fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Pútín brjálaður yfir drónaárásum á Moskvu – Sakar Úkraínumenn um að hræða rússneska borgara

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. maí 2023 15:07

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drónaárásir voru gerðar á Moskvu nú í morgun en alls segjast Rússar hafa stöðvað átta slík flygildi og engin þeirra hafi hæft skotmörk sín. Einn dróninn var skotinn niður skammt frá íverustað Vladimir Pútín, Rússlandsforseta. Engar fregnir eru af mannfalli í rússnesku höfuðborginni en einhverjar skemmdir urðu á byggingum þar sem að drónarnir skullu til jarðar.

Pútín brást hinn versti við árásunum og fordæmdi þær í hvívetna. Sagði hann að sambærilegar árásir Rússa á Kyiv, sem staðið hafa yfir undanfarna þrjá daga, beindust gegn hernaðarlegum skotmörkum en eini tilgangur Úkraínumanna væri sá að skjóta saklausum íbúum Rússlands skelk í bringu. Rétt er að geta þess að Úkraínumenn hafa neitað fyrir aðkomu sína að drónaárásunum í morgun en ljóst er að fræjum óttans hefur sannarlega verið sáð meðal íbúa Moskvu.

„Ég hélt einhvern veginn að allt þetta væri svo langt í burtu, að þetta myndi ekki hafa áhrif á okkur en skyndilega er þetta komið svo nærri okkur,“ hefur AFP-fréttastofan eftir rússneskum ellilífeyrisþega Tatyönu Kalinina.

Aðrir íbúar voru stóískari og sögðu að viðbúið væri að slíkar árásir yrðu gerðar á Rússland í ljósi þess að átökin virtust vera að stigmagnast.

Úkraínumenn virðast þó hinir ánægðustu með að íbúar Moskvu þurfi að upplifa slíkar hörmungar. Vitali Klitschko, borgarstjóri Kyiv, sagði að hann skyldi ekki hvernig íbúar Moskvu fengju að lifa friðsælu lífi í Moskvu á meðan rússneski herinn láti hörmungum rigna yfir höfuðborg Úkraínu. Sagði hann að íbúar Moskvu ættu að fá að upplifa við hvað íbúar Kyiv hefðu mátt ganga í gegnum undanfarna átján mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“