fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fréttir

Ágústa gekk hart fram gegn unglingsstúlkum sem maður hennar braut á – „Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. maí 2025 12:30

Ágústa Ágústsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágústa Ágústdóttir varaþingmaður Miðflokksins hefur verið opinská um heimilisofbeldi sem fyrrverandi maður hennar og barnsfaðir, Jón Þór Dagbjartsson, beitti hana í 14 ár. Þann 25. mars síðastliðinn í pontu Alþingis sagði Ágústa frá ofbeldinu.

Sjá einnig: Þingmaður Miðflokksins opnar sig um áralangt heimilisofbeldi Vopnafjarðarhrottans

Jón Þór á að baki brotaferil og í maí var aðalmeðferð þar sem hannvar ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður, Hafdísi Báru Óskarsdóttur.

Sjá einnig: Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Árið 2010 var Jón fundinn sekur fyrir að misnota stúlku kynferðislega þegar hann vann á meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal. Á þeim tíma gekk Ágústa hart fram gegn stúlkunum á meðferðarheimilinu í fjölmiðlum og sakaði þær um mannorðsmorð. Framgangur hennar í fjölmiðlum gerði reynslu þolenda erfiðari og sársaukafyllri, en hver er saga Ágústu? Af hverju ákveður hún að koma fram og segja söguna af áratugalöngu heimilisofbeldi og biðja stúlkurnar á meðferðarheimilinu afsökunar?

Ágústa er á forsíðu Vikunnar sem kemur út í þessari viku þar sem hún svarar meðal annars þessum spurningum í viðtali við Salome Friðgeirsdóttur.

Fannst spennandi að Jón Þór væri í Fáfni

Ágústa og Jón Þór kynntust árið 1999 á djamminu í Reykjavík. Hann er frá Grindavík og hún flutti fljótlega þangað með honum.

„Hann tilheyrði þá vélhjólaklúbbnum Fáfni sem var tengdur Hells Angels og var formaður þessa klúbbs. Þetta fannst mér mjög spennandi af því að ég var sjálf þessi villta týpa og uppreisnarseggur. Þannig hafði ég alltaf farið í gegnum lífið, ég bjargaði mér og fór á hnefanum. Þó svo að skapið hafi verið mér oft til trafala, þá var það vöggugjöf því það kom mér áfram, í stað þess að verða undir. Það fylgdi mér allt mitt líf þó svo að það hafi ekki sést á mér því ég var ekki að brjótast út í skapofsa.“

Gekk hart fram gegn stúlkunum sem Jón Þór braut á

Jón Þór var dæmdur árið 2010 í tvö og hálft ár í fangelsi en sat inni í eitt og hálft ár vegna góðrar hegðunar og gekk með ökklaband í hálft ár heima við eftir að hann losnaði úr fangelsinu.

Eins og kunnugt er fór Ágústa hart fram í fjölmiðlum gegn stúlkunum sem kærðu kynferðisofbeldið á hendur Jóni og sakaði þær um mannorðsmorð. Stúlkurnar voru allar að koma úr erfiðum og brotnum aðstæðum og voru 16 ára.

„Ég upplifði algjört hrun, af því að ég var búin að berjast svo mikið fyrir öllu. Mér fannst ekkert eftir nema að jörðin myndi opnast og gleypa mig. Þannig leið mér, ég var í „survival mode“ þar sem ég var að reyna að lifa af.

Hann var færður í fangelsið á Akureyri og ég heimsótti hann í hverri viku. Mér fannst ég vera skyldug til að gera það og þannig var þrýstingurinn. Ég tók þá ákvörðun hins vegar mjög fljótlega að ég ætlaði alls ekki að sofa hjá honum í þessu fangelsi. Ég var svo brotin eftir hann og hafði sjálf mátt þola kynferðislegt ofbeldi í okkar sambandi. Í fangelsinu var gestaherbergi með svefnsófa sem var fyrir gesti og ég gat ekki hugsað mér að sofa hjá honum í þessum sófa. Mér leið bara eins og ég væri skítug þegar ég kom út. Alls konar fólk var búið að sofa þarna. Ég tilkynnti honum að ég gæti þetta ekki, en hann gat aldrei virt þetta og það var alltaf þrýstingur. Það endaði svo með því að ég ákvað að taka alltaf börnin með mér í heimsókn til hans. Þá varð hann argur og pirraður og hafði engan áhuga á því að vera með börnin.“

Mætti með nýja konu til að undirrita skilnaðarpappírana

Snemma um vorið 2014, eftir skilnað Ágústu og Jóns, heyrðist ekkert í honum og hann varði engum tíma með börnunum. „Ekki einu sinni um helgar. Hann fékkst ekki til að skrifa undir skilnaðarpappírana fyrr en ári síðar. Svo einn daginn sendir hann mér skilaboð um að hann vildi koma og hitta börnin. Ég samþykki það og hann sendi mér að VIÐ séum að koma. Þá átta ég mig á því að það er komin önnur kona í spilið og það er Hafdís, sem ég hélt reyndar í fyrstu að væri elsta dóttir hans vegna aldursbilsins.“

Segir Hafdísi hugrakka að stíga fram og segja frá ofbeldinu

Jón beitti Hafdísi ofbeldi mjög fljótlega eftir að þau hófu sambandið. „Eitt skiptið hringir hún í mig skelkuð og biðst afsökunar á því að hafa ekki trúað mér í byrjun þegar ég hafði sagt henni frá gjörðum hans. Við náðum mjög vel saman og ég var alltaf að vonast til þess að hún kæmist út úr þessu. Þegar þau voru hætt saman hringir hún í mig grátandi og skjálfandi, þá hafði hann ráðist á hana og reynt að nauðga. Hún sagði mér að hún væri að fara að kæra hann. Hún fer til lögreglunnar en fær sömu viðbrögð og ég hafði fengið; Eru þetta ekki bara innihaldslausar hótanir? Hún leggur inn beiðni um nálgunarbann en fær höfnun á það deginum áður en hann reynir að drepa hana. Ennþá gekk hann laus og er ekki tekinn í gæsluvarðhald. Sem betur fer var Hafdís hugrökk að stíga fram og segja sögu sína í fjölmiðlum, sem varð til þess að hann er loksins tekinn inn í gæsluvarðhald.“

Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Austurlands 7. maí  en Jón Þór er gefin sú sök að reyna að bana fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður. Ágústa segir að sér leiki mikil forvitni á að vita, í fyrsta lagi, hvaða dóm hann fær? Í öðru lagi, hvað mun hann fá að ganga lengi laus áður en hann er settur inn? Og í þriðja lagi, þegar hann fer inn, hvað mun hann afplána þá í raun og veru af þeim tíma sem hann var dæmdur fyrir?

„Kerfið er svo brotið eins og það er í dag og í rauninni er þetta umbunarkerfi. Það er eins og verið sé að gefa þessi skilaboð: Gerðu bara það sem þú vilt, þú þarft ekki að sæta neinni alvöru ábyrgð fyrir. “

Viðtalið við Ágústu má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar sem kemur út í þessari viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Rússar lokka börn með peningum – Nota þau til hryðjuverka

Rússar lokka börn með peningum – Nota þau til hryðjuverka
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Myrti ólétta eiginkonu sína þegar hann komst að því að hún gengi með stúlku – „Ég er faðir þeirra núna. Ég skal passa þær“

Myrti ólétta eiginkonu sína þegar hann komst að því að hún gengi með stúlku – „Ég er faðir þeirra núna. Ég skal passa þær“
Fréttir
Í gær

Elínborg er kvíðin: „Sonur minn er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum“

Elínborg er kvíðin: „Sonur minn er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum“
Fréttir
Í gær

FBI-uppljóstrari segir að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að tæla Elon Musk með kynlífi og dópi

FBI-uppljóstrari segir að rússneska leyniþjónustan hafi reynt að tæla Elon Musk með kynlífi og dópi