fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
FókusKynning

Þjáist þú af þunglyndi? Þá ættirðu að prófa þessa íþróttagrein

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 10. júní 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vita það eflaust margir að hreyfing er góð fyrir líkamlega heilsu og ekki síður andlega heilsu. Þannig getur hreyfing komið að góðu gagni fyrir þá sem þjást af þunglyndi.

Samkvæmt nýrri rannsókn er þó ein íþróttagrein talin gagnast betur en aðrar gegn þunglyndi. Hér er um að ræða klettaklifur. Það voru vísindamenn við University of Arizona sem komust að þessari niðurstöðu eftir að hafa skoðað einstaklinga sem allir áttu það sameiginlegt að hafa þjáðst af þunglyndi.

Klettaklifur reynir á líkamlegan styrk en einnig þurfa þeir sem stunda það að hafa góða einbeitingu. „Hugurinn þarf að vera rólegur og mjög einbeittur þegar klettaklifur er stundað,“ segir Eva-Maria Stelzer en hún stóð fyrir rannsókninni ásamt öðrum.

Vísindamenn skoðuðu hundrað einstaklinga í Þýskalandi sem allir höfðu greinst með þunglyndi í meðallagi. Þátttakendum var skipt í tvo hópa; annar hópurinn var látinn stunda kletta- eða veggjaklifur í þrjár klukkustundir á viku en tekið er fram að flestir höfðu aldrei prófað íþróttagreinina. Að átta viknum liðnum höfðu þunglyndiseinkennin minnkað um 6,27 stig að meðaltali á þar til gerðum þunglyndisskala.

Hinn hópurinn var ekki látinn stunda klettaklifur, en þrátt fyrir það minnkuðu einkennin lítillega, eða um 1,4 stig á þessum sama skala. Þegar seinni hópurinn fékk grænt ljós á að byrja að stunda klettaklifur minnkuðu einkennin mun meira og urðu líkari því sem gerðist hjá þátttakendum í fyrri hópnum.

Í umfjöllun Inverse, sem fjallar um rannsóknina, kemur fram að þýskir spítalar séu farnir að láta þunglyndissjúklinga stunda klettaklifur til að draga úr einkennum þunglyndis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum