fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Jóga tengir líkama og huga – Yoga Shala er með fjölbreytta tíma með innrauðum hita

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. október 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yoga Shala hóf starfsemi árið 2005, en var opnað á nýjum og glæsilegum stað í janúar 2017 á 3. hæð í Skeifunni 7. Skeifan er spennandi svæði þar sem mikil gróska hefur átt sér stað undanfarin ár.

„Við bjóðum upp á hágæða jógakennslu í stórum og björtum sal með útsýni yfir Esjuna,“ segir Tómas Oddur Eiríksson, einn af eigendum Yoga Shala en hann rekur stöðina ásamt Ingibjörgu Stefánsdóttur.

„Yoga Shala er einnig fyrsta jógastöðin á Íslandi til að vera með innrauðan hita sem hefur slegið í gegn hjá iðkendum. Hitinn er þægilegur, alveg hljóðlaus, er ekki kæfandi og nær djúpt í vefina.

Við viljum vera nærandi griðastaður fyrir fólkið í samfélaginu og gera jóga aðgengilegt fyrir alla, sama hver bakgrunnurinn er. Fjölbreyttir tímar eru í boði alla daga vikunnar, enda misjafnt hverju fólk er að leita að, en hins vegar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.“

Tómas fór af stað með námskeiðið Yoga fyrir Stirða stráka sem hefur náð gríðarlegum vinsældum en nú hafa yfir 600 karlar á Íslandi tekið námskeiðið. „Það selst alltaf upp, sem er bara mjög ánægjulegt,“ segir Tómas og bætir við að bráðum verði farið af stað með Yoga fyrir Stirðar stelpur líka.

„Við erum að fara að bæta við fleiri námskeiðum. Við erum að vinna með kulnun og bjóðum upp á sérstaka tíma og námskeið fyrir fólk sem glímir við hana. Við erum einnig með sér tíma, Kyrrðarjóga fyrir konur, fyrir konur sem heita, nýtt námskeið sem heitir Kvennakraftur og heilmikið af opnum tímum sem þátttakendur á námskeiðum mega mæta í. Á morgnana erum við með frábæra tíma þar sem fólk lærir að iðka sjálft, á eigin hraða undir persónulegri leiðsögn kennara.

Margir viðskiptavina Yoga Shala koma í gegnum Virk og hefur verið mikið ánægja með það samstarf. Við elskum að hjálpa fólki að líða betur og viljum mæta hverjum og einum þar sem hann/hún er.

En hver er ávinningurinn við að stunda jóga?

„Það sem ég fæ út úr jóga er kyrrð og ró í huganum, fyrst og fremst. Ég mæti sjálfum mér á mottunni hverju sinni og læri að lifa í sátt við sjálfan mig og augnablikið. Líkamsvitund, liðleiki og styrkur er bónus. Ég er aldrei með vöðvabólgu eða verki. Ég á auðveldara með að takast á við erfiðleika þegar þeir koma upp og yfirstíga hindranir. Ég fæ aukna orku af önduninni og tengist innsæi mínu betur. Fyrir mér er jóga mjög vísindalegt, þar sem iðkandinn er rannsakandinn og viðfangsefnið í senn,“ segir Tómas sem er líka með BS í landfræði frá Háskóla Íslands. „Í Yoga Shala vinnum við bæði með líkamann og andlegu hliðina, þetta helst allt í hendur; hugur og líkami er eitt og hið sama. Jóga er ekki eins alvarlegt og fólk heldur. Það getur líka verið skemmtilegt og skapandi.“

Það hafa orðið miklar breytingar á lífi fólks undanfarin ár með tilkomu netsins og samfélagsmiðla. Það er sífellt hægt að ná í okkur og áreitið er alls staðar, svo loksins þegar við komumst heim þá heldur áreitið áfram. Við vitum að streita og spenna geta valdið alvarlegum sjúkdómum.

Svo leggur maður höfuðið á koddann og getur jafnvel ekki sofnað og þá er maður kominn í vítahring. Þess vegna er svo ótrúlega mikilvægt að eiga stund á hverjum degi þar sem maður kúplar sig út og hleður batteríið.

Við notum áhrifaríkar æfingar sem eru róandi fyrir taugakerfið og hugann.“

Hjá Yoga Shala er meðal annars boðið upp á hugleiðslu, Yoga Nidra, sem er djúpslökun og mjög vinsæl, Ashtanga-jóga, kraftjógaflæði, kyrrðarjóga ásamt því að bjóða reglulega upp á fjölbreytt námskeið, vinnustofur og viðburði. „Það er bara um að gera að skoða úrvalið á heimasíðu okkar og hafa samband við okkur og fá leiðbeiningar um hvað hentar best. Við bendum líka fólki á að hlaða niður appinu okkar – Yoga Shala Reykjavík.“

Yoga Shala býður upp á gjafakort fyrir opna tíma og námskeið sem er tilvalin jólagjöf.

Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á vefsíðunni yogashala.is og Facebook-síðu Yoga Shala Reykjavík. Einnig eru upplýsingar veittar í síma 553-0203 eða í gegnum tölvupóst á netfangið yoga@yogashala.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 dögum

Fjölbreyttar og framsæknar lausnir í öryggismálum

IP Kerfi – vefverslun

Fjölbreyttar og framsæknar lausnir í öryggismálum
Kynning
Fyrir 5 dögum

Skorri ehf. selur Tudor-rafgeyma: Traust fagmennska í yfir 40 ár

Skorri ehf. selur Tudor-rafgeyma: Traust fagmennska í yfir 40 ár
Kynning
Fyrir 5 dögum

BS Verktakar: Heildarlausn á viðhaldi bílastæða

BS Verktakar: Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Kynning
Fyrir 6 dögum

Bílalökkun Kópsson ehf: Gott orðspor er besta auglýsing sem völ er á

Bílalökkun Kópsson ehf: Gott orðspor er besta auglýsing sem völ er á
Kynning
Fyrir 6 dögum

Key of Marketing: Klæðskerasniðnar lausnir sem henta ólíkum fyrirtækjum

Key of Marketing: Klæðskerasniðnar lausnir sem henta ólíkum fyrirtækjum
Kynning
Fyrir 1 viku

Kraftkort: Meira afl og minni eyðsla með tölvustýrðri vélarstillingu

Kraftkort: Meira afl og minni eyðsla með tölvustýrðri vélarstillingu
Kynning
Fyrir 1 viku

Srekk: Elskulegt en andfélagslegt tröll í Iðnó

Srekk: Elskulegt en andfélagslegt tröll í Iðnó