fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
FókusKynning

Gerðu streituna að bandamanni þínum

Stress þarf ekki að vera neikvætt – Breyttu hugsunarhættinum – Nándin er mikilvæg

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. febrúar 2016 19:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir líta á streitu sem óvin sinn, og er það ekki að ástæðulausu. Þegar einstaklingur er stressaður þá losnar um efnið kortisól í heilanum. Það hefur yfirleitt slæm áhrif á minnið og getuna til að læra nýja hluti. Getan til að hugsa skýrt og framkvæma minnkar einnig. Rannsóknir hafa jafnvel sýnt fram á að heilinn dragist saman þegar streitan er mikil.

En þótt ótrúlegt megi virðast þá er hægt að gera streituna að bandamanni sínum með réttum hugsunarhætti, eða það vill sálfræðingurinn Kelly McGonigal að minnsta kosti meina. „Auðvitað getur mikil og langvarandi streita valdið þunglyndi og líkamlegum einkennum hjá einhverjum, en sú reynsla getur gert fólk sterkara, samúðarfyllra og sveigjanlegra þegar til lengri tíma er litið,“ segir McGonigal.

Í Ted-fyrirlestri sínum „Hvernig á að gera streituna að bandamanni sínum“ vísar hún í rannsókn sem 30 þúsund fullorðnir einstaklingar tóku þátt í á átta ára tímabili. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að stress hafi aðeins slæm heilsufarsleg áhrif á fólk ef það trúir því sjálft. Þátttakendur í rannsókninni sem upplifðu mikið stress en töldu það ekki hafa neitt sérstaklega neikvæð áhrif á heilsuna virtust nefnilega síður fá neikvæð líkamleg einkenni.
Það að breyta hugsunarhættinum gagnvart streitunni getur því verið lykilatriði varðandi hvaða áhrif hún hefur á líkamann. Hér eru nokkrar leiðir sem miða að því að gera streituna að bandamanni frekar en óvini.

Undirbúningur fyrir orrustu

Þegar maður verður stressaður bregst líkaminn meðal annars við á þann veg að hjartslátturinn verður hraðari, andardrátturinn stuttur og svitamyndun eykst. Vísindamenn við Rochester University létu nemendur sem þjáðust af félagsfælni halda fyrirlestur fyrir framan dómara. Þeir sögðu öðrum hópnum að hugsa streituna sem undirbúning fyrir orrustu á meðan hinn hópurinn fékk engin slík tilmæli.

Í ljós kom að þeir sem hugsuðu um orrustuna og að með fyrirlestrinum væru þeir aðeins að heyja stutta baráttu gekk miklu betur með fyrirlesturinn en hinum. „Niðurstaða okkar er sú að reynslan af skyndilegri streitu mótast af því hvernig við bregðumst við líkamlegum einkennum,“ segir Jeremy Jamieson, prófessor og höfundur rannsóknarinnar. Það er því mikilvægt að vera vakandi fyrir líkamlegu einkennunum þegar streitan gerir vart við sig og líta á þau sem nauðsynlegan undirbúning fyrir eitthvað sem varir í skamman tíma.

Innihaldsríkt líf

Þegar vísindamenn spurðu fólk hvort því þætti líf sitt hafa tilgang kom í ljós að þeir sem töldu sig hafa hvað mestan tilgang upplifðu jafnframt mikla streitu. McGonigal kallar þetta stress-andstæðuna, en svo virðist sem sömu aðstæður og orsaka mikla streitu, láti fólki einnig líða eins og það sé mikilvægt og að líf þeirra hafi ríkan tilgang.
Það er því um að gera að líta á streituna sem mælikvarða á hve vel gengur í lífinu. Að það sé þáttur í því að ná markmiðum. Hættum að hugsa um hvað lífið sé uppfullt af streitu og hugsum frekar um hve innihaldsríkt það er.

Streitumótefni

Geimfarar, læknar og afburðaíþróttamenn skilgreina hæfileika sína og getu við mjög streituvaldandi aðstæður. Við slíkar aðstæður er heilinn í raun að endurforrita sig og læra af erfiðri og nýrri reynslu. Hvort vel eða illa gengur að ráða fram um verkefnum við slíkar aðstæður byggist á því hvernig fólk ræður við streituna meðan hún varir.

„Streitumótefnameðferð“ er notuð til að byggja upp sálfræðilegan sveigjanleika með því að kenna fólki að líta á streituvaldandi aðstæður sem tækifæri til að leysa úr verkefnum. Gott er að sjá streituna sem tækifæri til að læra, vaxa og byggja upp andlegan sveigjanleika.

Byggðu upp sambönd

Flestir hafa eflaust heyrt minnst á oxýtósín, eða ástarhormónið svokallaða, sem losnar úr læðingi við kynlíf og nána líkamlega snertingu. En færri vita líklega að oxýtósín er í raun stresshormón sem heiladingullinn losar um sem viðbrögð við stressi.

Þegar erfiðleikar steðja að í lífinu þá sækist fólk yfirleitt eftir stuðningi og nánd. Fólk vill deila tilfinningum sínum. Við slíkar aðstæður losnar um oxýtósín sem hjálpar líkamanum að slaka á.
McGonigal segir í fyrirlestri sínum að þegar fólk leitar til annarra undir miklu álagi og streitu, þá jafni það sig fyrr en ella. Viðbrögðin við streitunni verða heilbrigðari. Mannleg snerting er í raun lykillinn að því að byggja upp óþol gagnvart streitu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum