fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Ók á grindverk og stakk af – Brotist inn í matsöluvagn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 05:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjöunda tímanum í gær var ekið á grindverk í Hlíðahverfi. Ökumaðurinn yfirgaf vettvang gangandi en var handtekinn skömmu síðar. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og var hann vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Á svipuðum tíma var tilkynnt um innbrot í matsöluvagn í Laugardalshverfi. Skemmdir höfðu verið unnar og einhverju var stolið en ekki liggur fyrir hverju.

Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Tveir þeirra reyndust vera sviptir ökuréttindum.

Á sjötta tímanum í gær var ökumaður kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum en hann er grunaður um að hafa ítrekað ekið þrátt fyrir að vera sviptur ökuréttindum.

Á fyrsta tímanum í nótt hafði lögreglan afskipti af konu sem var að stela úr verslun í Bústaðahverfi. Hún er einnig grunuð um vörslu fíkniefna.

Á níunda tímanum í gærkvöldi var maður stöðvaður á leið út úr verslun í Breiðholti með vörur sem hann hafði ekki greitt fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Í gær

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Í gær

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg