegt og afslappað andrúmsloft ásamt því að veita góða, faglega og persónulega þjónustu, bæði í meðferðum sem og ráðgjöf við vöruval. Boðið er upp á alhliða úrval meðferða fyrir bæði dömur og herra. Í boði eru andlitsmeðferðir, andlitsböð, litun og plokkun, vax, fótsnyrting, handsnyrting, gelneglur, förðun og varanleg förðun.

Dermatude andlitsmeðferð.

Frábærar vörur og enn betri þjónusta

Snyrtistofan Eva er með frábærar vörur til sölu, t.d. Artdeco húðsnyrtivörur, förðunarvörur og handsnyrtivörur; vörur frá Helena Rubinstein, Diesel ilm og Moroccanoil húðvörur. „Markmið okkar er að viðskiptavinir geti gengið að því vísu að fá bestu mögulegu meðferð og þjónustu hverju sinni, sem hentar þeirra húðgerð og tilgangi.

Moroccanoil.

Í snyrtimeðferðum okkar notum við Pure Minerals vörurnar frá Artdeco. Um er að ræða frábæra steinefnalínu án allra parabena. Í vörunum er einnig mikið af náttúrulegum efnum og vítamínum. Artdeco vörurnar eru þýskar og hafa notið mikilla vinsælda þar í landi og einnig í Frakklandi og Ítalíu,“ segir Ragna Björg Arnardóttir. Ásamt Kristínu Sigursteinsdóttur hefur hún rekið Snyrtistofuna Evu frá 2011. Með þeim stöllum starfa á stofunni þær Anna Lind Friðriksdóttir og Elísabet Hólm Júlíusdóttir.

Artdeco

 

Sérmeðferðir

Elísabet veitir ýmsar sérmeðferðir svo sem varanlega förðun eða tattú á augabrúnir, kringum augun og á varir. Einnig framkvæmir hún Meta Therapy frá Dermatude. Þessi meðferð hefur verið afar vinsæl „Anti Aging“-meðferð hjá fræga fólkinu í Hollywood. Meðferðin ruddi sér til rúms á Íslandi fyrir tæplega fjórum árum. Um er að ræða rakameðferð sem vinnur vel á öldrunareinkennum eins og litablettum, slappleika og hrukkum, en einnig örum og rósroða. Árangurinn er endurnýjun og endurbygging húðarinnar og bætt ásýnd. Meðferðin er 100% náttúruleg og sársaukalaus. Meðferðartíminn er stuttur og árangurinn er sjáanlegur strax. Einnig gerir Elísabet gelneglur og augnaháralengingar.

Augnaháralenging

Dásamlegir dekurpakkar og gjafabréf

„Við erum með nokkrar gerðir af dekurpökkum sem eru mjög vinsælir í jólapakkann í ár. Það er nefninlega svo hugulsamt að gefa dekur í jólagjöf. Einnig bjóðum við upp á gjafabréf sem henta öllum, hvort sem meðferð er valin eða inneign á stofunni. Við erum svo liðlegar ef fólk langar að skipta í aðrar meðferðir eftir á. Hér fást einnig ýmsar vörur fyrir húðina og förðunarvörur í breiðum verðflokkum. Það má segja að við séum snyrtistofa fyrir alla sem langar að gera vel við sig í dekri,“ segir Ragna.

Leyfðu okkur að dekra við þig, þú átt það skilið.

Snyrtistofan Eva er staðsett í Miðgarði að Austurvegi 4, Selfossi.

Opið er alla virka dag frá 10–17 og á laugardögum á veturna frá 10–13.

Netfang: snyrtistofaneva@gmail.com

Tímabókanir í síma 482-3200.

Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðunni Snyrtistofan Eva

og Instagram-síðunni Snyrtistofan Eva.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 3 dögum

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin

Þak.is: Reynsla og þekking er besta auglýsingin
Kynning
Fyrir 3 dögum

Iceland Recruitment: „Gæði skipta okkur meira máli en magn“

Iceland Recruitment: „Gæði skipta okkur meira máli en magn“
Kynning
Fyrir 1 viku

Þjótandi – Sérhæfing og ný tækni í jarðvinnu og vegagerð

Þjótandi – Sérhæfing og ný tækni í jarðvinnu og vegagerð
Kynning
Fyrir 1 viku

Eilíf hamingja á Sægreifanum!

Eilíf hamingja á Sægreifanum!
Kynning
Fyrir 1 viku

Glæsileg sýning í Laugardalshöll um helgina: Komdu og upplifðu Lifandi heimili

Glæsileg sýning í Laugardalshöll um helgina: Komdu og upplifðu Lifandi heimili
Kynning
Fyrir 1 viku

Leiðandi á íslenskum verktakamarkaði

Leiðandi á íslenskum verktakamarkaði
Kynning
Fyrir 1 viku

Reiðhjólaverzlunin Berlin: Fyrir sjálfstæða og stílmeðvitaða einstaklinga sem elska falleg reiðhjól

Reiðhjólaverzlunin Berlin: Fyrir sjálfstæða og stílmeðvitaða einstaklinga sem elska falleg reiðhjól
Kynning
Fyrir 2 vikum

Það þurfa ekki allir að teygja eins og Jane Fonda, en taktu samt Omega3

Það þurfa ekki allir að teygja eins og Jane Fonda, en taktu samt Omega3