fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Úkraínumenn senda óskalista til Vesturlanda – Segjast geta hrakið Rússa frá landinu ef þeir fá þessi vopn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. desember 2022 08:00

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Engin eftirlíking hér á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa um 100.000 ferkílómetra úkraínsks lands á sínu valdi. Þessu landi geta Úkraínumenn náð úr höndum þeirra ef þeir fá ákveðin vopn, þar á meðal mörg hundruð skriðdreka.

Þetta sagði Valery Zaluzhny, yfirmaður úkraínska hersins, í samtali við The Economist. Hann sagðist telja að Rússar séu að undirbúa sókn að Kyiv á nýjan leik og að hún hefjist líklega í vor.

Hann sagði að Rússar séu núna að undirbúa um 200.000 óþreytta hermenn og að í hans huga sé enginn vafi á að þeir eigi að reyna að ná Kyiv á sitt vald.

Hann sagðist einnig hafa áhyggjur af að Rússar hefji stórsókn frá Donbas en þar getur rússneski herinn sótt fram úr austri og suðri eða frá Hvíta-Rússlandi í norðri.

Hann sagðist telja raunhæft að Úkraínumenn geti náð öllu því landsvæði, sem Rússar hafa á sínu valdi, úr þeirra höndum en til þess skorti vopn og því var hann tilbúinn með óskalista.

„Vertu svo vænn að skrifa þetta niður,“ sagði hann við blaðamann The Economist og sagði síðan: „Ég veit að ég get sigrað óvininn en ég þarf 300 skriðdreka, um 600-700 brynvarin ökutæki og 500 stórskotaliðsbyssur.“

Hann sagði einnig að Úkraínumenn séu að undirbúa stóra gagnsókn en skýrði ekki nánar frá hvar eða hvenær hún á að hefjast.

Tony Radakin, yfirmaður breska hersins, sagði í samtali við The Guardian að Rússa vanti skotfæri fyrir stórskotalið sitt og að þetta dragi úr getu þeirra til að sækja fram. Hann sagði að Rússar hafi reiknað með að geta náð Úkraínu á sitt vald á 30 dögum og því hafi þeir misreiknað það magn af vopnum og hermönnum sem þarf í stríðsreksturinn þar. Hersveitir Pútíns séu að komast í þrot, andlega og líkamlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Í gær

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“