fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 6. júlí 2025 16:30

Jónas Már vill að börn hafi rýmri tíma til að leika sér á uppbyggilegan hátt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónas Már Torfason, lögfræðingur, segir kolröng skilaboð send til barna með því að banna boltaleiki á leikvöllum eftir klukkan 22:00. Sífelldar skorður séu settar á uppbyggilegar tómstundir.

„„Boltaleikir bannaðir eftir kl. 22.00“. Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku, hvar margar af mínum björtustu minningum voru á sparkvellinum við Lindaskóla síðla sumarkvölds,“ segir Jónas Már í færslu á samfélagsmiðlum sem vakið hefur talsverða athygli.

„Það má vera ansi þreytandi fyrir ungmenni landsins að fá endalausa útreið í opinberri umræðu; hvað þau séu ósjálfbjarga, léleg til mennta, ofbeldisfull og grilluð af skjátíma,“ segir Jónas Már. „Samtímis eru þeim sífellt settar skorður og aðgengi þeirra að uppbyggilegri tómstund, sem ræktar sjálfstæði þeirra, sjálfsöryggi og þrek, takmarkað. Það er ekki nema von að þau spyrji af einlægni hvar þau megi eiginlega vera?“

„Farið eitthvað annað“

Jónas Már bendir á að útivistartími 13 til 16 ára barna á sumrin sé til miðnættis. Umræða hafi verið um hvort það ætti ekki að lengja útivistartímann.

„Það er ekkert vit í slíku ef ungmenni koma alls staðar að lokuðum dyrum,“ segir hann. „Hvert skal farið þegar klukkan slær tíu og boltaleikjalögreglan segir að ekki megi vera lengur í boltaleik? Í sund? Nei, í Reykjavík loka þær klukkan tíu. Í Kópavogi, þar sem opnunartími sundlauga hefur verið styttur undanfarin ár, loka sundlaugar kl. átta um helgar að sumri til og klukkan sex að vetri til. Kannski í félagsmiðstöð? Þeim sem ekki hefur verið lokað fyrirvaralaust, svo sem í Hafnarfirði og á Akureyri, eru fæstar opnar eftir tíu og hvort er með takmarkaða starfsemi að sumri.“

Með þessu sé verið að senda skilaboð til barna um að fara eitthvað annað.

„Þetta eru kolröng skilaboð til að senda,“ segir Jónas Már að lokum. „Við viljum að ungmenni séu úti í fótbolta eða í kvöldsundi, þar sem þau njóta öruggrar og uppbyggilegrar samveru hvors annars án óþarfa afskipta fullorðinna og truflana tækninnar. Við viljum að þau geri það sem allra, allra mest, ekki bara til klukkan tíu. Ef því fylgir einhvern minniháttar hljóðtruflun að heyra hlátursköll æskunnar við heilbrigðan leik verður bara að hafa það. Hér þarf að gera miklu betur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“

Gunnar fyrirgaf morðingja móður sinnar – „Var nýbúin að segja mér að hún væri bara reiðubúin að fara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum