fbpx
Mánudagur 05.desember 2022
HelgarmatseðillMatur

Pestó drottningin býður upp á girnilegan helgarmatseðil

Sjöfn Þórðardóttir
Föstudaginn 18. nóvember 2022 16:00

María Auður Steingrímsdóttir sælkeri á heiðurinn af helgarmatseðlinum að þessu sinni og eru flestar uppskriftirnar úr hennar smiðju. MYNDIR/MARÍA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Auður Steingrímsdóttir sælkeri með meiru á heiðurinn af helgarmatseðlinum að þessu sinni og eru flestar uppskriftirnar úr hennar smiðju. María er mikil áhugamanneskja um matargerð, sælkeri og eigandi pesto.is þar sem hún nýtur sín til fulls að útbúa sælkera pestó og fleiri sælkeravörur sem hafa glatt marga sælkerana.

María hefur verið mjög skapandi í sinni framleiðslu og er með lítið framleiðslufyrirtæki á Suðurlandi rétt fyrir utan Selfoss þar sem hún nýtur þess að nostra við vöruna og notar einungis gæðahráefni við sína framleiðslu.

„Áhugamál mín endurspeglast í matargerð, elda og gera vel við mig og mína. Þessa stundina er ég að undirbúa undir jólaverðtína og er að setja saman jólapakkningar og sælkeragjafir. Var reyndar að koma með nýja vöru í línuna mína, Fjallkonumær rautt pestó og er ég mjög spennt að sjá og heyra hvernig fólki líkar,“ segir María sem veit fátt skemmtilegra en að undirbúa jólin í framreiðslu sinni. Hægt er að skoða síðuna hennar hér.

María býður hér lesendum Matarvefs DV.is upp á sælkera uppskriftir sem bragð er af sem upplagt er að prófa um helgina og njóta þess að telja niður dagana í jólin. Flestar uppskriftirnar eru úr hennar smiðju.

Föstudagur – Smakk og pitsa toppuð með rauðlaukssælu

„Þessi er einfaldur og einstaklega góður og hentar við flest tækifæri.“

Forréttur

Smakk tjatt með döðlusultu

2-3 sneiðar á mann

Snittubrauð súrdeigs

1 p klettasalat

Ólífuolía eftir smekk

1 krukka Döðlusulta frá pesto.is

Mulinn geitarostur með birkiösku (fæst í Hagkaup)

Nokkrir dropar af sesamolíu

Kryddkurl frá pesto.is

Byrjið á því að skera brauðið í þunnar sneiðar. Hitið ólífuolíu á pönnu við vægan hita, hér nota ég ólífuolíuna frá Olio Nitti. Ristið sneiðarnar í pönnunni, takið svo brauðið af pönnunni og smyrjið Döðlusultuna frá pesto.is á sneiðarnar. Setjið síðan mulna geitarostinn á sneiðarnar, setjið nokkrar dropa af sesamolíu yfir, loks Kryddkurl frá Pesto.is og loks smá klettasalat. Berið fram á fallegan hátt og njótið.

 

Aðalréttur

Pitsa að hætti Maríu Gomez

1 box/pakka tilbúið pitsadeig, ég nota súrdeigs

1 krukka Döðlusulta frá pesto.is

Rifinn Mozzarella ost magn eftir smekk

1 stór kúla af ferskum mozzarella osti

Rifinn parmesan ostur eftir smekk

1 lítið bréf beikon

Smá púðursykur

5 stk. smátt skornar döðlur

Kryddkurl frá pesto.is

Rauðlaukssæla frá pesto.is

Klettasalat val til að setja ofan á eftir á

Hitið ofninn á það allra heitasta sem hann kemst í á blæstri. Fletjið pitsaadeigið út og smyrjið á það döðlusultunni eins og þið væruð að nota pitsasósu (ekki nota pitsasósu samt og ekki forbaka deigið). Setjið næst rifna mozzarella ostinn yfir og skerið ferska ostinn í þunna hringi og setjið ofan á rifna ostinn. Takið næst beikon og klippið í tvennt, krullið það svo með því að snúa sinnhvorn endanum í sitthvora áttina og leggið þannig á pitsuna. Stráið svo ögn af púðursykri yfir beikonið sjálft  Setjið næst rauðlaukssæluna á hér og þar á milli beikonsins og smátt skornu döðlurnar. Sáldrið svo kryddkurlinu yfir allt, ásamt parmesan ostinum. Stingið í ofninn en tíminn fer eftir hita á ofninum svo best er að fylgjast bara með pitsunni

Laugardagur – Pasta með risarækjum toppað með pestó

 „Þar sem að ég fer alltaf eftir auga og smakki þá eru kannski þessi hlutföll ekki alveg heilög. Endilega dassið þetta eftir ykkar smekk. Þessi réttur er í miklu uppáhaldi á mínu heimili.

Aðalréttur

Fjallkonumær pestó pasta með risarækjum

350 g risarækjur (þiðnar)

1 askja kirsuberjatómatar

3 stk. Hvítlaukslauf, smátt saxaður

½ bolli hvítvín eða hvítvíns edik

½-1 krukka Fjallkonumær pestó grænt frá pesto.is

Pipar, chiliflögur og salt eftir smekk

250 g spaghetti

Byrjið á því að skera tómatana í helming og saxa hvítlaukinn, setjið á pönnu við vægan hita í um það bil 15 mínútur. Setjið síðan kryddin yfir og hvítvínið, látið malla í um það bil 10 mínútur. Bætið rækjunum út í og látið malla þangað til að þær verða bleikar. Loks er pestóinu bætt út í, hrært saman og hitað. Síðan er spaghetti soðið samkvæmt leiðbeiningum. Þegar spaghettið er tilbúið hrærið þá rækjusósunni saman við spaghettið og stráið kryddkurli og parmesan osti yfir.

Sunnudagur til sælu – Kjúklingur og gómsætur eftirréttur

Aðalréttur

Kjúklingaréttur með rauðu pestói

1 p úrbeinuð og skinnlaus kjúklingalæri

1 krukka Fjallkonumær rautt pestó

1 stk. piparostur

Parmaskinka eftir smekk

1 peli rjómi eftir smekk

Mozzarella ostur rifinn eftir smekk

Byrjið á því að smyrja kjúklinginn með Fjallkonumær pestói, skerið piparostur í þunnar sneiðar, setjið með og svo vefjið þið parmaskinkuna utan um. Raðið saman í eldfastmót og stráið mozzarella osti yfir sem og rjómanum. Bakað í ofni við 200°C hita 20-30 mínútur. Með þessum rétti er mjög gott að gera blómkáls- og brokkólígrjón. Hita á pönnu og rífa smá parmaesan ost yfir.

Eftirrétturinn

Skyrkaka

1 pakki Lukex

Smjör eftir smekk og þörf

1 peli rjómi

1 dós vanilluskyr

Kirsuberjasósa eftir smekk

Byrjið á því að setja lukex í matvinnsluvél og bætið við bræddu smjöri út í, þannig að það blotnar aðeins í kexinu. Þeytið rjómann og hrærið saman við vanilluskyr, varlega. Setjið kexmulninginn í skálar og þéttið vel saman í botninn. Bætið síðan við skyr og rjómablöndunni, ofan á. Geymið í kæli í 2-3 klukkustundir eða jafnvel yfir nótt. Setjið síðan kirsberjasósu yfir áður en borið fram.

Njótið og góða helgi.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Ketóhornið: Ekta kjarngóð súpa sem yljar á vetrarkvöldum

Ketóhornið: Ekta kjarngóð súpa sem yljar á vetrarkvöldum
Matur
Fyrir 1 viku

Svona gerir þú appelsínukrans í aðventunni og sötrar á heitu súkkulaði

Svona gerir þú appelsínukrans í aðventunni og sötrar á heitu súkkulaði
Matur
Fyrir 2 vikum

Klassískur bröns með nýstárlegu ívafi alla laugardaga á þakbarnum

Klassískur bröns með nýstárlegu ívafi alla laugardaga á þakbarnum
Matur
Fyrir 2 vikum

Margir mæra Lauga-Ás sem lokar bráðum fyrir fullt og allt

Margir mæra Lauga-Ás sem lokar bráðum fyrir fullt og allt
Matur
Fyrir 3 vikum

Nýkrýndir sigurvegara fyrir Eftirrétt ársins og Konfektmola ársins 2022

Nýkrýndir sigurvegara fyrir Eftirrétt ársins og Konfektmola ársins 2022
Matur
Fyrir 3 vikum

Svona er best að geyma egg

Svona er best að geyma egg
Matur
02.11.2022

Brönsklúbburinn fyrir þær sem elska að lifa og njóta

Brönsklúbburinn fyrir þær sem elska að lifa og njóta
Matur
30.10.2022

Dásamlegar kotasælubollur sem eru unaðslega góðar heitar með smjöri

Dásamlegar kotasælubollur sem eru unaðslega góðar heitar með smjöri