fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Svona fóru Bandaríkin að því að handsama Maduro

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. janúar 2026 16:30

Nicolas Maduro.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið er rætt um heim allan um að Bandaríkjamenn réðust á Venesúela og steyptu forsetanum Nicolas Maduro af stóli með því að taka hann höndum og flytja hann til Bandaríkjanna. Sitt sýnist hverjum og er þetta ýmist kallað handtaka og réttlæti eða mannrán og óásættanlegt inngrip í stjórn fullvalda ríkis. Fjölmiðlar vestanhafs hafa gert nánari grein fyrir baksviði aðgerðanna sem ljóst er að hafa verið marga mánuði í undirbúningi. Unnið var með mikilli leynd að undirbúningi þess að taka Maduro höndum og ljóst er að við undirbúninginn nutu Bandaríkjamenn aðstoðar aðila innan stjórnkerfis Venesúela.

Síðan síðasta haust hafa Bandaríkin sýnt aukna árásargirni í garð Venesúela með því að flytja hergögn og skip nær landinu og með árásum á venesúelska báta sem bandarísk stjórnvöld segja hafa verið nýtta til fíkniefnasmygls en því hefur verið mótmælt og takmarkaðar sannanir verið færðar fram fyrir þessum fullyrðingum.

Fram kemur í umfjöllun CNN að í ágúst kom fámennur hópur útsendara bandarísku leyniþjónustunnar CIA sér fyrir í Venesúela. Fylgdist hópurinn með ferðum Maduro og kortlagði þær sem gerði á endanum hermönnum auðveldara fyrir að fara á rétta staðinn til að handsama Maduro en það voru hermenn úr Delta-sérsveit landhersins sem sáu um það. Samkvæmt heimildum CNN naut hópurinn frá CIA aðstoðar frá aðila sem starfar innan stjórnkerfis Venesúela.

Ekki skipta um

Þingmenn demókrata segja að Marco Rubio utanríkisráðherra og Pete Hegseth stríðsmálaráðherra hafi logið að þeim í síðasta mánuði þegar þeir sögðu að ekki stæði til að standa fyrir stjórnarskiptum í Venesúela.

Samhliða töku Maduro voru gerðar loftárásir á meðal annars hernaðarmannvirki í höfuðborginni Caracas en það var fyrst í síðasta mánuði sem Bandaríkin gerðu árás á landsvæði Venesúela en fyrri árásir höfðu allar verið gerðar úti á rúmsjó. Þessi árás var gerð af CIA, með drónum, á hafnarmannvirki sem sögð voru til að geyma eiturlyf fyrir flutning þeirra til Bandaríkjanna.

Bandarísk stjórnvöld höfðu þrýst á Maduro að segja af sér en Donald Trump Bandaríkjaforseti mun hafa sagt við þann fyrrnefnda í símtali í nóvember síðastliðnum að best væri fyrir hann að segja af sér og fara úr landi. Vonuðust stjórnvöld í Bandaríkjunum til þess að nægilega mikið myndi molna undan stuðningi við Maduro til að hann myndi víkja en þegar fyrirséð þótti að ekkert myndi verða af því var ákveðið að halda fullum fetum áfram með undirbúninginn að því að taka hann höndum.

Stór aðgerð

Meðfram vinnu CIA æfðu hermenn aðgerðina en bíða þurfti eftir hagstæðum veðurskilyrðum. Dan Caine formaður herforingjaráðsins upplýsti að 20 herþotur hafi verið sendar til Venesúela til að gera loftárásir á meðal annars loftvarnarkerfi og veita þannig herþyrlum nægilegt skjól til að lenda með hermennina sem áttu að ná Maduro og flytja hann svo með sér til baka. Alls voru um 150 loftför nýtt í aðgerðunum.

Samhliða beittu Bandaríkin tölvuárásum til að auðvelda verkefnið. Þyrlurnar lentu við bústað Maduro, á herstöð, klukkan 2 að nóttu til. Skotið var á eina þeirra en skothríðinni var svarað og hægt var að fljúga þyrlunni áfram.

Caine segir að hermennirnir hafi allan tímann verið í sambandi við liðsmenn hersins og CIA sem voru um borð í flugvélunum og á jörðu niðri til að fá sem bestar upplýsingar. Hann segir að Maduro og eiginkona hans Cilia Flores, sem einnig var tekin höndum, hafi gefist upp fyrir hermönnunum en Maduro mun hafa án árangurs reynt að loka sig inni í brynvörðu öryggisherbergi. Hver varnarviðbúnaður á dvalarstað hans var kemur ekki fram. Hjónin voru síðan flutt með þyrlu um borð í herskip en skotið var á þyrluna og hermenn þegar þeir voru á leið burt með forsetahjónin. Skothríðinni var svarað en hún virðist ekki hafa verið nógu kröftug til að ógna þessum aðgerðum að einhverju ráði.

Hvað tekur við er enn óljóst og fátt hefur verið um svör við spurningum fréttamanna um hvort og þá hvernig Bandaríkin séu nú við stjórnvölin í Venesúela. Aðspurður á blaðamannafundi í gær um misjafnan árangur Bandaríkjanna við að hafa afskipti af stjórnarfari í öðrum löndum sagði Trump:

„Það var þegar við vorum með aðra forseta en með mig þá er þetta ekki þannig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja Vegagerðina standa fyrir fordæmalausri þjónustuskerðingu

Segja Vegagerðina standa fyrir fordæmalausri þjónustuskerðingu
Fréttir
Í gær

Íslendingar rífast við fólk frá Venesúela um ástandið – „Ekkert gæti verið verra en það sem við höfum gengið í gegnum“

Íslendingar rífast við fólk frá Venesúela um ástandið – „Ekkert gæti verið verra en það sem við höfum gengið í gegnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur hermaður lést í Úkraínu

Íslenskur hermaður lést í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fannst hún „afmennskuð“ eftir að Grok var notað til að gera nektarmyndir af henni

Fannst hún „afmennskuð“ eftir að Grok var notað til að gera nektarmyndir af henni