fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Fréttir

Telja að æðsti yfirmaður sjóhers Rússa í Svartahafi hafi fallið í aðgerðinni „Krabbagildra“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. september 2023 16:30

Viktor Sokolov Mynd/Reuters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn eru þess fullvissir að þeir hafi fellt flotaforingjann Viktor Sokolov, sem er stýrt hefur Svartahafsflota Rússa, í loftárásum sem gerðar voru á Sevastopol síðastliðinn föstudag. Þetta er talið að komi fram í tilkynningu á Telegram-rás sérsveitar Úkraínuhers en CNN fjallar um málið. Sokolov er ekki nefndur á nafni á Telegram-rásinni en sagt er að „foringinn“ hafi látið lífið og er talið að þar sé átt við Sokolov.

Sprengjum var varpað á höfuðsstöðvar rússneska flotans í borginni en auk „foringjans“ fullyrða Úkraínumenn að þrjátíu og þrír aðrir hermenn hafi látið lífið og yfir 100 hafi særst.  Árásin er sögð hafa borið vinniheitið „Krabbagildran“ en hún var framkvæmd þegar fundur rússneska yfirmanna fór fram í höfuðstöðvunum.

Yfirvöld í Moskvu hafa ekki brugðist við fullyrðingum Úkraínumanna en áður höfðu Rússar haldið því fram að aðeins einn hermaður hefði látið lífið í árásunum. Sú tilkynning var síðan leiðrétt og sagt að eins væri saknað og að fimm úkraínsk flugskeyti hafi verið skotin niður.

Sokolov, sem er 61 árs gamall, er afar reynslumikill foringi innan rússneska sjóhersins og fall hans yrði Rússum mikið áfall. Fyrrum aðmírállinn James Stavridis,  sem nú starfar sem fréttaskýrandi fyrir NBC-fréttastofuna, segir að ef satt sé að Sokolov sé látinn þá sé um að ræða æðsta yfirmann sjóhers sem hefur fallið frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Sevastopol er stærsta borgin á Krímskaga en Rússar hernámu svæðið árið 2014. Úkraínumenn hafa lýst því yfir að þeir hyggist ná landsvæðinu tilbaka og hafa staðið fyrir fjölmörgum árásum á hernaðarskotmörk og opinberar byggingar undanfarin misseri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Vinnuumhverfið er óviðunandi. Álagið er gríðarlegt. Ofan á það getum við gert eitthvað annað við líf okkar og fengið betri laun“

„Vinnuumhverfið er óviðunandi. Álagið er gríðarlegt. Ofan á það getum við gert eitthvað annað við líf okkar og fengið betri laun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn staðfestir að erfðaefni Ásu var á strigapoka sem eitt líkið fannst í

Rannsókn staðfestir að erfðaefni Ásu var á strigapoka sem eitt líkið fannst í
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mikilvægasta tækið á heimilinu

Mikilvægasta tækið á heimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“