fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
FókusKynning

Vindurinn ókeypis og mikið til af honum

Vistvænn virkjanakostur

Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 15. október 2016 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður G. Guðjónsson náttúruverndarsinni skrifaði pistil sem birtur var á facebooksíðu BioKrafts á dögunum þar sem hann bendir á kosti þess að virkja vindorku í stað þess að bygga sífellt fleiri vatnsorkuver, eins og stefnan virðist vera hérlendis. „Nýting vindsins til framleiðslu raforku er mér mjög hugleikin enda svo komið að virkjanakostir í vatnsorku eru ekki margir. Kosturinn við vindinn sem orkugjafa er að hann er ókeypis og mikið til af honum,“ segir Sigurður í pistlinum.

Hann bendir á að vindorkuver séu fullfær um að veita samkeppni hefðbundnum orkuverum sem framleiða orku úr vatni, köldu sem heitu, kolum og gasi. Auk þess kemur fram að tímaritið Lifandi vísindi hafi árið 2010 spáð fyrir um stóraukningu á vindorkuverum á næstu árum. Þar er einnig bent á þann stóra kost vindmylla að afar fljótlegt sé að byggja vindorkuver samanborið við hefðbundnari virkjanir. Vindorkan sé þar að auki líklega sú vistvænasta sem í boði er.

Hvers vegna erum við Íslendingar þá að eyðileggja landið okkar með vatnsorkuverum í stað þess að byggja vindorkuver? Landið er óneitanlega stormasamt og hefur vindorkuver engin áhrif á orkuuppsprettu sína öfugt við vatnsorkuver sem krefjast róttæks inngrips í stór landsvæði. Sigurður bendir á að Landsvirkjun hafi stigið sín fyrstu skref í nýtingu vindorku en að mótyr sé þónokkur þar sem sjónmengun geti verið nokkur af vindmyllum. Stærstu skrefin í beislun vindsins hér á landi hefur frumkvöðullinn Steingrímur Bjarni Erlingsson tekið, en hann stofnaði fyrirtækið BioKraft ehf. fyrir nokkrum árum. Í samvinnu við aðra aðila keypti Steingrímur þrjár danskar vindmyllur og setti upp í Þykkvabæ eftir að hafa látið vinna rannsóknir á vindakortum fyrir Ísland og fengið leyfi frá Rangárþingi ytra auk virkjanaleyfis frá Orkustofnun. „Vindmyllurnar tvær hafa gengið snurðulaust í liðlega tvö ár. Árleg orkuframleiðsla BioKraft í Þykkvabænum hefur verið um 4,425 MWh. Sú orka samsvarar orkuþörf 920 heimila og sennilega mætti keyra rafbíl 610 sinnum umhverfis jörðina á þeirri orku, ef aðstæður leyfðu,“ kemur fram í pistli Sigurðar

Það stendur til hjá BioKraft að fjölga vindmyllunum um þrettán og reisa þær í Þykkvæbænum, sem er kjörinn fyrir vindorkuver. Sigurður bendir á að vindorkuverið skerði ekki möguleika á að halda áfram þeim landbúnaði sem nú er stundaður í Þykkvabæ og að þegar líftími vindmylla, sem er um tuttugu ár, er á enda, séu þær fjarlægðar og ásýnd landsins verði hin sama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Kynning
12.06.2020

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi

Matarbakkar frá Reykjavik Asian: Séreldað í hvern bakka og handgert sushi
Kynning
05.06.2020

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS

Stígðu út fyrir mörkin með LIMITLESS
Kynning
23.05.2020

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi

Húseining er frumkvöðull í tilbúnum húsum á Íslandi
Kynning
23.05.2020

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið

Innréttingar og tæki eru með lausnirnar fyrir sumarhúsið
Kynning
06.05.2020

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar

Snilldarnámskeið Smárabíós: Stútfull af afþreyingu fyrir hressa krakka í sumar
Kynning
20.04.2020

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið

Hljómsveitin SUÐ með Stillimynd: Hlustaðu á lagið
Kynning
06.04.2020

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni

GeoSilica: Styrkir ónæmiskerfið og engin skaðleg aukaefni
Kynning
03.04.2020

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu

Ekki láta þér leiðast í sóttkví: Kynlífstækjaverslunin Hermosa er með fría heimsendingu