fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Úkraínskur vinur Pútíns varar Vesturlönd við – Aðeins tveir möguleikar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 05:48

Pútín Rússlandsforseti. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru aðeins tvær leiðir mögulegar hvað varðar stríðið í Úkraínu. Þetta er niðurstaðan í langri grein sem birtist á mánudaginn í rússneska dagblaðinu Izvestija. Í greininni eru færð rök fyrir að stríðið muni annaðhvort þróast yfir í heimsstyrjöld eða verða leyst með diplómatískum viðræðum. Síðari leiðin er sögð krefjast þess að fallist verði á viðurkenningu rússneskra hagsmuna.

Greinarhöfundurinn heitir Viktor Medvedchuck en hann var árum saman nánasti bandamaður Pútíns í Úkraínu. Hann er úkraínskur stjórnmálamaður en hliðhollur Rússum. Í Úkraínu er hann sakaður um landráð.

Það vakti mikla athygli á síðasta ári þegar Úkraínumenn handtóku hann en hann var þá á flótta í kjölfar innrásar Rússa. Úkraínumenn skiptu svo á honum og tugum úkraínskra hermanna sem Rússar höfðu handsamað.

TV2 segir að „grein“ Medvedchuck sé kannski best lýst sem einhverskonar millistigi á milli greiningar og skoðanagreinar.

Í greininni færir hann rök fyrir að Vesturlönd beri alla ábyrgð á því sem hefur gerst í Úkraínu og að Evrópa eigi af alvöru að íhuga hvort áfram verði stutt við bakið á Úkraínu. „Ef Evrópa heldur þessari stefnu áfram, verður hún dregin inn í stríð, líklega kjarnorkustríð,“ segir hann.

Hann segir einnig að margir Úkraínumenn vilji gjarnan að friður komist á og gagnrýnir Volodymyr Zelenskyy, forseta, fyrir að vilja ekki semja um frið við Rússa og fara þess í stað fram á fleiri vopn og peninga í stríðsreksturinn.

Viktor Medvedchuck. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann segir að flestir evrópskir og bandarískir stjórnmálamenn hafi engan áhuga á að friður komist á í Úkraínu og nefnir því til sönnunar að þeir komi sífellt til móts við óskir Zelenskyy. Af þessum sökum er hætta á að stríðið „breiðist út til Evrópu og annarra landa“ segir hann.

„Nú eru aðeins tveir möguleikar. Að heimsstyrjöld brjótist út og kjarnorkustríð eða þá að ferli þess að dregið verði úr átökum og að hagsmunir allra aðila verði hafðir með. Í því ferli er nauðsynlegt að viðurkenna að það þarf að taka tillit til rússneskra hagsmuna,“ skrifar hann.

Izvestija er þekkt dagblað í Rússlandi og ráðamenn í Kreml hafa góð tök á því. Flemming Splidsboel, sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá hugveitunni Dansk Institut for Internationale Studier, sagði í samtali við TV2 að það veki sérstaka athygli að fjallað sé um greinina í öðrum rússneskum fjölmiðlum sem vitni í hana. Þetta geti bent til að ráðamenn í Kreml vilji koma ákveðnum boðskap á framfæri.

Vitað er að Medvedchuck og Pútín eru góðir vinir og hafa verið það í rúmlega 20 ár. Time hefur meðal annars skýrt frá því að þeir hafi farið saman í frí oftar en einu sinni og vitað er að Pútín er guðfaðir dóttur Medvedchuck.

Þeir hafa sömu sýn á sögulegt samband Rússlands og Úkraínu og af þeim sökum hefur Medvedchuk lengi verið mikilvægur pólitískur bandamaður Pútíns. Hann er einnig einn auðugasti úkraínski olígarkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans