fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
FréttirLeiðari

Hver er þín saga?

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 12. apríl 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar sögur skipta máli. Þín saga er öðruvísi en mín saga og saga foreldra okkar, systkina og vina eru allar mismunandi. Þær móta okkur sem einstaklinga og gera að verkum að við högum okkur eins og við gerum. Hvert og eitt okkar fæðist sem óskrifuð ritgerð sem þó hefur nokkrar fyrirfram ákveðnar heimildir. Heimildirnar sem þegar eru til staðar allt frá getnaði eru gen okkar og þeir meðfæddu eiginleikar sem erfast. Ritgerðin skrifar sig svo sjálf, allar götur frá degi eitt.

Sumir fæðast beint inn í mikil forréttindi, eiga efnaða foreldra, ganga í góðan skóla og geta prófað allar þær tómstundir sem þeim hugnast. Aðrir fæðast kannski inn í mikla fátækt, ganga í notuðum fötum og fá aldrei að prófa tómstundir. Allt þetta getur haft áhrif á okkur sem einstaklinga en ekkert er þó gefið. Það er aldrei hægt að sjá fyrir hvað framtíðin ber í skauti sér. Það geta allir lent í klóm fíkniefnadjöfulsins, orðið fyrir einelti, misnotkun, slysi, læst í klóm ofbeldissambands og misst barn, ásamt mörgum öðrum áföllum sem lita líf okkar. Þá er einnig hægt að vinna fyrsta vinning í happdrætti, sigrast á erfiðum veikindum og landa draumastarfinu.

Allar þessar breytur hafa áhrif á okkur, við bregðumst mismunandi við því sem kemur fyrir okkur og persónuleiki okkar með því. Við söfnum í bakpokann og höldum áfram. Allar sögur skipta máli. Oft hafa blaðamenn fundið fyrir neikvæðri gagnrýni gagnvart starfi sínu. Við erum sögð afbaka sannleikann, gera úlfalda úr mýflugu, skrifa fréttir sem engu máli skipta og skipta okkur af því sem engum kemur við. En við erum ekki að sinna starfi okkar til þess að ná okkur niðri á þér. Við erum ekki að reyna að eyðileggja fyrir fólki. Láta það líta illa út okkur í hag. Við erum ekki að ljúga og svindla en svo sannarlega kemur fyrir að við segjum frá slíkum hlutum. Við erum að segja sögur. Við erum einstaklingar með okkar eigin sögur sem stöndum vaktina fyrir fólkið sem vill segja sínar sögur. Deila sinni reynslu. Sumar sögur eru sagðar til þess að upplýsa almenning um hagsmuni þeirra. Sumar sögur eru sagðar einungis til dægrastyttingar og aðrar sögur eru sagðar til hvatningar. Af því að allar sögur skipta máli. Þín saga og mín saga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi