fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Kynning

Baby K‘tan burðarsjöl: Sjalið sem heldur vel utan um barnið þitt

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. maí 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Júlíana Magnúsdóttir er hjúkrunarfræðingur að mennt og brjóstagjafaráðgjafi. Hún kynntist burðarsjölum í gegnum vinkonu sína sem er dúla. „Við erum báðar fylgjandi því að barn njóti nærveru við foreldri sitt. Ég vann á vökudeild og er brjóstagjafaráðgjafi og þar spilar nándin inn í, að barnið liggi upp við foreldri sitt, en sitji jafnframt í góðri stellingu.“

„Það er mikilvægt að barnið sitji rétt í sjalinu, með mjaðmirnar í M, þá er barnið með lappirnar utan um þann fullorðna, hnén eru bogin og þyngdin er á rassinum. Það er til að barnið hangi ekki á mjöðmunum, ef það gerist þá getur það valdið mjaðmalosi.“

„Sjölin eru þannig að þú klæðir þig í þau, en þarft ekki að vefja þeim marga hringi utan um þig. Þau eru í nokkrum stærðum og er hún valin út frá fatastærð foreldris eða þeirrar manneskju sem mun bera barnið. Stærð og þyngd barnsins er ekki áhrifavaldur í stærðarvali.“

 
Júlíana Magnúsdóttir.

Barnið snýr að þeim fullorðna í sjalinu, finnur hjartslátt hans og jafnar sinn eigin um leið og situr kúpt í baki sem er besta staðan fyrir barnið. „Þegar barnið snýr fram þá er sú stelling óhollari fyrir það. Þegar barnið verður eldra þá getur það hins vegar farið að snúa fram í smá tíma.“

„Ef barnið kallar mikið á að vera á handlegg þá er mikill kostur að geta verið með það í sjalinu, þá er maður með barnið hjá sér, en á sama tíma með hendurnar lausar. Og þar sem að sjalið dreifir þyngdinni á bak og báðar axlir þá er þetta ekki jafn erfitt líkamlega eins og að halda þeim á mjöðm.“

Sjölin duga fyrir börn upp að 16 kg  og eru í tveimur gerðum: orginal sem er bómull út í gegn og breeze, sem er einnig úr bómull, en helmingur lykkjunnar er úr gataðri bómull þannig að efnið andar meira. Hentar það því betur ef foreldri og/eða barn er heitfengt. Sjölin eru í fjórum litum: svörtu, gráu, bláu og fjólubláu.

Baby K‘tan vörurnar eru seldar á heimasíðunni babyktan.is, lucina.is, í Móðurást og í Litli gleðigjafinn á Akureyri.

Á vefsíðunni Lucina.is og Facebook-síðu með sama nafni eru til sölu ýmsar vörur sem henta vel fyrir barn og foreldri, til dæmis eru Baby K‘tan skiptitöskur á leið til landsins sem eru nýstárlegar um leið og þær eru praktískar og fallegar. „Í þeim er fullt af hólfum, eitt stórt kælihólf og hólf fyrir fartölvu, þannig að ein taska dugar fyrir allt sem þarf.“ Skiptitöskurnar verða líka á Baby K‘tan-síðunni og mögulega í verslunum.

Einnig eru hreinsiskífur fyrir andlit til sölu, „þær eru stórar og skolast vel úr þeim, ég byrja á að þrífa augun, skola síðan og þríf andlitið. Þetta er algjör snilld,“ segir Júlíana, en hreinsiskífurnar eru mjög hentugar fyrir þá sem vilja hugsa um umhverfið jafnt og húðina.

Nánar má skoða vöruúrvalið á heimasíðunni lucina.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum