fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Leiðari

Svarthöfði: Reif ekki upp stráin

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. október 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna sögusagna sem ganga í bænum þá vill Svarthöfði gefa út eftirfarandi yfirlýsingu: Það var ekki Svarthöfði sem reif upp stráin við braggann í Nauthólsvík. Svarthöfði ber virðingu fyrir eignum almennings og er ekki skemmdarvargur. Þá telur Svarthöfði ekki með þegar hann braut rúðu þinghússins í búsáhaldabyltingunni. Heldur ekki þegar hann kveikti í Ikea-geitinni. Það voru sérstakar aðstæður.

Að því sögðu vill Svarthöfði einnig koma því á framfæri að braggamálið hefur tekið tilfinningalega mjög á Svarthöfða. Enginn hefur viljað taka ábyrgð á myrkraverkinu. Ekki Dóra Pírati, ekki Holu-Hjálmar, ekki Lóa Pind og allra síst Dagur Bergþóruson sem þykist vera veikur heima. Og hvar er Líf? Hefur einhver séð Líf síðan þetta mál kom upp?

Á meðan 101-liðið í borgarstjórn eys milljörðum í þessa braggavitleysu þá blæðir Breiðholtinu. Hér eru enn fjölmargar óyfirbyggðar strætisvagnabiðstöðvar og verðið í Breiðholtslauginni var hækkað í 980 krónur. Fólkið í Breiðholtinu er ekki að fara að slafra í sig snitsel í bragganum.

Steininn tók úr þegar fréttin um milljón króna stráin var birt. Frá Danmörku af öllum stöðum. Er þetta fólk búið að gleyma Kópavogsfundinum og maðkaða mjölinu? Fyrir Svarthöfða er það að sjá þessi dönsku strá flaksa um í vindinum líkt og að sjá Dannebrog við hún á Stjórnarráðinu.

Jú, Svarthöfði gekk þarna fram hjá til að skoða aðstæður og kippti nokkrum stráum upp. Var það ekki annað en eðlilegt viðbragð við því óréttlæti sem íbúar Breiðholts og annarra úthverfa hafa mátt þola í þessu máli. Svarthöfði var ekki að vinna neinum mein. Bestu og áhrifaríkustu mótmæli heimsins hafa verið algerlega blóðlaus, samanber Gandí og Mandela. Friðsamar aðgerðir eins og þessar hafa mestu áhrifin.

Komu svo fréttir af því að stráin við braggann væru svokallaður dúnmelur. Ágengur arfi sem kæfir og drepur allt í kring. Fannst Svarthöfða það þá samfélagsleg skylda sín að fjarlægja restina og gerði það eina nóttina með stunguskóflu. Ekki sem skemmdarverk heldur sem bjargræði fyrir náttúru Vatnsmýrarinnar og Öskjuhlíðarinnar. Munu komandi kynslóðir þakka Svarthöfða í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Óhugguleg líkamsárás við Kringluna í dag – Árásaraðilinn á grunnskólaaldri

Óhugguleg líkamsárás við Kringluna í dag – Árásaraðilinn á grunnskólaaldri
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sara Rós hlaut hvatningarverðlaun ADHD samtakanna

Sara Rós hlaut hvatningarverðlaun ADHD samtakanna
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Sigurður Hólmar skrifar: Fjórða vaktin – Raunveruleiki foreldra langveikra og fatlaðra barna

Sigurður Hólmar skrifar: Fjórða vaktin – Raunveruleiki foreldra langveikra og fatlaðra barna