fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025

Öld sápunnar

Svarthöfði
Laugardaginn 12. janúar 2019 11:00

Sundplaggat Stanslaus krafa um þrifnað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði strengdi það áramótaheit að fara oftar í sundlaugarnar. Það er heilsubætandi og myndi að einhverju leyti rjúfa félagslega einangrun. Breiðholtslaugin varð fyrir valinu því hún er hverfislaugin, jafnvel þó að Dagur Bergþóruson rukki meira ofan í sínar laugar en bæjarstjórar nágrannasveitarfélaganna.

Þegar Svarthöfði var kominn í sína sundbrók og ætlaði að brokka út í laugina kom baðvörðurinn aðvífandi og setti hendurnar á bringuna á Svarthöfða, klæddur í latexhanska. „Hvert helduru að þú sért að fara?“ spurði hann. Svo benti hann plaggat á veggnum sem sýndi þá staði sem Svarthöfði átti að þrífa sig með sápu; höfuðið, handarkrikana, nárann og fæturna. Stóð vörðurinn síðan yfir Svarthöfða sem þreif sig og ekki laust við að hann fengi einhvers konar nautn út úr þessu. Tveir eldri menn urðu vitni að þessu. Fór baðvörðurinn þá aftur í búrið sitt en Svarthöfði gekk til laugar, smánaður.

Í pottinum gat Svarthöfði ekki fylgst með þeim umræðum sem þar fóru fram, hugurinn var annars staðar. Þetta er svo „shitty“. Hvaðan kemur eiginlega þessi stöðuga krafa um þrifnað? Svarthöfði er krúnurakaður og aldrei hefur Svarthöfði séð neinn sápa á sér tærnar í sturtu, aldrei. Þar að auki er meira klór en vatn í sundlauginni sjálfri. Samt á að sápa sig allan bæði áður en farið er í laugina og eftir.

Þessi krafa er ekki bundin við sundlaugarnar. Alls staðar þar sem Svarthöfði fer er hann neyddur til að þrífa sig. Svarthöfði fer reglulega að heimsækja móður sína á hjúkrunarheimili þar sem Svarthöfði er skikkaður til að þvo á sér hendurnar upp úr svíðandi spritti. Á klósettinu í vinnunni hangir plaggat frá Landlækni þar sem Svarthöfði er krafinn um að sápuþvo hendurnar og nota bursta undir neglurnar við hverja salernisferð. Í mötuneytinu hangir eins plaggat. Alls staðar blasa við auglýsingar um sjampó, svitalyktareyði og aðra basa til að drepa gerla og eyða náttúrulegri líkamslykt.

Hvaðan kemur þessi krafa? Forfeður okkar byggðu þetta land í þúsund ár án þess að þvo sér. Þeir böðuðu sig aldrei og létu hundana sleikja askana. Klósettpappír var ekki til og þaðan af síður naglaburstar. Ef fólk lifði frumbernskuna af gat það lifað góðu lífi og myndaði ónæmi gegn flestum gerlum og pestum. Þetta er allt horfið á öld sápunnar. Í staðinn fáum við psoriasis, exem og flösu af sífelldri sápunotkun fyrir utan hvað þetta kostar nú allt saman mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Réttarhöld í Gufunesmálinu framundan

Réttarhöld í Gufunesmálinu framundan
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Nunez birtir kveðjubréf til stuðningsmanna – ,,Get yfirgefið með stolt í hjarta“

Nunez birtir kveðjubréf til stuðningsmanna – ,,Get yfirgefið með stolt í hjarta“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Íslenskur faðir: „Maður upp­lif­ir þetta svo­lítið sem ein­hverja þögg­un“

Íslenskur faðir: „Maður upp­lif­ir þetta svo­lítið sem ein­hverja þögg­un“
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Var klámfíkill – „Þegar ég stundaði kynlíf með kærustunni sá ég klámmyndir fyrir mér í höfðinu“

Var klámfíkill – „Þegar ég stundaði kynlíf með kærustunni sá ég klámmyndir fyrir mér í höfðinu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Maresca vonast til að fá hjálp frá Chelsea

Maresca vonast til að fá hjálp frá Chelsea
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sá strax eftir ummælunum í nýjasta viðtalinu: ,,Getum klippt þetta út“

Sá strax eftir ummælunum í nýjasta viðtalinu: ,,Getum klippt þetta út“